Erlent

Fá Nóbelinn fyrir rann­sóknir sínar á sviði skammta­fræði

Atli Ísleifsson skrifar
John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis eru nýir Nóbelsverðlaunahafar.
John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis eru nýir Nóbelsverðlaunahafar.

Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði.

Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nefndarinnar klukkan 9:30. Verðlaunin hljóta þeir fyrir „uppgötvun á skammtafræðilegu smugi í stórsæjum kerfum og skömmtun orkunnar í rafrásum“.

John Clarke er breskur og starfar við Berkeley-háskólann í Kaliforníu. Michel H. Devoret er franskur og starfar við Yale-háskólann í Connecticut. John M. Martinis er bandarískur og starfar við Kaliforníu-háskólann í Santa Barbara.

John J. Hopfield, eðlisfræðingur frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, og Geoffrey E. Hinton, bresk-kanadískur tölvunarfræðingur frá Toronto-háskóla í Kanada, hlutu verðlaunin sameiginlega á síðasta ári fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind.


Tengdar fréttir

Fá Nóbelinn fyrir ónæmis­rannsóknir sínar

Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×