„Það þarf að gera meira og hraðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 13:46 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segist hafa mikinn skilning á því að fjárhagsstaða fólks sé mismunandi og að það séu ákveðnir hópar sem finni margfalt meira fyrir háu vaxtastigi en aðrir. Húsnæðis- og efnahagspakki sem er í fatvatninu muni taka á veruleika þeirra hópa. Vísir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum. Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22