Lífið

Fram­lag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísa­firði

Agnar Már Másson skrifar
Hátíðin fer að mestu leit fram á Ísafirði.
Hátíðin fer að mestu leit fram á Ísafirði. Aðsend

Hátt í fimmtíu myndir frá öllum heimshornum voru valdar á kvikmyndahátíðinni Pigeon International Film Festival eða PIFF. Á hvíta tjaldi hátíðarinnar má meðal annars sjá framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna og heimildarmynd um lífið á Hornströndum.

„Að fá smá sýn inn í aðra menningarheima er bæði fróðlegt og skemmtilegt,“ segir Thelma Hjaltadóttir, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar.

Þetta er í fimmta sinn sem erlendir og innlendir kvikmyndagerðamenn leggja leið sína til Ísafjarðar en stærsti hluti hátíðarinnar fer fram í Ísafjarðarbíói, einu af elstu menningarhúsum landsins. Að hátíðinni lokinni er svo verðlaunaafhending í beinni útsendingu á ísfirska brugghúsinu Dokkunni.

Þröstur Leó Gunnarsson fékk heiðursverðlaun árið 2023 fyrir framlag hans til leikslistar.Aðsend

Í ár, ólíkt fyrri árum, verða veitt peningaverðlaun fyrir bestu nemendamynd hátíðarinnar sem er leið forsvarsmanna hennar til að styðja við grasrót í kvikmyndagerð.

Thelma segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni en kvikmyndirnar koma meðal annars frá Kasakstan, Ástralíu, Palestínu og Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.