„Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. október 2025 10:02 Thelma Marín er keppandi í Ungfrú Ísland Teen. „Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Thelma Marín Ingadóttir Aldur: 16 ára Starf eða skóli? Ég er í FB og ég er að vinna hjá World class. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, forvitin og dreymin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að mér finnst allir drykkir vondir nema vatn Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín, vegna þess að hún er sterk, hefur kennt mér svo margt á lífið og stendur með mér í gegnum allt. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín og vinir. Trúin hefur einnig mótað mig mikið og gefið mér styrk. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag. Hverju ertu stoltust af? Í augnablikinu er ég stolt af sjálfri mér fyrir að hafa stigið út fyrir þægindarammann og skráð mig í Ungfrú Ísland Teen. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín, ég elska þau meira en allt. Hvernig tekstu á við stress og álag? Hlusta á góða tónlist og hugsa jákvæðar hugsanir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök. Þú ert fullkomin eins og þú ert. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég leiddi konu sem ég hélt að væri mamma mín, en hún reyndist vera ókunnug kona. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er mjög fljót að læra handrit og texta utan af. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Falleg útgeislun og góðmennska. En óheillandi? Óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Ég fríka út þegar fólk talar um stríð í kringum mig. Það er minn helsti ótti. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég hamingjusöm og búin að stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Sushi og kjötbollur. Hvaða lag tekur þú í karókí? If we were a movie með Hannah Montana. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Steindi jr og Auddi Blö. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Í eigin persónu. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá hvernig stelpurnar úr fyrri keppnum blómstruðu, og mig langaði að styrkja sjálfsmyndina mína á sama hátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra að elska sjálfa mig meira en áður, og ég hef lært að koma betur fram og styrkja sjálfstraustið mitt. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst að fólk á öldrunar-og hjúkrunarheimilum eigi að fá betri þjónustu.S íðan finnst mér hræðilegt hvað er orðið mikið og alvarlegt ofbeldi á Ísland. Þetta tvennt myndi ég vilja laga og gera betra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Góða nærveru og útgeislun, jákvæðni og góðmennsku. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Af því mig langar að hjálpa öðrum ungum stelpum að auka sjálfstraust sitt og læra að elska sjálfar sig eins og þær eru. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar og einstakar á okkar hátt. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mér finnst aðalvandamálið vera hvað fólk er lítið tengt náttúrunni og sjálfu sér. Mér finnst alltof margir háðir símum og tækjum. Og hvernig mætti leysa það? Ef fleiri myndu rækta sig andlega, vera meira úti í náttúrunni og jarðtengja sig daglega, myndi fólki líða betur og það myndi vilja eyða minni tíma við tæki. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Að kynna sér keppnina betur. Ég hef fengið meira sjálfstraust, meiri trú á sjálfri mér og kynnst æðislegum stelpum — allt á þessum stutta tíma sem ég hef verið að undirbúa mig fyrir keppnina. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14 Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Thelma Marín Ingadóttir Aldur: 16 ára Starf eða skóli? Ég er í FB og ég er að vinna hjá World class. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, forvitin og dreymin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að mér finnst allir drykkir vondir nema vatn Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín, vegna þess að hún er sterk, hefur kennt mér svo margt á lífið og stendur með mér í gegnum allt. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er fjölskyldan mín og vinir. Trúin hefur einnig mótað mig mikið og gefið mér styrk. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag. Hverju ertu stoltust af? Í augnablikinu er ég stolt af sjálfri mér fyrir að hafa stigið út fyrir þægindarammann og skráð mig í Ungfrú Ísland Teen. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín, ég elska þau meira en allt. Hvernig tekstu á við stress og álag? Hlusta á góða tónlist og hugsa jákvæðar hugsanir. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök. Þú ert fullkomin eins og þú ert. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég leiddi konu sem ég hélt að væri mamma mín, en hún reyndist vera ókunnug kona. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er mjög fljót að læra handrit og texta utan af. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Falleg útgeislun og góðmennska. En óheillandi? Óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Ég fríka út þegar fólk talar um stríð í kringum mig. Það er minn helsti ótti. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég hamingjusöm og búin að stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Sushi og kjötbollur. Hvaða lag tekur þú í karókí? If we were a movie með Hannah Montana. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Steindi jr og Auddi Blö. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Í eigin persónu. Ef þú fengir 10 milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi stofna mitt eigið fyrirtæki. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég sá hvernig stelpurnar úr fyrri keppnum blómstruðu, og mig langaði að styrkja sjálfsmyndina mína á sama hátt. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra að elska sjálfa mig meira en áður, og ég hef lært að koma betur fram og styrkja sjálfstraustið mitt. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Mér finnst að fólk á öldrunar-og hjúkrunarheimilum eigi að fá betri þjónustu.S íðan finnst mér hræðilegt hvað er orðið mikið og alvarlegt ofbeldi á Ísland. Þetta tvennt myndi ég vilja laga og gera betra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Góða nærveru og útgeislun, jákvæðni og góðmennsku. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Af því mig langar að hjálpa öðrum ungum stelpum að auka sjálfstraust sitt og læra að elska sjálfar sig eins og þær eru. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar og einstakar á okkar hátt. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Mér finnst aðalvandamálið vera hvað fólk er lítið tengt náttúrunni og sjálfu sér. Mér finnst alltof margir háðir símum og tækjum. Og hvernig mætti leysa það? Ef fleiri myndu rækta sig andlega, vera meira úti í náttúrunni og jarðtengja sig daglega, myndi fólki líða betur og það myndi vilja eyða minni tíma við tæki. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Að kynna sér keppnina betur. Ég hef fengið meira sjálfstraust, meiri trú á sjálfri mér og kynnst æðislegum stelpum — allt á þessum stutta tíma sem ég hef verið að undirbúa mig fyrir keppnina.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14 Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
„Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ „Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri. 7. október 2025 08:14
Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd „Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. 3. október 2025 18:01