„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira