Heitasta hámhorfið í haust Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 20:01 Collin Farrell, Keira Knightly og Adam Brody eru öll að leika í heitu haustefni. SAMSETT Yfirvofandi skammdegi, gráir dagar og aukin þreyta, heitt bað, kertaljós og þrusugott hámhorf á Netflix uppi í sófa. Haustið er ein huggulegasta árstíðin og hér verður farið yfir hugmyndir að góðu sjónvarpsefni. Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi en hér má finna nokkrar hugmyndir að nýlegu og væntanlegu efni frá streymisveitum. Netflix: Steve Óskarsverðlaunahafinn Cillian Murphy skín hér í hlutverki yfirkennara í drengjaskóla fyrir vandræðagemsa á tíunda áratuginum sem berst fyrir því að halda skólanum opnum. Victoria Beckham Stórstjarnan Victoria Beckham fær hér að skína skært eftir að eiginmaður hennar sló í gegn í hans eigin Netflix seríu. Áhorfandi fær innsýn í mjög svo einstakt líf Victoriu sem var auðvitað meðlimur í stærstu stúlknasveit sögunnar og er gríðarlega virtur tískuhönnuður í dag. The Woman in Cabin 10 Æsispennandi Netflix mynd með bresku drottningunni Keiru Knightley í aðalhlutverki og segir frá fjölmiðlakonu sem er boðið um borð í lúxussnekkju með moldríku fólki sem stendur fyrir „góðgerðar“verkefni. Nobody Wants This sería 2 Hot rabbi og OC goðsögnin Adam Brody og Kristen Bell eru stórskemmtilegt par í þessum fantagóðu rómantísku gamanþáttum. Gossip girl drottningin Leighton Meester, eiginkona Brody, er sömuleiðis að mæta á skjáinn í þessari seríu og aðdáendur geta bókstaflega ekki beðið. Wayward Óhugnanlegir, grúví, smart, klikkaðir, skemmtilegir, óþægilegir og margt fleira. Unglingaheimili þar sem margt mjög undarlegt á sér stað, bæjarfélag sem minnir á sértrúarsöfnuð eða eitthvað vel freudískt. Hin fínasta spenna fyrir svefninn og stórstjarnan Toni Collette er gríðarlega sannfærandi sem spilltur skólastjóri. The Hunting Wives Sjóðheitar ástir milli kvenna, siðblinda, morð og margt fleira. Konurnar í skáldaða bænum Maple Brook í Texas eru sannarlega ekki allar sem þær eru séðar í þessum spennu- og dramaþáttum. Rómantíska gamanmyndadrottningin Brittany Snow er að eiga kærkomna endurkomu á skjáinn. Black Rabbit Breski hjartaknúsarinn og hjartabrjótarinn Jude Law og hinn bráðhuggulegi Jason Bateman leika bræður í gríðarlega spennandi og skemmtilegum glæpaþáttum. Ballad of a Small Player Sálfræði spenntutryllir með írska hönkinu Collinn Farrell í aðalhlutverki. Spilavíti, skuldir, gamlar ástir, átök. Þættirnir mæta á flixið 29. október. Gilmore girls Lorelai, Rori og haustið, þarf að segja meira? SÝN: Brjánn Gamanþáttaröðin Brjánn fjallar um tölvuleikjaspilara á sextugsaldri sem er óvænt ráðinn þjálfari Þróttar Reykjavíkur. Leikarinn ástsæli Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið. Hér má sjá stiklu úr seríunni: Sjónvarp Símans: Reykjavík Fusion Serían fjallar um frá matreiðslumeistarann Jónas sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist. Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Hér má sjá stiklu úr seríunni: Disney+: Alien: Earth Sjónvarpssería byggð á sögulegu Alien myndunum. Hryllingsvísindaskáldskapur sem fær hárin til að rísa. Þegar dularfullt geimskip brotlendir á jörðinni uppgötvar ung kona ásamt hópi hermanna hver helsta ógn jarðarinnar er. Sælir kælir. Amazon Prime: The Girlfriend Sálfræðitryllir og með því. Laura gjörsamlega rústar fullkomnu lífi sínu þegar henni finnst kærasta sonar hennar eitthvað grunsamleg. Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi en hér má finna nokkrar hugmyndir að nýlegu og væntanlegu efni frá streymisveitum. Netflix: Steve Óskarsverðlaunahafinn Cillian Murphy skín hér í hlutverki yfirkennara í drengjaskóla fyrir vandræðagemsa á tíunda áratuginum sem berst fyrir því að halda skólanum opnum. Victoria Beckham Stórstjarnan Victoria Beckham fær hér að skína skært eftir að eiginmaður hennar sló í gegn í hans eigin Netflix seríu. Áhorfandi fær innsýn í mjög svo einstakt líf Victoriu sem var auðvitað meðlimur í stærstu stúlknasveit sögunnar og er gríðarlega virtur tískuhönnuður í dag. The Woman in Cabin 10 Æsispennandi Netflix mynd með bresku drottningunni Keiru Knightley í aðalhlutverki og segir frá fjölmiðlakonu sem er boðið um borð í lúxussnekkju með moldríku fólki sem stendur fyrir „góðgerðar“verkefni. Nobody Wants This sería 2 Hot rabbi og OC goðsögnin Adam Brody og Kristen Bell eru stórskemmtilegt par í þessum fantagóðu rómantísku gamanþáttum. Gossip girl drottningin Leighton Meester, eiginkona Brody, er sömuleiðis að mæta á skjáinn í þessari seríu og aðdáendur geta bókstaflega ekki beðið. Wayward Óhugnanlegir, grúví, smart, klikkaðir, skemmtilegir, óþægilegir og margt fleira. Unglingaheimili þar sem margt mjög undarlegt á sér stað, bæjarfélag sem minnir á sértrúarsöfnuð eða eitthvað vel freudískt. Hin fínasta spenna fyrir svefninn og stórstjarnan Toni Collette er gríðarlega sannfærandi sem spilltur skólastjóri. The Hunting Wives Sjóðheitar ástir milli kvenna, siðblinda, morð og margt fleira. Konurnar í skáldaða bænum Maple Brook í Texas eru sannarlega ekki allar sem þær eru séðar í þessum spennu- og dramaþáttum. Rómantíska gamanmyndadrottningin Brittany Snow er að eiga kærkomna endurkomu á skjáinn. Black Rabbit Breski hjartaknúsarinn og hjartabrjótarinn Jude Law og hinn bráðhuggulegi Jason Bateman leika bræður í gríðarlega spennandi og skemmtilegum glæpaþáttum. Ballad of a Small Player Sálfræði spenntutryllir með írska hönkinu Collinn Farrell í aðalhlutverki. Spilavíti, skuldir, gamlar ástir, átök. Þættirnir mæta á flixið 29. október. Gilmore girls Lorelai, Rori og haustið, þarf að segja meira? SÝN: Brjánn Gamanþáttaröðin Brjánn fjallar um tölvuleikjaspilara á sextugsaldri sem er óvænt ráðinn þjálfari Þróttar Reykjavíkur. Leikarinn ástsæli Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið. Hér má sjá stiklu úr seríunni: Sjónvarp Símans: Reykjavík Fusion Serían fjallar um frá matreiðslumeistarann Jónas sem er að reyna að snúa við blaðinu og vinna til baka traust fjölskyldunnar eftir fangelsisvist. Þegar allar dyr virðast lokaðar endar hann á að þiggja vafasama peninga frá gömlum félaga úr fangelsinu til að stofna lúxusveitingastað gegn því að þvætta þá í gegnum reksturinn. Hér má sjá stiklu úr seríunni: Disney+: Alien: Earth Sjónvarpssería byggð á sögulegu Alien myndunum. Hryllingsvísindaskáldskapur sem fær hárin til að rísa. Þegar dularfullt geimskip brotlendir á jörðinni uppgötvar ung kona ásamt hópi hermanna hver helsta ógn jarðarinnar er. Sælir kælir. Amazon Prime: The Girlfriend Sálfræðitryllir og með því. Laura gjörsamlega rústar fullkomnu lífi sínu þegar henni finnst kærasta sonar hennar eitthvað grunsamleg.
Netflix Bíó og sjónvarp Hámhorfið Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira