Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2025 09:35 Sigurður telur að stjórmvöld eigi að veita ferðaskrifstofum lán eins og var gert í Covid þegar fjöldi var strand erlendis vegna lokanna. Bylgjan Sigurður Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus ævintýraferða og Ferðaskrifstofu eldri borgara, hvetur stjórnvöld til að fara sömu leið og í Covid og lána ferðaskrifstofum pening svo þau geti greitt fyrir tap vegna gjaldþrots Play. Minni fyrirtæki sérstaklega geti farið illa út úr gjaldþroti Play. „Þetta er misjafnt eftir fyrirtækjum. Við erum aðallega með ferðir þar sem er ekki flogið með Play en við erum bundin við einn áfangastaðinn, sem er Madeira,“ segir Sigurður en Play hóf flug þangað fyrir ári síðan. Sigurður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um gjaldþrot Play. „Við sitjum dálítið í súpunni með það núna að bæði vera með hóp þarna úti núna, sem fór fyrir viku síðan, og svo þrjá hópa fram til áramóta. Hrekkurinn þarna eru mjög strangar reglur sem snúa að ferðaskrifstofum,“ segir Sigurður. Það eigi að felast öryggi í því að versla við ferðaskrifstofu en það sé á þeirra ábyrgð að greiða öllum til baka. Hann segir ferðaskrifstofurnar meðalstórar í dag og á „unglingsaldri“. Ferðirnar í Madeira séu á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara. Kynna lausnir í vikunni Hann segir standa til að tilkynna þessum hópum í vikunni hvaða lausnir séu í boði. Ferðaskrifstofan sé fjársterk og með sjóði til að endurgreiða. Þær lausnir sem séu í boði séu að aflýsa ferðinni og endurgreiða hana, önnur lausn að bjóða inneign og fara seinna, og sú þriðja að fá nýja dagsetningu og ferðaáætlun frá fyrirtækinu. „En það er ekki svo létt með Madeira. Það er enginn að fljúga þangað,“ segir hann og að hann hafi hvatt Icelandair til að taka við fluginu þangað en félagið hafi ekki sýnt því áhuga. Sigurður segir að þau muni finna út úr þessu en segir líka að þau hafi farið í gegnum þetta áður í Covid þegar allt skall í lás. Þá hafi töluverður fjöldi verið fastur erlendis og stjórnvöld gripið inn í og aðstoðað ferðaskrifstofur við að koma fólki heim. Ferðamálastofa bauð þá lán til að greiða fyrir það á góðum vöxtum og því hafi verið auðvelt að borga það niður. „Við erum búin að borga það núna. Það fann í rauninni enginn fyrir þessu.“ Hann segir fyrirtækið eiga kröfu á þrotabúið en hún nái ekki yfir til dæmis hótelgistingu og annað. Flugið sé lítill hluti og fyrirtækið fái ekkert endurgreitt hvað varðar hótelgistinguna. Hvað varðar tryggingar segir Sigurður aldrei hægt að tryggja ferðaskrifstofu fyrir gjaldþroti flugfélags. Tryggingar snúi að mestu að neytendavernd. Verði ferðaskrifstofa gjaldþrota á meðan fólk er í útlöndum þá geti fólk snúið sér að Ferðamálstofu og krafist endurgreiðslu á kostnaði sem það varð fyrir við að koma sér heim. Hann segir þetta aðeins gilda í þessum aðstæðum en ekki til dæmis ef hótel lokar óvænt áður en fólk kemur. Þá sé það á hans ábyrgð að finna nýtt hótel og greiða fyrir það. Hann segist vona að gjaldþrot Play verði ekki til þess að minni ferðaskrifstofur leggi upp laupana. Hefði þetta átt sér stað fyrir tveimur árum hefði reksturinn verið erfiður hjá þeim en staða þeirra sé sterk í dag. Erfitt fyrir minni ferðaskrifstofufyrirtæki „Ég finn til með þeim sem eru að selja tíu fimmtán ferðir á ári og eru með tvo þriðju undir hjá Play. Ég sé ekki hvernig þeir eiga að gera farið í gegnum þetta,“ segir hann. Sjá einnig: Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Ef ríkisstjórnin myndi bjóða upp á sömu lán og í Covid væri staðan önnur. Tilkynnt var um gjaldþrot Play í fyrradag. Um 400 misstu vinnuna. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og að stefnt væri að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geta óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hefur verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. 30. september 2025 20:42 Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. 30. september 2025 18:55 „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. 30. september 2025 17:35 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
„Þetta er misjafnt eftir fyrirtækjum. Við erum aðallega með ferðir þar sem er ekki flogið með Play en við erum bundin við einn áfangastaðinn, sem er Madeira,“ segir Sigurður en Play hóf flug þangað fyrir ári síðan. Sigurður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um gjaldþrot Play. „Við sitjum dálítið í súpunni með það núna að bæði vera með hóp þarna úti núna, sem fór fyrir viku síðan, og svo þrjá hópa fram til áramóta. Hrekkurinn þarna eru mjög strangar reglur sem snúa að ferðaskrifstofum,“ segir Sigurður. Það eigi að felast öryggi í því að versla við ferðaskrifstofu en það sé á þeirra ábyrgð að greiða öllum til baka. Hann segir ferðaskrifstofurnar meðalstórar í dag og á „unglingsaldri“. Ferðirnar í Madeira séu á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara. Kynna lausnir í vikunni Hann segir standa til að tilkynna þessum hópum í vikunni hvaða lausnir séu í boði. Ferðaskrifstofan sé fjársterk og með sjóði til að endurgreiða. Þær lausnir sem séu í boði séu að aflýsa ferðinni og endurgreiða hana, önnur lausn að bjóða inneign og fara seinna, og sú þriðja að fá nýja dagsetningu og ferðaáætlun frá fyrirtækinu. „En það er ekki svo létt með Madeira. Það er enginn að fljúga þangað,“ segir hann og að hann hafi hvatt Icelandair til að taka við fluginu þangað en félagið hafi ekki sýnt því áhuga. Sigurður segir að þau muni finna út úr þessu en segir líka að þau hafi farið í gegnum þetta áður í Covid þegar allt skall í lás. Þá hafi töluverður fjöldi verið fastur erlendis og stjórnvöld gripið inn í og aðstoðað ferðaskrifstofur við að koma fólki heim. Ferðamálastofa bauð þá lán til að greiða fyrir það á góðum vöxtum og því hafi verið auðvelt að borga það niður. „Við erum búin að borga það núna. Það fann í rauninni enginn fyrir þessu.“ Hann segir fyrirtækið eiga kröfu á þrotabúið en hún nái ekki yfir til dæmis hótelgistingu og annað. Flugið sé lítill hluti og fyrirtækið fái ekkert endurgreitt hvað varðar hótelgistinguna. Hvað varðar tryggingar segir Sigurður aldrei hægt að tryggja ferðaskrifstofu fyrir gjaldþroti flugfélags. Tryggingar snúi að mestu að neytendavernd. Verði ferðaskrifstofa gjaldþrota á meðan fólk er í útlöndum þá geti fólk snúið sér að Ferðamálstofu og krafist endurgreiðslu á kostnaði sem það varð fyrir við að koma sér heim. Hann segir þetta aðeins gilda í þessum aðstæðum en ekki til dæmis ef hótel lokar óvænt áður en fólk kemur. Þá sé það á hans ábyrgð að finna nýtt hótel og greiða fyrir það. Hann segist vona að gjaldþrot Play verði ekki til þess að minni ferðaskrifstofur leggi upp laupana. Hefði þetta átt sér stað fyrir tveimur árum hefði reksturinn verið erfiður hjá þeim en staða þeirra sé sterk í dag. Erfitt fyrir minni ferðaskrifstofufyrirtæki „Ég finn til með þeim sem eru að selja tíu fimmtán ferðir á ári og eru með tvo þriðju undir hjá Play. Ég sé ekki hvernig þeir eiga að gera farið í gegnum þetta,“ segir hann. Sjá einnig: Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Ef ríkisstjórnin myndi bjóða upp á sömu lán og í Covid væri staðan önnur. Tilkynnt var um gjaldþrot Play í fyrradag. Um 400 misstu vinnuna. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og að stefnt væri að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geta óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hefur verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október.
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. 30. september 2025 20:42 Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. 30. september 2025 18:55 „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. 30. september 2025 17:35 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Sjá meira
Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. 30. september 2025 20:42
Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. 30. september 2025 18:55
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. 30. september 2025 17:35