„Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2025 14:31 Þetta er í annað sinn sem hjónin berjast saman við krabbamein. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir eiginkonu sína hafa reynst algjör klettur í óvæntri og erfiðri baráttu við krabbamein. Eftir erfið veikindi er hann snúinn aftur til starfa, syndir með Húnunum og spilar á fiðlu. Magnús Hlynur tók hús á Kjartani Má sem greindist nýlega með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hélt honum frá vinnu um tíma. Eiginkona hans greindist með eitilfrumukrabbamein á sínum tíma en þau hjónin hafa verið saman í 48 ár. Þau byrjuðu heimsóknina í Reykjanesbæ í sundlauginni í Keflavík en þá laug hefur Kjartan Már bæjarstjóri stundað eldsnemma á morgnana til fjölda ára. Hópur fólks, sem kallar sig Húnana, mætir þar alltaf saman og byrjar daginn þannig. „Ég kem hingað klukkan hálf átta á morgnana og syndi hérna fimm hundruð metra og er búinn að gera eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni í 25 ár. Ég hitti hérna þetta elskulega fólk á hverjum morgni og fæ hérna upplýsingar og fréttir af kappleikjum og öllu slíku og við tölum lítið og sjaldan um pólitík. Það er bara fínt að fá frí frá því,“ segir Kjartan í pottinum í lauginni. Páll Ketilsson er partur af hópnum sem hittist alla morgna í pottinum. Næsti viðkomustaður var á Ásbrú þar sem Reykjanesbær er tímabundið með skrifstofur sínar en bæjarstjórinn er nú að mæta á fund bæjarráðs umvafinn fullt af flottum konum sem sitja í ráðinu. Kjartan hefur verið í veikindaleyfi síðustu mánuði en mætti aftur til starfa 1. september. Það er ótrúlega mikil uppbygging í Reykjanesbæ, byggt og byggt enda stöðug íbúafjölgun. Í dag eru um 35 prósent íbúa af erlendu bergi brotin. Menningin blómstrar líka í sveitarfélaginu en þar er Hljómahöllin miðpunkturinn með sína fjölbreyttu starfsemi í húsinu. Kjartan bauð Magnúsi heim til sín en hann og Jónína kona hans búa í glæsilegri íbúð í blokk á sjöundu hæð í Keflavík þar sem útsýnið yfir hafið er stórkostlegt og öll íbúðin er svo snyrtileg og fín. Kjartan greindist með illkynja blöðruhálskirtilskrabbamein sumarið 2024, á afmælisdegi móður sinnar þann 12. júlí. Blessuð sé minning hennar en Kjartan Már er 64 ára í dag. Mikið áfall „Þetta var náttúrlega áfall eins og ég held að þetta hljóti að vera hjá öllum. En ég ákvað strax að leggja málin í hendurnar á þeim sérfræðingum og læknum sem ég hef verið hjá og þetta hefur gengið mjög vel. Ég verð á lyfjum alla ævi en ég þakka vinum, fjölskyldu og vinnufélögum fyrir jákvætt hugarfar. Það skiptir miklu máli,“ segir Kjartan sem hefur einnig verið duglegur að sækja ráðgjöf hjá Ljósinu við Langholtsveg. Hann segir að þar hafi hann fengið frábæra aðstoð. Hann segir að eiginkonan hafi verið eins klettur við hlið hans í gegnum baráttuna. Jónína Guðjónsdóttir, eiginkona Kjartans Más, greindist líka með krabbamein en það var 2002 þannig að þau vita bæði manna best hvernig er að greinast og ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Ég þurfti að fara í lyfjameðferð og allt það sem því fylgir þannig að við erum með reynslu í þessu og höfum fengið ákveðinn pakka í fangið. Það var erfitt að upplifa þetta aftur og það er öðruvísi að vera þarna megin við borðið,“ segir Jónína. Hér að ofan má horfa á innslagið í heild sinni. Ísland í dag Krabbamein Reykjanesbær Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Magnús Hlynur tók hús á Kjartani Má sem greindist nýlega með blöðruhálskirtilskrabbamein sem hélt honum frá vinnu um tíma. Eiginkona hans greindist með eitilfrumukrabbamein á sínum tíma en þau hjónin hafa verið saman í 48 ár. Þau byrjuðu heimsóknina í Reykjanesbæ í sundlauginni í Keflavík en þá laug hefur Kjartan Már bæjarstjóri stundað eldsnemma á morgnana til fjölda ára. Hópur fólks, sem kallar sig Húnana, mætir þar alltaf saman og byrjar daginn þannig. „Ég kem hingað klukkan hálf átta á morgnana og syndi hérna fimm hundruð metra og er búinn að gera eins og leigubílstjórinn í Spaugstofunni í 25 ár. Ég hitti hérna þetta elskulega fólk á hverjum morgni og fæ hérna upplýsingar og fréttir af kappleikjum og öllu slíku og við tölum lítið og sjaldan um pólitík. Það er bara fínt að fá frí frá því,“ segir Kjartan í pottinum í lauginni. Páll Ketilsson er partur af hópnum sem hittist alla morgna í pottinum. Næsti viðkomustaður var á Ásbrú þar sem Reykjanesbær er tímabundið með skrifstofur sínar en bæjarstjórinn er nú að mæta á fund bæjarráðs umvafinn fullt af flottum konum sem sitja í ráðinu. Kjartan hefur verið í veikindaleyfi síðustu mánuði en mætti aftur til starfa 1. september. Það er ótrúlega mikil uppbygging í Reykjanesbæ, byggt og byggt enda stöðug íbúafjölgun. Í dag eru um 35 prósent íbúa af erlendu bergi brotin. Menningin blómstrar líka í sveitarfélaginu en þar er Hljómahöllin miðpunkturinn með sína fjölbreyttu starfsemi í húsinu. Kjartan bauð Magnúsi heim til sín en hann og Jónína kona hans búa í glæsilegri íbúð í blokk á sjöundu hæð í Keflavík þar sem útsýnið yfir hafið er stórkostlegt og öll íbúðin er svo snyrtileg og fín. Kjartan greindist með illkynja blöðruhálskirtilskrabbamein sumarið 2024, á afmælisdegi móður sinnar þann 12. júlí. Blessuð sé minning hennar en Kjartan Már er 64 ára í dag. Mikið áfall „Þetta var náttúrlega áfall eins og ég held að þetta hljóti að vera hjá öllum. En ég ákvað strax að leggja málin í hendurnar á þeim sérfræðingum og læknum sem ég hef verið hjá og þetta hefur gengið mjög vel. Ég verð á lyfjum alla ævi en ég þakka vinum, fjölskyldu og vinnufélögum fyrir jákvætt hugarfar. Það skiptir miklu máli,“ segir Kjartan sem hefur einnig verið duglegur að sækja ráðgjöf hjá Ljósinu við Langholtsveg. Hann segir að þar hafi hann fengið frábæra aðstoð. Hann segir að eiginkonan hafi verið eins klettur við hlið hans í gegnum baráttuna. Jónína Guðjónsdóttir, eiginkona Kjartans Más, greindist líka með krabbamein en það var 2002 þannig að þau vita bæði manna best hvernig er að greinast og ganga í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Ég þurfti að fara í lyfjameðferð og allt það sem því fylgir þannig að við erum með reynslu í þessu og höfum fengið ákveðinn pakka í fangið. Það var erfitt að upplifa þetta aftur og það er öðruvísi að vera þarna megin við borðið,“ segir Jónína. Hér að ofan má horfa á innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Krabbamein Reykjanesbær Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira