Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2025 21:40 Framhluta Boeing 757-þotunnar Eldfells stungið inn í gatið á norðurgafli Flugsafns Íslands á Akureyri á sjöunda tímanum í kvöld. Guðmundur Hilmarsson Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson
Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50