Halla og Þorbjörg á leið til Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 08:04 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink/Ívar Fannar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira