Enski boltinn

Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kovacic og Sturridge hafa báðir skorað glæsimark í leikjum liðanna á Stamford Bridge.
Kovacic og Sturridge hafa báðir skorað glæsimark í leikjum liðanna á Stamford Bridge. Getty

Chelsea og Liverpool eigast við í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Leikurinn er klukkan 16:30 á morgun, laugardag. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp flottustu mörkin úr leikjum liðanna.

Ófá markanna fallegu hafa verið skoruð á Stamford Bridge. Didier Drogba skoraði ótrúlegt mark frá vítateigslínunni er hann sneri sér undan Jamie Carragher veturinn 2006-07 og svo hafa mörg bæst við allra síðustu ár.

Klippa: Tíu flottustu mörk Chelsea og Liverpool

Trent Alexander-Arnold og Jordan Henderson skoruðu sitthvort glæsimarkið fyrir Liverpool á Brúnni og þá eiga þeir N'Golo Kanté og Mateo Kovacic ekki síðri mörk á vellinum. Daniel Sturridge, sem lék fyrir bæði lið á sínum ferli, skoraði þá með einkar fallegu langskoti fyrir Liverpool.

Mörkin tíu má sjá í spilaranum að neðan og vonast er til að einhver taki sig til og slái þessum mörkum við er liðin eigast við á morgun.

Liverpool hefur tapað síðustu tveimur leikjum, fyrir Crystal Palace síðustu helgi og Galatasaray í Meistaradeildinni í vikunni. Chelsea einnig gefið eftir í deildinni undanfarið og verður áhugavert að sjá hvort liðanna stendur uppi sem sigurvegari.

Leikur Chelsea og Liverpool er klukkan 16:30 á morgun og verður í beinni á Sýn Sport. Hann er beint á eftir Doc Zone sem hefst klukkan 13:40 og öllum leikjum morgundagsins, í enska boltanum og Bestu deildinni - og víðar - fylgt eftir af Hjörvari Hafliðasyni og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×