Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar 12. október 2025 09:02 Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri. Gigtarsjúkdómar hrjá um fimmtung landsmanna og geta haft víðtæk áhrif á daglegt líf, vinnugetu og lífsgæði. Snemmgreining og skilvirk meðferð geta skipt sköpum til að draga úr einkennum, hægja á framvindu sjúkdómsins og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. Alþjóðlegi gigtardagurinn er haldinn hátíðlegur 12. október ár hvert og er kjörið tækifæri til að vekja athygli á mikilvægi þjónustu við gigtarsjúklinga. Greining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá sérfræðingum í gigtarlækningum, bæði á Landspítala og á stofum sjálfstætt starfandi. Sem liður í að stytta biðtíma á göngudeild gigtar á Landspítala hefur undanfarið verið boðið upp á liðskimun, sem felur í sér stutta komu þar sem einblínt er á skoðun á liðum með og án ómtækis í leit að liðbólgum. Með þessu móti er reynt að nýta betur þá forvinnu sem heimilislæknar framkvæma í von um hraðari greiningu og meðferð. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar eru meðal annarra heilbrigðisstétta sem auk lækna vinna saman að því að styðja við einstaklinginn með markvissri meðferð og fræðslu. Einnig er vert að nefna Gigtarfélag Íslands, sem allt frá árinu 1976 hefur staðið vörð um hagsmuni gigtarsjúklinga en félagið sinnir öflugu fræðslu- og stuðningsstarfi, heldur námskeið, opna fræðslufundi og býður upp á jafningjastuðning í gegnum sjúklingahópa. Fjöldi og hæfni fagfólks skiptir sköpum fyrir gæði þjónustunnar og aðgengi að henni. Stöðugt er unnið að slíkri uppbyggingu. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins 12. október skulum við standa saman um að auka vitund, bæta þjónustu og styðja þau sem þjást af gigt. Höfundur er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum á Landspítala.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar