Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 1. október 2025 13:30 Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Menning Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég pistil þar sem ég fagnaði fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Það er löngu tímabær fjárfesting í innviðum sviðslista og markar tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. En þegar við horfum til framtíðar sviðslistanna er ekki síður mikilvægt að spyrja: hvað með dansinn? Danslistin hefur vaxið gríðarlega á Íslandi síðustu áratugina. Dansmenntun hefur styrkst, fjöldi listamanna og danshöfunda hefur aukist og íslenskar danssýningar hafa hlotið athygli bæði heima og erlendis. Þrátt fyrir þetta býr danslistin enn við skort á húsnæði og stuðningi, einkum í samanburði við önnur listform. Danshöfundar og dansarar þurfa að æfa í leigðum sölum sem eru oft óhentugir og ekki hannaðir með faglega dansstarfsemi í huga. Geymslu- og vinnuaðstaða fyrir leikmyndir, búninga og tæki er í raun engin. Þetta er staða sem aðrar sviðslistagreinar búa ekki við í sama mæli. Skorturinn á innviðum gerir starfsemina brothætta og takmarkar möguleika listamanna til að vinna stöðugt og af krafti hér heima. Dansinn getur ekki þrifist án rýmis og ef við ætlum að styðja við dansflokk á heimsmælikvarða sem Íslenski dansflokkurinn svo sannarlega er þá þurfum við að mæta þeim þörfum sem eru til staðar. Við þurfum ekki að horfa langt til að sjá áhrif þess að styðja við danslist á samfélagið. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru danshús nú sjálfsagðir innviðir. Þau eru ekki aðeins æfinga- og sýningarrými heldur menningarhús sem efla samfélagið allt með sýningum, fræðslu, samstarfi við skóla og alþjóðlegum verkefnum. Það að tryggja dansinum viðunandi vinnuumhverfi myndi ekki eingöngu borga sig fyrir fámennan hóp listamanna. Þar væri hægt að byggja heimili fyrir danslistina og menningarhús fyrir samfélagið allt. Þar gætu áhorfendur notið nýrra sýninga, börn og ungmenni fengið fyrirmyndir í hreyfingu og sköpun, og listgreinar hist og unnið saman. Það gæti orðið vettvangur fyrir alþjóðleg verkefni og aukið sýnileika Íslands á menningarsviðinu. Útfærslan á þessum aðstæðum þarf að ráðast í samtali við vettvanginn í heild. Mikilvægt er að ákvarðanir séu ekki teknar án okkar, jafnvel þótt hagræðingarsjónarmið ráði för. Ætlum við að styrkja þær stoðir sem nú þegar eru til staðar eins og Dansverkstæðið, Íslenska dansflokkinn og nýtt rými Þjóðleikhússins þar sem mögulega verður pláss fyrir dans eða er þörf á að gera eitthvað annað? Danslistin er líkamsbundin, alþjóðleg og aðgengileg. Hún talar beint til fólks, óháð tungumáli. Það er löngu tímabært að hún fái rými sem endurspeglar vægi sitt í íslensku menningarlífi. En við þurfum líka að tala um dans, vekja athygli á listforminu og lyfta því upp. Nýlega var frumsýndur söngleikurinn Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu, sannkölluð söngleikjaveisla þar sem söng-, dans- og leiklist fléttast saman í magnaða upplifun. Í gagnrýni um verkið sem birtist hér á Vísi nýlega er þó varla einu orði minnst á danshöfund, dansara eða þá töfra sem dansatriðin glæða verkinu.Það finnst mér undarlegt og merki um hvernig dansinn sé ekki talinn jafn á við önnur sviðslistaform. Það er kominn tími til að við tölum um dans og að dansinn verði jafngildur hluti af mengi sviðslista. Ég tel að næsta skref sé að sýna framtíðarsýn til langstíma og hefja aftur samtal um að leggja grunn að bættri aðstöðu fyrir danslistina. Við getum fagnað því að Þjóðleikhúsið stækkar og verði aðgengilegra– en það má ekki verða til þess að danslistin gleymist. Næsta skref í uppbyggingu sviðslista á Íslandi hlýtur að vera fyrir danslistina. Höfundur er formaður Félags íslenskra listdansara og forseti Sviðslistasambands Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun