Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:03 Wayne Rooney segir að þegar Mo Salah er ekki að skora eða búa til mörk fyrir Liverpool þá séu stórir gallar hans sýnilegri. EPA/ADAM VAUGHAN Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney skrifar vandræði Liverpool í vetur meðal annars á það að Mohamed Salah leggi ekki nógu mikið á sig fyrir liðið. Hann vill að Arne Slot færi hann til inn á vellinum. Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira