Viðskipti innlent

Ballið bráðum búið á Brewdog

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Brewdog hefur verið til húsa á Hverfisgötu í nokkur ár.
Brewdog hefur verið til húsa á Hverfisgötu í nokkur ár. Vísir/Birgir

Brewdog Reykjavík verður lokað þann 25. október. Staðurinn hefur selt skoskan bjór á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur síðastliðin sjö ár.

Í tilkynningu á samfélagsmiðlum segir að eftir sjö frábær ár af góðum mat, frábærum drykkjum og ógleymanlegum minningum sé kominn tími á að hengja upp svunturnar og hætta. Eigendur staðarins ætla sér hinsvegar að ljúka sögu staðarins með látum.

„Til að fagna öllu því sem við höfum deilt með ykkur í gegnum árin ætlum við að skrúfa klukkuna til baka – í orðsins fyllstu merkingu! Við lækkum bjórverðið og miðum við það sem var fyrir sjö árum þegar við opnuðum fyrst. Tæmum ísskapana, klárum úr kútunum og gerum síðustu vikurnar ógleymanlegar!“

Hvetja eigendur alla til að grípa í vini og mæta til að skála fyrir frábærum árum og jafnvel of mörgum bjórum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×