„FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2025 07:03 Gianni Infantino og Donald Trump. Getty Images/Richard Sellers Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum. Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars. Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Í síðasta mánuði komst nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Þrátt fyrir það fær Ísrael enn að taka þátt í keppnum á vegum FIFA sem og annarra sambanda á borð við UEFA og FIBA. Infantino ræddi þetta stuttlega á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA. Hinn 55 ára gamli Ítali segir FIFA gera það sem í valdi þess stendur til að nota „kraft fótboltans“ til að sameina fólk í sundruðum heimi. „Hugur okkar er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í hinum mörgu átökum um heim allan. Mikilvægustu skilaboðin sem fótboltinn getur sent eru þau er varða frið og samheldni,“ bætti forsetinn við. „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins en getur, og verður, að nýta fótboltann til að virkja samheldni ásamt menningar- og mannúðarlegum gildum.“ Landslið Ísraels fá enn að taka þátt í hinum ýmsu keppnum og þá er Maccabi Tel Aviv í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Mannréttindarhreyfingin Amnesty International hefur hvatt FIFA og UEFA til að vísa Ísrael úr mótum á þeirra vegum. Er bent á að Rússlandi og liðum þar í landi var vísað úr keppnum á vegum sambandanna eftir innrás Rússa í Úkraínu. Victor Montgliani, varaforseti FIFA, sagði á dögunum að UEFA ætti að taka ákvörðun sem þessa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þá lofað því að berjast gegn öllum tilraunum til að koma í veg fyrir að Ísrael fái að taka þátt. Ísrael heldur áfram að neita því að um þjóðarmorð sé að ræða þó öll sönnunargögn bendi til annars.
Fótbolti FIFA Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. 22. september 2025 08:36