Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 17:48 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum. Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum.
Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent