Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2025 10:59 Erna Agnes þekkir fáliðun á leikskólum Reykjavíkurborgar vel. Henni líst vel á kynntar breytingar á skipulagi í borginni. Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. Erna Agnes Sigurgeirsdóttir hefur starfað um árabil á leikskólum í Reykjavík og nú sem aðstoðarleikskólastjóri í Vinagerði í smáíbúðahverfinu. Hún stingur niður penna í tilefni tillagna um breytingar á leikskólum Reykjavíkurborgar með tilliti til skipulags og gjaldskrár. Reykjavíkurmódelið, sem kynnt var í gær og er á leið í samráðsferli, gengur meðal annars út á að letja foreldra frá því að vista börnin eftir klukkan 14 á föstudegi og sömuleiðis að nýta sér skráningardaga. Erna Agnes lýsir aðstæðum í leikskólanum sínum í fyrrahaust. „Ég kom í vinnuna á hverjum morgni. Að taka við veikindasímtölum vegna ofurálags var yfirleitt okkar fyrsta verk. Í kjölfarið fórum ég og aðrir stjórnendur í húsi að raða niður á deildir. Jú, við rétt náðum þremur á hverri deild fyrir hádegi en eftir hádegi misstum við þrjá úr húsi vegna vinnustyttingar. Hvernig gátum við reddað því? Heyrðu! Hlaupum hraðar, hraðar og enn þá hraðar. Alveg þangað til við hlaupum á endanum á vegginn og hækkum þar með veikindahlutfallið enn frekar,“ segir Erna Agnes og lýsir bugunarástandi. Fáliðun orðin venja „Þá daga sem fólkið mitt var örkumlað af þreytu og við sáum fram á að geta ekki haldið utan um öryggi barnanna þá voru send skilaboð á foreldrahópinn og þau beðin um að sækja börnin sín á hádegi. Fáliðun. Orð sem við í leikskólabransanum þekkjum vel. Fáliðun er orðin venja í leikskólakerfi Reykjavíkurborgar og á endanum urðum við í mínum leikskóla að fara í fasta fáliðun á föstudagseftirmiðdegi. Það var fyrst þá sem að faglega starfið fór að blómstra; börnunum leið betur og starfsfólki líka en einnig foreldrum þar sem þau voru komin með einhvern fasta í lífið. Í stað þess að vera beðin að sækja börnin eftir dúk og disk þá vissu þau að börnin gátu verið fulla daga alla daga nema á föstudögum því þá var allt starfsfólk sent í vinnustyttingu. Allt gekk betur og fyrir lang, langflesta virkaði þetta mjög vel.“ Hún segir Reykjavíkurleiðina ekki hafna yfir gagnrýni. „En ég verð að segja, bæði sem foreldri leikskólabarns og leikskólakennari að ég fagna þessum breytingum. Ég fagna því að við séum að taka skref í átt að því að styðja betur við nám barna og vellíðan. Ég fagna því að það sé verið að styðja við starfsfólk og leikskólastarf á þann hátt að við náum að vinna faglega dag hvern. Loksins er verið að stíga skref í átt að betri borg fyrir börn. Með því að reyna að hafa skráningar eftir kl 14 á föstudögum og fastar skráningar fyrir skráningardagana er verið að búa til stöðugleika fyrir foreldra og starfsfólk leikskóla.“ Stöðugleikinn felist í því að fáliðun muni minnka talsvert eða hreinlega heyra sögunni til ef allt gangi að óskum. „Í stað þess að taka við símtölum frá leikskólastjórum þar sem verið er að senda börnin heim þá eru allir dagar mannaðir og foreldrar geta verið vissari um að verið sé að huga að öllum þörfum barnanna þeirra. Staðreyndin er sú að við viljum það besta fyrir börnin okkar en í dag er leikskólakerfið svo lasið að við náum ekki að styðja við nám barnanna líkt og við ættum að gera.“ Reykjavíkurleiðin sé samfélagssáttmáli. „Við verðum öll að leggja okkur meira fram til að ná að halda utan um þetta mikilvæga mál. Bæði við sem vinnum í leikskóla og ætlum að taka að okkur að vinna 38 klukkustundir í stað 36 stunda en einnig við foreldrar sem getum tekið það að okkur að sækja börnin okkar kl. 14 á föstudögum.“ Ánægt starfsfólk en ekki foreldrar Fyrirhugaðar breytingar í Reykjavík eru ekki ósvipaðar þeim sem nágrannarnir í Kópavogi gerðu nýlega með svonefndu Kópavogsmódeli. Þar reynist stytting vinnuvikunnar sömuleiðis áskorun á leikskólum bæjarins. Munurinn á Kópavogsmódelinu og Reykjavíkurmódelinu er þó að í Reykjavík virðist gengið út frá því að allir taki út styttingu vinnuvikunnar á föstudögum á meðan í Kópavogi er sveigjanleiki til að taka út styttinguna þegar fólki hentar. Í Kópavogi greiðir fólk ekkert fyrir sex klukkustundir á dag en hærri fjárhæðir en þekkjast almennt fyrir auka klukkustundir til viðbótar. Starfsfólk í Kópavogi hefur almennt lýst yfir ánægju með breytingarnar þar í bæ. Þar hefur krökkum verið safnað saman á tvo leikskóla á skráningardögum í kringum jól, páska og vetrar- og haustleyfi grunnskólanna. Í Reykjavík verður rukkað sérstaklega fyrir þá daga og fólk sem nýtir engan þeirra fær niðurfellt námsgjald í maí. Módelið hefur hins vegar ekki mælst vel fyrir hjá foreldrum í Kópavogi ef marka má niðurstöðu könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem skilaði niðurstöðum í gær. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Leikskólar Reykjavík Kópavogur Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Erna Agnes Sigurgeirsdóttir hefur starfað um árabil á leikskólum í Reykjavík og nú sem aðstoðarleikskólastjóri í Vinagerði í smáíbúðahverfinu. Hún stingur niður penna í tilefni tillagna um breytingar á leikskólum Reykjavíkurborgar með tilliti til skipulags og gjaldskrár. Reykjavíkurmódelið, sem kynnt var í gær og er á leið í samráðsferli, gengur meðal annars út á að letja foreldra frá því að vista börnin eftir klukkan 14 á föstudegi og sömuleiðis að nýta sér skráningardaga. Erna Agnes lýsir aðstæðum í leikskólanum sínum í fyrrahaust. „Ég kom í vinnuna á hverjum morgni. Að taka við veikindasímtölum vegna ofurálags var yfirleitt okkar fyrsta verk. Í kjölfarið fórum ég og aðrir stjórnendur í húsi að raða niður á deildir. Jú, við rétt náðum þremur á hverri deild fyrir hádegi en eftir hádegi misstum við þrjá úr húsi vegna vinnustyttingar. Hvernig gátum við reddað því? Heyrðu! Hlaupum hraðar, hraðar og enn þá hraðar. Alveg þangað til við hlaupum á endanum á vegginn og hækkum þar með veikindahlutfallið enn frekar,“ segir Erna Agnes og lýsir bugunarástandi. Fáliðun orðin venja „Þá daga sem fólkið mitt var örkumlað af þreytu og við sáum fram á að geta ekki haldið utan um öryggi barnanna þá voru send skilaboð á foreldrahópinn og þau beðin um að sækja börnin sín á hádegi. Fáliðun. Orð sem við í leikskólabransanum þekkjum vel. Fáliðun er orðin venja í leikskólakerfi Reykjavíkurborgar og á endanum urðum við í mínum leikskóla að fara í fasta fáliðun á föstudagseftirmiðdegi. Það var fyrst þá sem að faglega starfið fór að blómstra; börnunum leið betur og starfsfólki líka en einnig foreldrum þar sem þau voru komin með einhvern fasta í lífið. Í stað þess að vera beðin að sækja börnin eftir dúk og disk þá vissu þau að börnin gátu verið fulla daga alla daga nema á föstudögum því þá var allt starfsfólk sent í vinnustyttingu. Allt gekk betur og fyrir lang, langflesta virkaði þetta mjög vel.“ Hún segir Reykjavíkurleiðina ekki hafna yfir gagnrýni. „En ég verð að segja, bæði sem foreldri leikskólabarns og leikskólakennari að ég fagna þessum breytingum. Ég fagna því að við séum að taka skref í átt að því að styðja betur við nám barna og vellíðan. Ég fagna því að það sé verið að styðja við starfsfólk og leikskólastarf á þann hátt að við náum að vinna faglega dag hvern. Loksins er verið að stíga skref í átt að betri borg fyrir börn. Með því að reyna að hafa skráningar eftir kl 14 á föstudögum og fastar skráningar fyrir skráningardagana er verið að búa til stöðugleika fyrir foreldra og starfsfólk leikskóla.“ Stöðugleikinn felist í því að fáliðun muni minnka talsvert eða hreinlega heyra sögunni til ef allt gangi að óskum. „Í stað þess að taka við símtölum frá leikskólastjórum þar sem verið er að senda börnin heim þá eru allir dagar mannaðir og foreldrar geta verið vissari um að verið sé að huga að öllum þörfum barnanna þeirra. Staðreyndin er sú að við viljum það besta fyrir börnin okkar en í dag er leikskólakerfið svo lasið að við náum ekki að styðja við nám barnanna líkt og við ættum að gera.“ Reykjavíkurleiðin sé samfélagssáttmáli. „Við verðum öll að leggja okkur meira fram til að ná að halda utan um þetta mikilvæga mál. Bæði við sem vinnum í leikskóla og ætlum að taka að okkur að vinna 38 klukkustundir í stað 36 stunda en einnig við foreldrar sem getum tekið það að okkur að sækja börnin okkar kl. 14 á föstudögum.“ Ánægt starfsfólk en ekki foreldrar Fyrirhugaðar breytingar í Reykjavík eru ekki ósvipaðar þeim sem nágrannarnir í Kópavogi gerðu nýlega með svonefndu Kópavogsmódeli. Þar reynist stytting vinnuvikunnar sömuleiðis áskorun á leikskólum bæjarins. Munurinn á Kópavogsmódelinu og Reykjavíkurmódelinu er þó að í Reykjavík virðist gengið út frá því að allir taki út styttingu vinnuvikunnar á föstudögum á meðan í Kópavogi er sveigjanleiki til að taka út styttinguna þegar fólki hentar. Í Kópavogi greiðir fólk ekkert fyrir sex klukkustundir á dag en hærri fjárhæðir en þekkjast almennt fyrir auka klukkustundir til viðbótar. Starfsfólk í Kópavogi hefur almennt lýst yfir ánægju með breytingarnar þar í bæ. Þar hefur krökkum verið safnað saman á tvo leikskóla á skráningardögum í kringum jól, páska og vetrar- og haustleyfi grunnskólanna. Í Reykjavík verður rukkað sérstaklega fyrir þá daga og fólk sem nýtir engan þeirra fær niðurfellt námsgjald í maí. Módelið hefur hins vegar ekki mælst vel fyrir hjá foreldrum í Kópavogi ef marka má niðurstöðu könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem skilaði niðurstöðum í gær. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum.
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira