Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2025 06:56 Trump ásælist verðlaunin mjög og segir það myndu verða hneyksli ef hann fær þau ekki og móðgun við Bandaríkin. Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom. Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom.
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira