Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. október 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 38 ára gömlum karlmanni: Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Ég uppgötvaði kynlífsdúkkur (Real Doll) þegar ég var unglingur. Fannst þær mjög áhugaverðar en átti þá ekki efni á þeim. Datt nýverið inn á síðu með dúkkum og dauðlangar í. Kannski er það skiljanlegt þar sem ég er einhleypur karlmaður. En mér líður eins og það sé eitthvað að mér. Mig á ekki að langa svona mikið í eitthvað svona er það? Þessi spurning snertir á einu af þeim málefnum sem er stöðugt að taka breytingum, tengsl kynlífs og tækni. Dr. Markie Twist fjallaði um tæknihneigð (e. digisexuality) á ráðstefnu sem ég sótti nýverið. Hún lýsir því hvernig tækni tengist æ meira kynverund fólks og að hægt sé að tala um tvær bylgjur þróunarinnar. Fyrri bylgjan snýst um hvernig tækni er notuð sem miðill milli fólks eins og stefnumótaforrit, klám, vefmyndavélar og fjarstýrð kynlífstæki. Önnur bylgjan tengist því þegar tæknin sjálf verður að maka eða kynferðislegri upplifun. Fólk á þá í samskiptum við eða stundar kynlíf með dúkkum, spjallmennum eða í sýndarveruleika. En hvernig tengist þetta dúkkum? Þegar þú lýsir lönguninni í dúkku, þá ertu í raun að snerta á því sem kallast tæknihneigð. Hún er ekki endilega merki um að eitthvað sé að, heldur endurspeglar hún hvernig kynferðisleg löngun breytist í takt við tæknina. Þú ert ekki einn um að finna til spennu í að prófa slíkt. Við lifum á tímum þar sem mörkin milli okkar og gervigreindarinnar verða sífellt óskýrari. Mikil aukning hefur orðið á framboði á margskonar spjallmennum og kynlífsdúkkum. Mörg nota gervigreind daglega og því er spjallmenni sem virkar eins og maki ekki svo fjarstæðukennd hugmynd. Flestir sem nota tækni í kynferðislegum tilgangi halda áfram að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd með fólki. Í einhverjum tilvikum fellur þessi áhugi sennilega undir blæti. Það er síðan ákveðinn hópur fólks sem fellur undir skilgreininguna tæknihneigð. En það eru þau sem líta á tæknina sem órjúfanlegan part af sinni kynhneigð og upplifa ekki endilega þörf fyrir maka, sem er manneskja. Fordómar beinast að þessum hópi og því finna mörg fyrir skömm, líkt og kemur fram í spurningunni. Auk þess hafa ýmsir hópar stigið fram og lýst áhyggjum af hlutgervingu kvenna samhliða aukinni notkun kynlífsdúkka. Aðrir hafa lýst áhyggjum af einmannaleika eða að einstaklingar munu þá hætta að sækja í rómantísk eða kynferðisleg sambönd. Fleiri rannsóknir þarf til að skoða nánar hvaða áhrif þessi þróun muni hafa. Sjá alla pistla Aldísar hér: Kynlífið með Aldísi Það er ekkert að því að hafa áhuga á dúkkum eða finna tæknilegar leiðir til að stunda kynlíf. Mikilvægast er að þú finnir það sem virkar fyrir þig, án þess þó að valda öðrum skaða. Kynlíf með annarri manneskju má til að mynda ekki endurspegla kynlíf með dúkku. Samtal, samþykki, virðing og það að vera vel vakandi fyrir breytingum á líðan maka/bólfélaga eru þar lykilþættir. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira