Hristir hausinn yfir fyrra líferni Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. október 2025 15:30 Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, rifjaði upp ansi skondið viðtal sem Inga Lind Karlsdóttir, þáverandi blaðamaður DV, tók við hann 1998. Atli Steinn Guðmundsson rifjar upp gamalt viðtal sem Inga Lind Karlsdóttir tók við hann um háskólalífið 1998 fyrir DV. Í þá daga sagðist Atli slaka á með ljósabekkjalegu, kraftreykingum og miklu kynlífi. Í dag hristir hann hausinn yfir lýsingunum. Atli Steinn, blaðamaður Morgunblaðsins, rifjaði upp viðtalið í svokallaðri Facebook-minningu af eldri færslu frá 2013 en hann hafði þá grafið úrklippuna úr skúffu. „Skemmtileg gömul minning sem raunar er mun eldri en tólf ára, viðtal við DV á útmánuðum 1998 sem Inga Lind Karlsdóttir, ágætur sveitungi minn úr Garðabænum, tók við þáverandi laganema og næturvörð í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg,“ skrifaði Atli Steinn í færslunni. Skjáskot af úrklippunni úr blaðinu. „Ég hef aldrei heyrt hrottalegri lýsingu á heilbrigðu líferni en það sem ég þarna áleit vera það, tvenns konar augljóslega krabbameinsvaldandi iðja og ekki var nú lítið brennivín drukkið á þessum tíma, það var skilyrði fremur en kostur í lagadeildinni. Ég ætla nú ekki að gera kærustunni sem ég nefni þarna þann óleik að hnippa í hana hér þótt við séum raunar tengd á Facebook. Já, þetta var ungt og lék sér árið 1998,“ skrifar hann jafnframt. Inga Lind skemmtir sér yfir viðtalinu. Færslan hefur vakið góð viðbrögð hjá vinum Atla, meðal þeirra sem skemmta sér yfir fortíðinni er blaðamaðurinn sem tók viðtalið. „Ég hlæ upphátt,“ skrifar Inga Lind við færsluna. „Ég man þetta símtal okkar raunar nokkuð vel, þú hefur verið 22 ára,“ svarar Atli Steinn. „Eitt, tvö og þrjú að lifa miklu kynlífi í öllum þessum próflestri“ Viðtalið birtist í DV þann 10. mars 1998, er uppfullt af gullmolum og inniheldur þessar rándýru fyrirsögn: „Kynlíf best til slökunar“. Á mynd með greininni má sjá laganemann að störfum sem öryggisvörður Securitas í utanríkisráðuneytinu. Inga Lind spyr Atla í viðtalinu hvað hann geri þegar hann er ekki að sinna krefjandi námi eða vinna og hounm gefst tækifæri til að slaka á. „Ég stunda íþróttir, ligg í ljósabekkjum, drekk kaffi og reyki sígarettur af krafti. Reyni að borða hollt og staðgott fæði og fá tiltölulega mikinn svefn en það vill reyndar fara fyrir ofan garð og neðan eins og gengur og gerist. Svo reyni ég að vera bjartsýnn með rísandi sól og hugsa til komandi sumarmánaða,“ svarar hann. Atli Steinn flutti til Noregs eftir hrun árið 2010. Ljósi punkturinn í annríki Atla þá var að geta lesið í vinnunni, öðruvísi hefði hann ekki getað verið í fullri vinnu. Bót í máli væri að búa enn í foreldrahúsum en Atli hafði haustið áður reynt að komast inn á stúdentagarða. „Ég er þar hins vegar í þriðja flokki sem hvítur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu og íslendingur í þokkabót. Ég verð því að bíða aðeins lengur,“ sagði hann um stúdentagarðana. Atli lýsti því einnig að hann gæfi kærustu sinni allan þann tíma sem hann mögulega gæti. Það væri nauðsynlegt, sambandsins og geðheilsunnar vegna. „Það er náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú að lifa miklu kynlífi í öllum þessum próflestri. Þannig slakar maður best á. Kærastan er líka í Háskólanum þannig að henni veitir ekki af þessu heldur,“ sagði Atli Steinn að lokum við Ingu. Fjölmiðlar Grín og gaman Háskólar Ástin og lífið Tengdar fréttir Atli Steinn genginn í það heilaga Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 1. janúar 2025 21:21 Sneri aftur fimmtíu árum eftir getnað Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson heimsótti á þriðjudag bandaríska smábæinn Sterling í Colorado, nákvæmlega fimmtíu árum eftir að hann var getinn á þeim stað. 6. júlí 2023 23:01 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Atli Steinn, blaðamaður Morgunblaðsins, rifjaði upp viðtalið í svokallaðri Facebook-minningu af eldri færslu frá 2013 en hann hafði þá grafið úrklippuna úr skúffu. „Skemmtileg gömul minning sem raunar er mun eldri en tólf ára, viðtal við DV á útmánuðum 1998 sem Inga Lind Karlsdóttir, ágætur sveitungi minn úr Garðabænum, tók við þáverandi laganema og næturvörð í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg,“ skrifaði Atli Steinn í færslunni. Skjáskot af úrklippunni úr blaðinu. „Ég hef aldrei heyrt hrottalegri lýsingu á heilbrigðu líferni en það sem ég þarna áleit vera það, tvenns konar augljóslega krabbameinsvaldandi iðja og ekki var nú lítið brennivín drukkið á þessum tíma, það var skilyrði fremur en kostur í lagadeildinni. Ég ætla nú ekki að gera kærustunni sem ég nefni þarna þann óleik að hnippa í hana hér þótt við séum raunar tengd á Facebook. Já, þetta var ungt og lék sér árið 1998,“ skrifar hann jafnframt. Inga Lind skemmtir sér yfir viðtalinu. Færslan hefur vakið góð viðbrögð hjá vinum Atla, meðal þeirra sem skemmta sér yfir fortíðinni er blaðamaðurinn sem tók viðtalið. „Ég hlæ upphátt,“ skrifar Inga Lind við færsluna. „Ég man þetta símtal okkar raunar nokkuð vel, þú hefur verið 22 ára,“ svarar Atli Steinn. „Eitt, tvö og þrjú að lifa miklu kynlífi í öllum þessum próflestri“ Viðtalið birtist í DV þann 10. mars 1998, er uppfullt af gullmolum og inniheldur þessar rándýru fyrirsögn: „Kynlíf best til slökunar“. Á mynd með greininni má sjá laganemann að störfum sem öryggisvörður Securitas í utanríkisráðuneytinu. Inga Lind spyr Atla í viðtalinu hvað hann geri þegar hann er ekki að sinna krefjandi námi eða vinna og hounm gefst tækifæri til að slaka á. „Ég stunda íþróttir, ligg í ljósabekkjum, drekk kaffi og reyki sígarettur af krafti. Reyni að borða hollt og staðgott fæði og fá tiltölulega mikinn svefn en það vill reyndar fara fyrir ofan garð og neðan eins og gengur og gerist. Svo reyni ég að vera bjartsýnn með rísandi sól og hugsa til komandi sumarmánaða,“ svarar hann. Atli Steinn flutti til Noregs eftir hrun árið 2010. Ljósi punkturinn í annríki Atla þá var að geta lesið í vinnunni, öðruvísi hefði hann ekki getað verið í fullri vinnu. Bót í máli væri að búa enn í foreldrahúsum en Atli hafði haustið áður reynt að komast inn á stúdentagarða. „Ég er þar hins vegar í þriðja flokki sem hvítur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu og íslendingur í þokkabót. Ég verð því að bíða aðeins lengur,“ sagði hann um stúdentagarðana. Atli lýsti því einnig að hann gæfi kærustu sinni allan þann tíma sem hann mögulega gæti. Það væri nauðsynlegt, sambandsins og geðheilsunnar vegna. „Það er náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú að lifa miklu kynlífi í öllum þessum próflestri. Þannig slakar maður best á. Kærastan er líka í Háskólanum þannig að henni veitir ekki af þessu heldur,“ sagði Atli Steinn að lokum við Ingu.
Fjölmiðlar Grín og gaman Háskólar Ástin og lífið Tengdar fréttir Atli Steinn genginn í það heilaga Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 1. janúar 2025 21:21 Sneri aftur fimmtíu árum eftir getnað Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson heimsótti á þriðjudag bandaríska smábæinn Sterling í Colorado, nákvæmlega fimmtíu árum eftir að hann var getinn á þeim stað. 6. júlí 2023 23:01 Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Atli Steinn genginn í það heilaga Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen. 1. janúar 2025 21:21
Sneri aftur fimmtíu árum eftir getnað Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson heimsótti á þriðjudag bandaríska smábæinn Sterling í Colorado, nákvæmlega fimmtíu árum eftir að hann var getinn á þeim stað. 6. júlí 2023 23:01