Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2025 12:22 Slysið varð á Snæfellsnesvegi á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Vísir/Sara Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“ Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“
Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira