Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2025 12:22 Slysið varð á Snæfellsnesvegi á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Vísir/Sara Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“ Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“
Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira