Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Agnar Már Másson skrifar 4. október 2025 21:57 Erla Björk hefur þurft að glíma við veikindi síðustu misseri. Henni sárnar að rætnar kjaftasögur séu spunnar um hana af meintum fíknivanda eða framhjáhaldi. Samsett Mynd Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda. „Þau sem föndruðu þetta saman mega endilega taka það til sín að ég og mín fjölskylda erum algjörlega miður okkar að heyra svona lagað og eigum það ekki skilið,“ skrifar Erla á Facebook en hún hefur starfað sem héraðsprestur við Dalvíkurprestakall í rúmlega tvö ár. Hún rekur söguna af því að þegar hún hafi farið í veikindaleyfi í tvær vikur fyrir um tveimur árum hafi sögur farið af stað um að hún hefði farið inn á Vog vegna fíkniefnavanda. Raunin hafi verið sú að hún hafi verið orðin veik vegna mikillar myglu í prestbústaðnum og að æxli hefðu farið að vaxa á bæði raddbönd sem hafi valdið erfiðleikum við vinnu. Frá Dalvík.Getty „Ég er ekki þannig gerð að ég myndi fela það ef svo hefði verið heldur hefði ég stolt tekið ábyrgð á minni heilsu og mínu lífi.“ „Lá ekki á fólki að para okkur saman“ Hún heldur áfram og segir frá því að hún hafi birt mynd af því þegar nágranni sinn í hesthúsinu hafi gert henni þann greiða að koma hestum hennar á afrétt. Þá hafi sögur farið á kreik um að Erla hefði „tekið útreiðatúrinn á honum“ í Gangnamannaskálanum. Sú hafi ekki verið raunin. „Við hjónin höfum líka fengið og keypt vinnu af vini okkar hér í tengslum við garðinn okkar og hesthúsin, og þá lá ekki á fólki að para okkur saman líka,“ bætir presturinn við. Annaðhvort hljóti hún því að vera ofboðslega myndarleg eða „mikil ótækisdræsa“ í augum fólks. Kveðst hún hafa farið í veikindaleyfi um miðjan ágúst vegna álags bæði vegna ítrekaðra veikinda í lungum eftir mygluna, álags í starfi og SUNCT, krónísks sjúkdóms sem hún hafi þurft að glíma við frá 2011. Á sama tíma hafi Haukur Dór, eiginmaður hennar, farið á Kristnes í endurhæfingu meðan hún lá inni á spítala. Ekki að skilja, heldur í veikindaleyfi „Nú er sagan því sú að á meðan hann hafði verið í burtu hafi ég haldið framhjá og að við hefðum því ákveðið að skilja og séum í þeim sporum í dag, sem er ekki raunin,“ skrifar presturinn. „Enn og aftur verður til ósönn saga af því að ég var ekki á því að gefa upp hér inni hvers kyns veikindi mín væru en ég skal passa að setja það með á alla miðla mér tengda og heimsíðu kirkjunnar þegar ég veikist næst.“ Staðreyndin sé sú að hún sé í veikindaleyfi vegna mikilla veikinda og hjónin séu ekki að skilja. „Nú vil ég benda gerendum okkar á það og ykkur sem leyfið þessari sögu að blómstra að á bak við meinta ástmenn" mína eru eiginkonur, börn og fjölskyldur sem eiga þetta ekki skilið og ég minni á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og við eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru og þessu má alveg endilega deila manna á milli enda sannleikur á ferð,“ skrifar Erla. „Eftir síðustu kjaftasögur hafði ég þá skoðun að ég ætti alls ekki að setja inn svona status því það væri auðvita[ð] bara olía á eld sem enginn væri og jafnvel tilefni fyrir fólk að búa til nýjar um að ég væri orðin klikk eða hreinlega í kórsekri vörn. En einhvers staðar verður mín rödd að fá að heyrast og ég að hafa pláss til þess að verja mig og okkur sem fyrir þessu verðum. Ég vona með þessu að okkur verði nú stætt á því að búa hér áfram í friði því hér finnst okkur gott að búa og að ég geti þjónað hér áfram af þeirri gleði sem ég hef haft af minni vinnu hingað til.“ Einnig vill Erla koma því á framfæri hvað hún sé ofboðslega sorgmædd og sár að heyra svona lagað. Á svona stundum viti maður hverjir vinir manns eru. „Ég þakka þeim mikið fyrir það.“ Dalvíkurbyggð Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
„Þau sem föndruðu þetta saman mega endilega taka það til sín að ég og mín fjölskylda erum algjörlega miður okkar að heyra svona lagað og eigum það ekki skilið,“ skrifar Erla á Facebook en hún hefur starfað sem héraðsprestur við Dalvíkurprestakall í rúmlega tvö ár. Hún rekur söguna af því að þegar hún hafi farið í veikindaleyfi í tvær vikur fyrir um tveimur árum hafi sögur farið af stað um að hún hefði farið inn á Vog vegna fíkniefnavanda. Raunin hafi verið sú að hún hafi verið orðin veik vegna mikillar myglu í prestbústaðnum og að æxli hefðu farið að vaxa á bæði raddbönd sem hafi valdið erfiðleikum við vinnu. Frá Dalvík.Getty „Ég er ekki þannig gerð að ég myndi fela það ef svo hefði verið heldur hefði ég stolt tekið ábyrgð á minni heilsu og mínu lífi.“ „Lá ekki á fólki að para okkur saman“ Hún heldur áfram og segir frá því að hún hafi birt mynd af því þegar nágranni sinn í hesthúsinu hafi gert henni þann greiða að koma hestum hennar á afrétt. Þá hafi sögur farið á kreik um að Erla hefði „tekið útreiðatúrinn á honum“ í Gangnamannaskálanum. Sú hafi ekki verið raunin. „Við hjónin höfum líka fengið og keypt vinnu af vini okkar hér í tengslum við garðinn okkar og hesthúsin, og þá lá ekki á fólki að para okkur saman líka,“ bætir presturinn við. Annaðhvort hljóti hún því að vera ofboðslega myndarleg eða „mikil ótækisdræsa“ í augum fólks. Kveðst hún hafa farið í veikindaleyfi um miðjan ágúst vegna álags bæði vegna ítrekaðra veikinda í lungum eftir mygluna, álags í starfi og SUNCT, krónísks sjúkdóms sem hún hafi þurft að glíma við frá 2011. Á sama tíma hafi Haukur Dór, eiginmaður hennar, farið á Kristnes í endurhæfingu meðan hún lá inni á spítala. Ekki að skilja, heldur í veikindaleyfi „Nú er sagan því sú að á meðan hann hafði verið í burtu hafi ég haldið framhjá og að við hefðum því ákveðið að skilja og séum í þeim sporum í dag, sem er ekki raunin,“ skrifar presturinn. „Enn og aftur verður til ósönn saga af því að ég var ekki á því að gefa upp hér inni hvers kyns veikindi mín væru en ég skal passa að setja það með á alla miðla mér tengda og heimsíðu kirkjunnar þegar ég veikist næst.“ Staðreyndin sé sú að hún sé í veikindaleyfi vegna mikilla veikinda og hjónin séu ekki að skilja. „Nú vil ég benda gerendum okkar á það og ykkur sem leyfið þessari sögu að blómstra að á bak við meinta ástmenn" mína eru eiginkonur, börn og fjölskyldur sem eiga þetta ekki skilið og ég minni á að aðgát skal höfð í nærveru sálar og við eigum að bera virðingu hvert fyrir öðru og þessu má alveg endilega deila manna á milli enda sannleikur á ferð,“ skrifar Erla. „Eftir síðustu kjaftasögur hafði ég þá skoðun að ég ætti alls ekki að setja inn svona status því það væri auðvita[ð] bara olía á eld sem enginn væri og jafnvel tilefni fyrir fólk að búa til nýjar um að ég væri orðin klikk eða hreinlega í kórsekri vörn. En einhvers staðar verður mín rödd að fá að heyrast og ég að hafa pláss til þess að verja mig og okkur sem fyrir þessu verðum. Ég vona með þessu að okkur verði nú stætt á því að búa hér áfram í friði því hér finnst okkur gott að búa og að ég geti þjónað hér áfram af þeirri gleði sem ég hef haft af minni vinnu hingað til.“ Einnig vill Erla koma því á framfæri hvað hún sé ofboðslega sorgmædd og sár að heyra svona lagað. Á svona stundum viti maður hverjir vinir manns eru. „Ég þakka þeim mikið fyrir það.“
Dalvíkurbyggð Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira