Upp­gjörið: Tinda­stóll - FHL 5-2 | Tinda­stóll kvaddi Bestu deildina með stæl

Arnar Skúli Atlason skrifar
494933817_10239191659754924_1086919450719552823_n
vísir/guðmundur

Tindastóll og FHL áttust við á Sauðárkróki fyrr í dag. Liðin eru bæði fallin úr Bestu deild kvenna og því um kveðjuleik þeirra að ræða. Tindastóll kvaddi deildina með flottum hætti og vann leikinn 5-2.

Tindastóll byrjaði betur í dag og vorum meira með boltann og voru að skipta vel á milli kanta. FHL voru meira að loka svæðum og reyndu að sækja hratt.

Það var Tindastóll sem skoraði fyrsta mark leiksins á 8 mínútu þegar fyrirgjöf Maríu Dögg fór í gegnum alla vörnina og framhjá markmanni FHL og Elísa Bríet renndi sér á hann og kom honum yfir línum.

Tindastóll hélt áfram og á 12 mínútu leiksins var orðið 2-0 þegar hornspyrna Elísu Bríetar endaði á kollinum á varnar jaxlinum Nicola Hauk sem skallaði boltann örugglega í netið.

Eftir þetta hresstist aðeins leikur FHL og Tindastóll féllu aftar á völlinn. FHL náðu að nýta sér það á 24 mínutu eftir mistök Tindastóls. Hornspyrna Calliste Brookshire fór beint í fangið á Genevieve Crenshaw sem missti boltann fyrir fætur Christu Björgu Andrésdóttir sem rúllaði boltanum í netið.

FHL hömruðu járnið á meðan það var heitt og á 29 mínútu leiksins voru þær búnar að jafna. þegar upp úr engu slapp Calliste Brookshire í gegnum vörn Tindastóls og labbaði framhjá markmanninum í markinu og lagði boltann í opið markið.

FHL pressaði aðeins eftir þetta áður en Tindastóll komst yfir aftur á 39 mínútu þegar glæsileg aukaspyrna Elísu Bríetar endaði á enninu á Maríu Dögg sem sneiddi boltann í slánna inn og heima konur leiddu 3-2 í hálfleik.

Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn heldur sterkt því á 48 mínútu voru þær búnar að bæta við marki þegar Nicola Hauk kemst upp kantinn og sendir boltann fyrir Hrafnhildur Salka reyndi skot sem endaði á Elísu Bríeti sem þrumaði boltanum í netið.

Á 72 mínútu bættu Tindastóll við þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir keyrði upp vinstri kanntin og setti boltann fyrir markið þar sem Hrafnhildur Salka mætti á svæðið og setti boltann í netið í baráttu við varnamann FHL.

Eftir þetta fjaraði leikurinn alveg út og enginn dauðafæri litu dagsins ljós. Tindastóll sigldi þessu þægilega heim í dag 5-2.

Atvik leiksins

Markið hennar Elísu Bríetar í upphafi seinni hálfleiks drap leikinn. Eftir þetta var þetta frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá TIndastól.

Stjörnur og skúrkar

Hjá Tindastól var Elísa Bríet og María Dögg voru frábærar í dag. Elísa með tvö mörk og tvær stoðsendingar og María Dögg skoraði eitt mark og lagði upp tvö í dag. Heilt yfir góð frammistaða í dag hjá liði Tindastóls.

Hjá FHL var Björg Gunnlaugsdóttir frískust í dag en annars áttu samherjar hennar ekki góðan dag.

Stemmning og umgjörð

Ágætis mæting var í dag og veðrið var gott. Logn og rigning frábært veður til knattspyrnuiðkunnar.

Dómarar (6)

Sveinn og félagar hafa átt betri dag. Annað mark FHL var rangstaða og svo voru ýmis brot sem voru ranglega dæmd.

Viðtöl:

Donni: Þakklátur fyrir þennan leik

„Ég er rosalega þakklátur fyrir að hafa fengið þennan leik“, sagði Halldór Jón Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Tindastóls eftir leikinn í dag.

„Hann var skemmtilegur, mörg mörk og mikið af færum. Það hefði verið svo auðvelt að gera þetta að einhverjum ble leik sem enginn hefði nennt að spila. Allir voru samt í stuði og rokk og ról. Ég er mjög ánægður og þakklátur stelpunum í dag.“

Donni hefur sagt skilið við Tindastól og mun taka við sem þjálfari u-19 ára landsliðs kvenna og var hann spurður hvort hann væri sáttur með tímabilið.

„Nei ég er það ekki að sjálfsögðu. Við ætluðum ekki að falla og ætluðum okkur að vera í topp sex þannig að heilt yfir hefði þetta tímabil getað farið betur. Hinsvegar eru margar bætingar, einstaklings bætingar, sem ég er mjög ánægður með. Margir leikmenn sem uxu í sumar. Þetta bara datt ekki fyrir okkur heilt yfir í sumar og það gerist í fótbolta. Ég er ekki sáttur með þetta tímabil nei en einstaklingar að vaxa. Það er frábært.“

„Tindastóll hefur staðið sig vel heilt yfir í þrjú ár núna og ég er stoltur af því og stoltur af samfélaginu. Nú er bara vonandi að haldið verði vel á spöðunum, spítt í og gerð tilraun til að koma þeim aftur í Bestu deildina.“

Björgvin: Fáum á okkur skítamark og brotnum

„Mér fannst við byrja sterkt og ætla að gera þetta almennilega en svo skora þær úr fyrstu tveimur færunum sínum“, voru fyrstu viðbrögð Björgvins Karls Gunnarssonar þjálfara FHL.

„Við komumst aftur inn í leikinn og jöfnum en því miður þá fáum við á okkur skítamark til að koma þeim í 3-2 og við brotnum við það. Þær nýta öll færin sín gríðarvel í dag og við virðumst ekki vita hvað eigi að gera þegar við komumst á seinasta þriðjung og erum ekki að nýta færin vel. Það er ömurlegt að tapa leik 5-2 þar sem eigum að skora fleiri mörk og verjast betur. Það er búið að vera hausverkur hjá okkur í sumar við erum að verjast illa.“

FHL, eins og Tindastóll, er fallið niður í Lengjudeildina og var Björgvin spurður út í næstu skref og hvort hann yrði áfram með liðið.

„Það á bara eftir að koma í ljós. Við gerum upp tímabilið og skoðum hvað þarf að gera. Ef allir keppast um að halda áfram að gera það sem við erum að gera þá verðum við í góðum málum. Við eigum fullt af efnilegum leikmönnum sem eru svolítið ungir en það er ekki langt í þá og það er spurning hvað heimurinn vill fyrir austan.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira