Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 20:13 Karl Gauti, Diljá Mist, og Stefán Vagn ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm/Anton Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira