Erlent

Gretu Thunberg og fé­lögum vísað úr landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Greta Thunberg er á heimleið.
Greta Thunberg er á heimleið. EPA/MOHAMED MESSARA 95525

Ísraelar hafa vísað Gretu Thunberg og 170 aðgerðarsinnum til viðbótar úr landi. Aðgerðarsinnarnir verða sendir til Grikklands og Slóvakíu. 

Í umfjöllun Reuters kemur fram að aðgerðarsinnarnir hafi allir átt það sameiginlegt að hafa ætlað að sigla með hjálpargögn til Gasa. Aðgerðarsinnarnir hafa lýst slæmri meðferð í varðhaldi í Ísrael, sem ísraelsk stjórnvöld hafa neitað með öllu. Þá greina sænskir miðlar frá því að Thunberg sé lent í Aþenu.

Þannig bárust fréttir af því í gær að Greta Thunberg hefði sætt sérstaklega illri meðferð í haldi. Hún var sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann, fái lítið að borða og drekka og þá er hún sögð hafa verið dregin á hárinu og lamin.

Ísraelska utanríkisráðuneytið birti yfirlýsingu þar sem meðal annars voru myndir af Thunberg á flugvellinum. Þar fullyrtu stjórnvöld að réttindi aðgerðarsinnanna hefðu verið virt og að eina ofbeldið sem hafi verið beitt hafi verið af aðgerðarsinna sem hafi bitið ísraelskan sjúkraliða í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×