Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. október 2025 07:03 Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun