Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2025 06:33 Selenskí ræddi við Fox News í gær og ef marka má ummæli hans fékk hann engin afgerandi svör um Tomahawk flaugarnar þegar hann talaði við Trump í síma á laugardag. Myndin er frá því í ágúst. Getty/Alex Wong Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira