Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2025 06:47 Anna Guðný Hermannsdóttir leiðir verkefnið Hjálp48 hjá Sorgarmiðstöð. Vísir/Anton Brink Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hófst árið 2021 en opnað var formlega fyrir þjónustuna í haust. Fyrst verður aðeins boðið upp á þjónustuna á Akureyri og nágrenni en Sorgarmiðstöð stefnir á að innleiða verkefnið í aðra landshluta fáist fjármagn til þess. Eins og stendur er til fjármagn til að reka úrræðið á Akureyri í tvö ár. „Það var bara svo sterkt ákall,“ segir Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp48, um uppruna verkefnisins. Það hafi frá upphafi margir leitað til Sorgarmiðstöðvar vegna skyndilegs og ótímabærs missis og þau hafi flest haft sömu sögu að segja varðandi viðbragð eftir ótímabært andlát þeirra aðstandenda. „Fólk hefur ítrekað lýst því að enginn hafi komið og ekkert skipulagt viðbragð hafi verið. Það hafi sárlega vantað eitthvað til að grípa þau og hjálpa þeim,“ segir Anna Guðný. Verkefnið hefur þegar hafið göngu sína á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Sorgarmiðstöð hafi þess vegna hafið undirbúning að verkefninu. Verklagið byggir á verklagi sem þegar er notað innanlands í stuðningi við aðstandendur langveikra einstaklinga en að auki var byggt á gagnreyndum aðferðum frá Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Anna Guðný segir stærð samfélagsins á Akureyri hafa spilað stórt hlutverk þegar valið var hvar ætti að hefja þjónustuna. Boðleiðir eru stuttar og það er auðvelt að ná samtali og samvinnu við alla helstu viðbragðsaðila svo sem lögreglu, sjúkraflutningamenn, heilsugæslu, presta, Rauða krossinn, félagsþjónustu, skólasamfélagið og aðra fagaðila. Lögreglan býður fólki upp á þjónustu teymisins Teymið hefur þegar hafið störf á Akureyri og hefur farið sinnt þjónustu við aðstandendur. „Það hefur sýnt sig að fólk þiggur þjónustuna þegar hún er í boði, og að þau eru ótrúlega þakklát fyrir. Við finnum að við erum að veita stuðning sem vantar. Sorgarmiðstöð er búin að finna þetta öll þessi ár, sérstaklega frá þeim sem missa skyndilega og upplifa að hafa ekki fengið viðeigandi stuðning og þjónustu.“ Anna Guðný segir fólk ítrekað hafa lýst því í sorgarhópum og öðrum úrræðum miðstöðvarinnar að ekkert hafi gripið þau við andlát. Vísir/Anton Brink Anna Guðný segir fyrsta boð um þjónustuna yfirleitt koma frá rannsóknarlögreglunni. „Rannsóknarlögreglan er alltaf kölluð á vettvang í þessum tilfellum og þau bjóða svo aðstandendum upp á þjónustuna okkar. Ef þau þiggja hana hringjum við svo í þau og bjóðum upp á aðstoð,“ segir Anna Guðný en nafnið á þjónustunni vísar til þess að haft verði samband innan 48 klukkustunda hafi syrgjandi þegið boð um aðstoð. Anna Guðný segir þau þó alltaf reyna að hafa samband miklu fyrr en það. „Þannig að þetta er frumkvæðisboð, fólk þarf ekki að leita að þjónustunni heldur er boðið upp á hana.“ Í hverju teymi eru tvær manneskjur sem fara heim til aðstandenda og bjóða upp á sálræna fyrstu hjálp, aðstoð við praktísk mál og veita upplýsingar um næstu skref, réttindi og úrræði og fræðslu um sorgarviðbrögð og bjargráð í sorg. Heimsækja fólk og fylgja þeim eftir Gert er ráð fyrir þremur heimsóknum og eftirfylgd eftir þrjá og sex mánuði. „Þá hringjum við, tökum stöðuna og leiðbeinum fólki í annan stuðning, eins og til dæmis í stuðningshópaúrræði Sorgarmiðstöðvar en ekki er ráðlagt að byrja í því fyrr en í fyrsta lagi fjórum til sex mánuðum frá andláti,“ segir hún og að teymið reyni að vísa fólki í þau úrræði sem henta hverju sinni. Það geti verið hjá samtökum eins og Píeta eða öðrum fagaðilum. „Það eru færri að koma í heimsókn á þessum tíma en fólk getur enn þurft á alls konar aðstoð að halda.“ Anna Guðný segir teymið einnig horfa til nærumhverfis þess látna, maka þess eða barna og til dæmis bjóða upp á stuðning og fræðslu inni á vinnustaði, skóla, tómstundir eða aðra staði sem tengjast hinum látna. „Við erum að taka stöðuna þar og bjóða upp á stuðning, ráðgjöf og fyrirlestra þar líka. Sorgarúrvinnsla með stuðningi eins og Sorgarmiðstöð er að veita er talin geta fækkað komum á heilsugæslu, dregið úr geðheilbrigðisvandamálum og flýtt félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þetta eru lágþröskuldaúrræði sem sannarlega eru lýðheilsumál,“ segir Anna Guðný að lokum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Undirbúningsvinna og mótun verkefnis hófst árið 2021 en opnað var formlega fyrir þjónustuna í haust. Fyrst verður aðeins boðið upp á þjónustuna á Akureyri og nágrenni en Sorgarmiðstöð stefnir á að innleiða verkefnið í aðra landshluta fáist fjármagn til þess. Eins og stendur er til fjármagn til að reka úrræðið á Akureyri í tvö ár. „Það var bara svo sterkt ákall,“ segir Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp48, um uppruna verkefnisins. Það hafi frá upphafi margir leitað til Sorgarmiðstöðvar vegna skyndilegs og ótímabærs missis og þau hafi flest haft sömu sögu að segja varðandi viðbragð eftir ótímabært andlát þeirra aðstandenda. „Fólk hefur ítrekað lýst því að enginn hafi komið og ekkert skipulagt viðbragð hafi verið. Það hafi sárlega vantað eitthvað til að grípa þau og hjálpa þeim,“ segir Anna Guðný. Verkefnið hefur þegar hafið göngu sína á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Sorgarmiðstöð hafi þess vegna hafið undirbúning að verkefninu. Verklagið byggir á verklagi sem þegar er notað innanlands í stuðningi við aðstandendur langveikra einstaklinga en að auki var byggt á gagnreyndum aðferðum frá Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum. Anna Guðný segir stærð samfélagsins á Akureyri hafa spilað stórt hlutverk þegar valið var hvar ætti að hefja þjónustuna. Boðleiðir eru stuttar og það er auðvelt að ná samtali og samvinnu við alla helstu viðbragðsaðila svo sem lögreglu, sjúkraflutningamenn, heilsugæslu, presta, Rauða krossinn, félagsþjónustu, skólasamfélagið og aðra fagaðila. Lögreglan býður fólki upp á þjónustu teymisins Teymið hefur þegar hafið störf á Akureyri og hefur farið sinnt þjónustu við aðstandendur. „Það hefur sýnt sig að fólk þiggur þjónustuna þegar hún er í boði, og að þau eru ótrúlega þakklát fyrir. Við finnum að við erum að veita stuðning sem vantar. Sorgarmiðstöð er búin að finna þetta öll þessi ár, sérstaklega frá þeim sem missa skyndilega og upplifa að hafa ekki fengið viðeigandi stuðning og þjónustu.“ Anna Guðný segir fólk ítrekað hafa lýst því í sorgarhópum og öðrum úrræðum miðstöðvarinnar að ekkert hafi gripið þau við andlát. Vísir/Anton Brink Anna Guðný segir fyrsta boð um þjónustuna yfirleitt koma frá rannsóknarlögreglunni. „Rannsóknarlögreglan er alltaf kölluð á vettvang í þessum tilfellum og þau bjóða svo aðstandendum upp á þjónustuna okkar. Ef þau þiggja hana hringjum við svo í þau og bjóðum upp á aðstoð,“ segir Anna Guðný en nafnið á þjónustunni vísar til þess að haft verði samband innan 48 klukkustunda hafi syrgjandi þegið boð um aðstoð. Anna Guðný segir þau þó alltaf reyna að hafa samband miklu fyrr en það. „Þannig að þetta er frumkvæðisboð, fólk þarf ekki að leita að þjónustunni heldur er boðið upp á hana.“ Í hverju teymi eru tvær manneskjur sem fara heim til aðstandenda og bjóða upp á sálræna fyrstu hjálp, aðstoð við praktísk mál og veita upplýsingar um næstu skref, réttindi og úrræði og fræðslu um sorgarviðbrögð og bjargráð í sorg. Heimsækja fólk og fylgja þeim eftir Gert er ráð fyrir þremur heimsóknum og eftirfylgd eftir þrjá og sex mánuði. „Þá hringjum við, tökum stöðuna og leiðbeinum fólki í annan stuðning, eins og til dæmis í stuðningshópaúrræði Sorgarmiðstöðvar en ekki er ráðlagt að byrja í því fyrr en í fyrsta lagi fjórum til sex mánuðum frá andláti,“ segir hún og að teymið reyni að vísa fólki í þau úrræði sem henta hverju sinni. Það geti verið hjá samtökum eins og Píeta eða öðrum fagaðilum. „Það eru færri að koma í heimsókn á þessum tíma en fólk getur enn þurft á alls konar aðstoð að halda.“ Anna Guðný segir teymið einnig horfa til nærumhverfis þess látna, maka þess eða barna og til dæmis bjóða upp á stuðning og fræðslu inni á vinnustaði, skóla, tómstundir eða aðra staði sem tengjast hinum látna. „Við erum að taka stöðuna þar og bjóða upp á stuðning, ráðgjöf og fyrirlestra þar líka. Sorgarúrvinnsla með stuðningi eins og Sorgarmiðstöð er að veita er talin geta fækkað komum á heilsugæslu, dregið úr geðheilbrigðisvandamálum og flýtt félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þetta eru lágþröskuldaúrræði sem sannarlega eru lýðheilsumál,“ segir Anna Guðný að lokum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira