Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 15:16 Jonathan Gannon var allt annað en sáttur enda fór svo að Arizona Cardinals missti frá sér sigurinn á móti Tennessee Titans. Getty/Norm Hall Þjálfari Arizona Cardinals missti sig algjörlega á hliðarlínunni um helgina eftir eitt mesta klúður ársins. Hann baðst afsökunar en var samt sektaður af félagi sínu. Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025 NFL Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Forráðamenn Arizona Cardinals hafa ákveðið að sekta þjálfara sinn Jonathan Gannon um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða meira en tólf milljónir í íslenskum krónum. ESPN segir frá. Ástæðan er framkoma hans gegn einum leikmanni sínum í tapleik á móti Tennessee Titans á sunnudaginn. Hlauparinn Emari Demercado var aleinn og um það bil að hlaupa yfir endalínuna til að skora snertimark þegar hann sleppti boltanum í einhverjum töffaraskap. Dómararnir komust að því að hann hafði misst boltann áður en hann komst í markið. Cardinals hefði innsiglað sigurinn með þessu snertimarki en þess í stað missti liðið sjö stig og boltann. Tennessee Titans nýtti sér þetta, sneri við leiknum og tryggði sér endurkomusigur. Áður en að þeirri endurkomu kom þá trompaðist Jonathan Gannon þjálfari Cardinals á hliðarlínunni. Jonathan Gannon said yesterday Emari Demercado would not be punished for dropping the ball before reaching the end zone.Today, Gannon himself faces punishment for his outburst on the sideline.Here's what he said yesterday about his apology to Demercado and the team. https://t.co/mVZNdrvNsC pic.twitter.com/GIVJ8Kg0GI— Jake García (@Jake_M_Garcia) October 7, 2025 Hann strunsaði til Demercado sem var algjörlega miður sín. Það breytti ekki því að Gannon fór alveg upp að honum og las honum pistilinn. Hann hélt áfram reiðilestrinum þegar hann byrjaði að ganga frá Demercado og virtist lemja í hægri handlegg hlauparans. Á mánudaginn sagði Gannon að hann hefði beðið Demercado og leikmenn Cardinals afsökunar á liðsfundi þann daginn. „Ég sagði þeim bara að ég hefði látið augnablikið ná tökum á mér þarna,“ sagði Gannon. Gannon verður fyrsti aðalþjálfari NFL sem er sektaður fyrir deilur við leikmann síðan deildin sektaði þáverandi þjálfara Tampa Bay Buccaneers, Bruce Arians, um fimmtíu þúsund dollara fyrir að slá með hendinni í hjálm öryggisvarðarins Andrew Adams í umspilsleik í janúar 2022 gegn Philadelphia Eagles. Mistök Demercado reyndust dýrkeypt í 22-21 tapi Arizona. Hefði hann skorað hefði snertimarkið og aukastigið komið Arizona í 28-6 forystu þegar um 12:40 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Lið með 22 stiga forystu í fjórða leikhluta hafa unnið 1.276 leiki og tapað 1 á síðustu 25 tímabilum, samkvæmt rannsóknum ESPN. Arizona Cardinals coach Jonathan Gannon gotta be fire immediately You can't put hands on players like this. Because if a player did this he'd be out of the league immediately pic.twitter.com/HCYzmiUXZK— 112 Fighting Sports (@112FIGHTNSPORTS) October 6, 2025
NFL Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira