Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 17:21 Ólöf Ásta Farestveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. Tvær mæður lýstu algjöru úrræðaleysi frammi fyrir fíknivanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára syni þeirra sögðu þær hafa farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei náð árangri. Aðstæðurnar sem mæðurnar lýstu voru síst vænlegar til bata. Þær sögðu að allt hefði verið fljótandi í fíkniefnum inni á Stuðlum þar sem synir þeirra voru í meðferð vegna húsnæðisskorts. Sjá einnig: Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Inga Sæland félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins segir mál mæðra sem hyggjast fara með syni sína í meðferð við alvarlegum fíknivanda til Suður-Afríku vegna úrræðaleysis hér heima algjöran áfellisdóm yfir meðferðarkerfinu hér á landi. Orð hennar ganga í berhögg við öndverð ummæli Guðmundar Inga Kristinssonar samráðherra og flokksbróður hennar. Kerfið hafi algjörlega brugðist Inga Sæland félagsmálaráðherra og Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu ræddu málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Inga Sæland sagði fátt annað hægt að segja en að kerfið hafi algjörlega brugðist. Inga segir það hafa verið áfall fyrir sig að hlusta á viðtal mæðranna í morgun. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þau „væru bara á Playstation-tölvum þarna inni á Stuðlum að versla sér fíkniefni og skryppu svo bara niður í Egilshöll eða eitthvað að sækja þau.“ „Mér finnst þetta algjör áfellisdómur yfir kerfinu. Við berum alla ábyrgð á því hvernig kerfið hefur verið að þróast. Við berum algjörlega ábyrgð á því hvernig við höfum teiknað upp samfélagið þegar kemur að börnum. Leikskóli, yfir í grunnskóla og þaðan af ofar. Áfellisdómur, má svo sannarlega segja, þegar upp undir helmingur af drengjunum okkar er að útskrifast ólæsir eða með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu,“ segir Inga. Hún segir nauðsynlegt að koma upp langtímaúrræði sem virki. Það verði að gera hratt og örugglega. „Það verður gjörsamlega að taka til hendinni og átti að vera búið að því fyrir langalöngu síðan. Við erum að sjá vaxandi sjálfsvíg, vaxandi dauðsföll ungmenna. Við erum að sjá í rauninni þróun í samfélaginu sem maður hefði ekki getað látið sér óra fyrir fyrir tíu árum síðan. En við höfum sofið á verðinum og ekki bara tekist á við hlutina jafnóðum og þeir eru að gerast,“ segir hún. Efst á verkefnalistanum sé að opna Gunnarsholt, nýtt langtímaúrræði, sem opnar að óbreyttu í desember. Meðvituð um umferð fíkniefna í meðferðarúrræðum Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir heimildir starfsmanna meðferðarheimila til að koma í veg fyrir aðgengi barna að fíkniefnum takmarkaðar, sérstaklega þar sem dæmi séu um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í vistun. Barnasáttmálinn tryggi börnum rétt til útivistar og afþreyingar og erfitt hefur reynst að tryggja það að börn hafi ekki aðgang að fíkniefnum vegna skorts á húsnæði á landsbyggðinni. Hún segir meðferðarkerfi Barna- og fjölskyldustofu þannig að börn í vistun séu í skóla á morgnana og síðan í meðferðarhópavinnu eftir hádegi. Síðdegis og á kvöldin fari börnin svo í afþreyingu sem getur verið alls konar, útivist, líkamsrækt og bíó til dæmis. Sökum húsnæðiseklu segir Ólöf að erfiðlega hafi gengið að fá langtímaúrræði fyrir drengi á landsbyggðinni líkt og Bjargey í Eyjafirði sem þjónustar aðeins stúlkur. Aðspurð hvort að lýsingar mæðranna á Stuðlum, þar sem börnin væru í tölvuleikjum allan daginn og allt væri fljótandi í fíknefnum, kæmu heim og saman við raunveruleikann sagðist hún ekki geta tjáð sig um einstök mál. Þegar hún var frekar innt svars svaraði hún neitandi en að hún hefði þó vitneskju um að fíkniefni væru í umferð inni í úrræðinu á Stuðlum. „Við vitum að þegar þeir fara í útivist er oft verið að bera í þau alls konar efni inni á salerni á líkamsræktarstöðvum, salerni í bíói, aðstandendur hafa komið með fíkniefni til barna inn á Stuðla. Það er óskaplega erfitt að eiga við það,“ sagði Ólöf. Þarf ekki að reyna að stöðva þetta flæði? „Jú, auðvitað reynum við það. Við fáum fíkniefnahund annað slagið inn til okkar og það er leitað á börnum en við þrufum að hafa rökstuddan grun fyrir því að telja að það séu fíkniefni til staðar. Það eru ákveðnar lagareglur sem við þurfum að fara eftir til þess að mega. Heimildir okkar til að leita á börnum eru takmarkaðar,“ sagði hún. Réttindi barna þurfi að hafa í hávegum Ólöf segir það vel geta verið að rýmka þurfi þessar heimildir en segir að tryggja þurfi að ekki yrði gengið á réttindi barna í leiðinni. Börn eigi rétt á útivist og afþreyingu þó að þau séu í meðferð. „Við viljum ekki fara aftur eins og í gamla daga með Breiðvíkurmálin, þegar börn voru send lengst í burtu og lokuð af,“ sagði Ólöf. „Við erum með neyðarástand núna eins og öllum er ljóst. Við erum að reyna að koma Gunnarsholti á laggirnar sem er þá langtímameðferðarheimili fyrir drengi þar sem þeir geta verið í sex, átta mánuði, jafnvel lengur. Það er á lokametrunum en það er ekki komið og á meðan það er höfum við verið að notast við meðferðardeild Stuðla. Við finnum verulega fyrir því að hafa misst okkar langtímaúrræði út í rúmt ár og því miður lendir ákveðinn hópur barna inni á milli,“ sagði hún. Í dag eru um 60 börn í meðferð í svokölluðu MST-úrræði, opnu úrræði sem miðar að því að mæta vanda barna í nærumhverfi þeirra. Sex stúlkur eru á Bjargeyju, framhaldsmeðferðarúrræði í Eyjafirði, fjögur pláss eru í langtímameðferð inni á Stuðlum og þar af eru tvö laus. Sex börn eru í greiningu og meðferð inni í Blönduhlíð hverju sinni og svo eru barnahúsin þar sem tugir barna eru í meðferð. Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Tvær mæður lýstu algjöru úrræðaleysi frammi fyrir fíknivanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára syni þeirra sögðu þær hafa farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei náð árangri. Aðstæðurnar sem mæðurnar lýstu voru síst vænlegar til bata. Þær sögðu að allt hefði verið fljótandi í fíkniefnum inni á Stuðlum þar sem synir þeirra voru í meðferð vegna húsnæðisskorts. Sjá einnig: Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Inga Sæland félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins segir mál mæðra sem hyggjast fara með syni sína í meðferð við alvarlegum fíknivanda til Suður-Afríku vegna úrræðaleysis hér heima algjöran áfellisdóm yfir meðferðarkerfinu hér á landi. Orð hennar ganga í berhögg við öndverð ummæli Guðmundar Inga Kristinssonar samráðherra og flokksbróður hennar. Kerfið hafi algjörlega brugðist Inga Sæland félagsmálaráðherra og Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu ræddu málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Inga Sæland sagði fátt annað hægt að segja en að kerfið hafi algjörlega brugðist. Inga segir það hafa verið áfall fyrir sig að hlusta á viðtal mæðranna í morgun. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þau „væru bara á Playstation-tölvum þarna inni á Stuðlum að versla sér fíkniefni og skryppu svo bara niður í Egilshöll eða eitthvað að sækja þau.“ „Mér finnst þetta algjör áfellisdómur yfir kerfinu. Við berum alla ábyrgð á því hvernig kerfið hefur verið að þróast. Við berum algjörlega ábyrgð á því hvernig við höfum teiknað upp samfélagið þegar kemur að börnum. Leikskóli, yfir í grunnskóla og þaðan af ofar. Áfellisdómur, má svo sannarlega segja, þegar upp undir helmingur af drengjunum okkar er að útskrifast ólæsir eða með lélegan lesskilning eftir tíu ára grunnskólagöngu,“ segir Inga. Hún segir nauðsynlegt að koma upp langtímaúrræði sem virki. Það verði að gera hratt og örugglega. „Það verður gjörsamlega að taka til hendinni og átti að vera búið að því fyrir langalöngu síðan. Við erum að sjá vaxandi sjálfsvíg, vaxandi dauðsföll ungmenna. Við erum að sjá í rauninni þróun í samfélaginu sem maður hefði ekki getað látið sér óra fyrir fyrir tíu árum síðan. En við höfum sofið á verðinum og ekki bara tekist á við hlutina jafnóðum og þeir eru að gerast,“ segir hún. Efst á verkefnalistanum sé að opna Gunnarsholt, nýtt langtímaúrræði, sem opnar að óbreyttu í desember. Meðvituð um umferð fíkniefna í meðferðarúrræðum Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir heimildir starfsmanna meðferðarheimila til að koma í veg fyrir aðgengi barna að fíkniefnum takmarkaðar, sérstaklega þar sem dæmi séu um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í vistun. Barnasáttmálinn tryggi börnum rétt til útivistar og afþreyingar og erfitt hefur reynst að tryggja það að börn hafi ekki aðgang að fíkniefnum vegna skorts á húsnæði á landsbyggðinni. Hún segir meðferðarkerfi Barna- og fjölskyldustofu þannig að börn í vistun séu í skóla á morgnana og síðan í meðferðarhópavinnu eftir hádegi. Síðdegis og á kvöldin fari börnin svo í afþreyingu sem getur verið alls konar, útivist, líkamsrækt og bíó til dæmis. Sökum húsnæðiseklu segir Ólöf að erfiðlega hafi gengið að fá langtímaúrræði fyrir drengi á landsbyggðinni líkt og Bjargey í Eyjafirði sem þjónustar aðeins stúlkur. Aðspurð hvort að lýsingar mæðranna á Stuðlum, þar sem börnin væru í tölvuleikjum allan daginn og allt væri fljótandi í fíknefnum, kæmu heim og saman við raunveruleikann sagðist hún ekki geta tjáð sig um einstök mál. Þegar hún var frekar innt svars svaraði hún neitandi en að hún hefði þó vitneskju um að fíkniefni væru í umferð inni í úrræðinu á Stuðlum. „Við vitum að þegar þeir fara í útivist er oft verið að bera í þau alls konar efni inni á salerni á líkamsræktarstöðvum, salerni í bíói, aðstandendur hafa komið með fíkniefni til barna inn á Stuðla. Það er óskaplega erfitt að eiga við það,“ sagði Ólöf. Þarf ekki að reyna að stöðva þetta flæði? „Jú, auðvitað reynum við það. Við fáum fíkniefnahund annað slagið inn til okkar og það er leitað á börnum en við þrufum að hafa rökstuddan grun fyrir því að telja að það séu fíkniefni til staðar. Það eru ákveðnar lagareglur sem við þurfum að fara eftir til þess að mega. Heimildir okkar til að leita á börnum eru takmarkaðar,“ sagði hún. Réttindi barna þurfi að hafa í hávegum Ólöf segir það vel geta verið að rýmka þurfi þessar heimildir en segir að tryggja þurfi að ekki yrði gengið á réttindi barna í leiðinni. Börn eigi rétt á útivist og afþreyingu þó að þau séu í meðferð. „Við viljum ekki fara aftur eins og í gamla daga með Breiðvíkurmálin, þegar börn voru send lengst í burtu og lokuð af,“ sagði Ólöf. „Við erum með neyðarástand núna eins og öllum er ljóst. Við erum að reyna að koma Gunnarsholti á laggirnar sem er þá langtímameðferðarheimili fyrir drengi þar sem þeir geta verið í sex, átta mánuði, jafnvel lengur. Það er á lokametrunum en það er ekki komið og á meðan það er höfum við verið að notast við meðferðardeild Stuðla. Við finnum verulega fyrir því að hafa misst okkar langtímaúrræði út í rúmt ár og því miður lendir ákveðinn hópur barna inni á milli,“ sagði hún. Í dag eru um 60 börn í meðferð í svokölluðu MST-úrræði, opnu úrræði sem miðar að því að mæta vanda barna í nærumhverfi þeirra. Sex stúlkur eru á Bjargeyju, framhaldsmeðferðarúrræði í Eyjafirði, fjögur pláss eru í langtímameðferð inni á Stuðlum og þar af eru tvö laus. Sex börn eru í greiningu og meðferð inni í Blönduhlíð hverju sinni og svo eru barnahúsin þar sem tugir barna eru í meðferð.
Fíkn Málefni Stuðla Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira