Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 21:02 Antoine Semenyo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Fulham. getty/Robin Jones Bournemouth lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Fulham í fyrsta leik 7. umferðar í kvöld. Antoine Semenyo heldur áfram að gera það gott með Bournemouth. Bournemouth hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er búið að safna fjórtán stigum. Bournemouth er einu stigi á eftir toppliði Liverpool sem mætir Chelsea á morgun. Staðan var markalaus í hálfleik og allt fram á 70. mínútu þegar Ryan Sessegnon kom Fulham yfir eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Chukwueze inn fyrir vörn Bournemouth. Átta mínútum síðar jafnaði Semenyo eftir mikinn einleik. Á 84. mínútu kom Justin Kluivert svo Bournemouth yfir með skoti fyrir utan vítateig. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði Semenyo Bournemouth svo sigurinn þegar hann skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Ben Gannon Doak. Semenyo hefur farið mikinn í upphafi tímabils og er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sex mörk. Kamerúninn hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar. Fulham, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 11. sæti með átta stig. Enski boltinn
Bournemouth lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Fulham í fyrsta leik 7. umferðar í kvöld. Antoine Semenyo heldur áfram að gera það gott með Bournemouth. Bournemouth hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er búið að safna fjórtán stigum. Bournemouth er einu stigi á eftir toppliði Liverpool sem mætir Chelsea á morgun. Staðan var markalaus í hálfleik og allt fram á 70. mínútu þegar Ryan Sessegnon kom Fulham yfir eftir að hafa fengið sendingu frá Samuel Chukwueze inn fyrir vörn Bournemouth. Átta mínútum síðar jafnaði Semenyo eftir mikinn einleik. Á 84. mínútu kom Justin Kluivert svo Bournemouth yfir með skoti fyrir utan vítateig. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði Semenyo Bournemouth svo sigurinn þegar hann skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Ben Gannon Doak. Semenyo hefur farið mikinn í upphafi tímabils og er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sex mörk. Kamerúninn hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar. Fulham, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 11. sæti með átta stig.