„Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. október 2025 20:00 Emma Guðrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara,“ segir Emma Guðrún Davíðsdóttir ungfrú Kvígindisfjörður. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emma Guðrún Davíðsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli: Ég vinn hjá Te og Kaffi og hjá Frímúrarareglunni, samhliða því að ég er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ákveðin, áhugasöm og vinnusöm. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sé að keppa í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og pabbi minn! Hvað hefur mótað þig mest? Reynsla og það að gera mistök, auk þess að læra af þeim fyrir persónulegan þroska. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Ég lenti nýlega í bílslysi sem hafði gríðarleg áhrif á mitt daglega líf. Það var sérstaklega erfitt að missa fyrsta bílinn minn og að vera slökuð á hálsi, öxl og baki, auk þess sem ég fékk heilahristing. Það versta var að þegar ég fór á bráðamóttökuna beið ég í fjórar klukkustundir, en læknirinn talaði aðeins við mig í tvær mínútur. Hann sagði að ég væri bara smá tognuð á hálsinum og ráðlagði mér að fara heim, taka verkjalyf og sofa. Viku síðar fór ég á heilsugæslu, þar sem kom í ljós að ég hafði fengið heilahristing og skaða í háls, baki og öxl. Ég þurfti að fara í segulómun og fá sérstök lyf fyrir bakið. Enn í dag berst ég við eftirverkjar slyssins. Allt þetta gerðist sama dag og mér var boðið í viðtal fyrir Ungfrú Ísland Teen. Hverju ertu stoltust af? Að vera íslensk kona. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir. Ég er alltaf þakklát fyrir fólkið mitt sem styður mig og er alltaf til staðar fyrir mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég vinn best undir stressi og álagi og tek því yfirleitt mjög vel. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Á sviði árið 2023, þegar ég keppti í Skrekk, steig ég óvart á bestu vinkonu mína í lok atriðisins. Eftir á kom í ljós að ég hafði brotið á henni höndina! Þrátt fyrir þetta óhapp náðum við samt að komast í úrslitin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður ekki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Góð samskipti, traust vinátta, góður húmor, góðhjörtuð manneskja og jákvæðni. En óheillandi? Dónaskapur, skortur á metnaði og neikvæðni. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína – auk þess er ég hrædd við nálur, sprautur og blóðprufur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að stofna fjölskyldu, flutt að heiman, lokið námi og komin í draumastarfið mitt. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Jólamaturinn sem pabbi gerir – hamborgarhryggur, grænar baunir, sykurhúðaðar kartöflur og brún sósa! Hvaða lag tekur þú í karókí? I Can’t Go On Without You – Kaleo, When I Was Your Man – Bruno Mars eða Vor í Vaglaskógi – Kaleo. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt mikið af frægu fólki, en nokkrir frímúrarar sem eru mjög þekktir hér á Íslandi hafa komið við sögu í vinnunni minni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi kaupa mér nýjan bíl, þar sem ég missti minn í slysinu. Restina myndi ég setja í bankann og safna vöxtum til að geta keypt mér íbúð í framtíðinni. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara! Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef styrkt sjálfstraustið mitt gríðarlega mikið og er orðin mun ákveðnari en áður. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Líkamsárásum og andlegrri vanlíðan. Börn, unglingar og fullorðið fólk eiga rétt á að líða illa, en það mikilvægasta er að leita sér hjálpar og tala um tilfinningar sínar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vonast til að geta verið góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum öll einstök á okkar eigin hátt, en ég legg metnað minn í að vera sjálf og sýna jákvæðni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Hegðun. Mér finnst hegðun unglinga hafa versnað með árunum. Og hvernig mætti leysa það? Ég hugsa alltaf að ef ég vil breyta heiminum, þá þarf ég að byrja á mér sjálfri. Foreldrar og fullorðnir geta svo alltaf stutt og leiðrétt þegar á þarf að halda. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Við lifum í nútímanum – ekki fortíðinni. Fegurðarsamkeppnir í dag eru allt öðruvísi en áður. Margir átta sig ekki á því að þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli sem snýst ekki um útlit eða fegurð, heldur um sjálfsöryggi, vináttu og reynslu. Ég er ekki í þessari keppni til að keppa í fegurð – heldur til að hafa gaman og skapa fallegar minningar. Ungfrú Ísland Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Emma Guðrún Davíðsdóttir. Aldur: 17 ára. Starf eða skóli: Ég vinn hjá Te og Kaffi og hjá Frímúrarareglunni, samhliða því að ég er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ákveðin, áhugasöm og vinnusöm. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég sé að keppa í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og pabbi minn! Hvað hefur mótað þig mest? Reynsla og það að gera mistök, auk þess að læra af þeim fyrir persónulegan þroska. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Ég lenti nýlega í bílslysi sem hafði gríðarleg áhrif á mitt daglega líf. Það var sérstaklega erfitt að missa fyrsta bílinn minn og að vera slökuð á hálsi, öxl og baki, auk þess sem ég fékk heilahristing. Það versta var að þegar ég fór á bráðamóttökuna beið ég í fjórar klukkustundir, en læknirinn talaði aðeins við mig í tvær mínútur. Hann sagði að ég væri bara smá tognuð á hálsinum og ráðlagði mér að fara heim, taka verkjalyf og sofa. Viku síðar fór ég á heilsugæslu, þar sem kom í ljós að ég hafði fengið heilahristing og skaða í háls, baki og öxl. Ég þurfti að fara í segulómun og fá sérstök lyf fyrir bakið. Enn í dag berst ég við eftirverkjar slyssins. Allt þetta gerðist sama dag og mér var boðið í viðtal fyrir Ungfrú Ísland Teen. Hverju ertu stoltust af? Að vera íslensk kona. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín og vinir. Ég er alltaf þakklát fyrir fólkið mitt sem styður mig og er alltaf til staðar fyrir mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég vinn best undir stressi og álagi og tek því yfirleitt mjög vel. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Á sviði árið 2023, þegar ég keppti í Skrekk, steig ég óvart á bestu vinkonu mína í lok atriðisins. Eftir á kom í ljós að ég hafði brotið á henni höndina! Þrátt fyrir þetta óhapp náðum við samt að komast í úrslitin. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður ekki. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Góð samskipti, traust vinátta, góður húmor, góðhjörtuð manneskja og jákvæðni. En óheillandi? Dónaskapur, skortur á metnaði og neikvæðni. Hver er þinn helsti ótti? Að missa foreldra mína – auk þess er ég hrædd við nálur, sprautur og blóðprufur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi búin að stofna fjölskyldu, flutt að heiman, lokið námi og komin í draumastarfið mitt. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Jólamaturinn sem pabbi gerir – hamborgarhryggur, grænar baunir, sykurhúðaðar kartöflur og brún sósa! Hvaða lag tekur þú í karókí? I Can’t Go On Without You – Kaleo, When I Was Your Man – Bruno Mars eða Vor í Vaglaskógi – Kaleo. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt mikið af frægu fólki, en nokkrir frímúrarar sem eru mjög þekktir hér á Íslandi hafa komið við sögu í vinnunni minni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Mér finnst betra að eiga samskipti við fólk í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi kaupa mér nýjan bíl, þar sem ég missti minn í slysinu. Restina myndi ég setja í bankann og safna vöxtum til að geta keypt mér íbúð í framtíðinni. Hvað vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara! Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef styrkt sjálfstraustið mitt gríðarlega mikið og er orðin mun ákveðnari en áður. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Líkamsárásum og andlegrri vanlíðan. Börn, unglingar og fullorðið fólk eiga rétt á að líða illa, en það mikilvægasta er að leita sér hjálpar og tala um tilfinningar sínar. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Að vera góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðir. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég vonast til að geta verið góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum öll einstök á okkar eigin hátt, en ég legg metnað minn í að vera sjálf og sýna jákvæðni. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Hegðun. Mér finnst hegðun unglinga hafa versnað með árunum. Og hvernig mætti leysa það? Ég hugsa alltaf að ef ég vil breyta heiminum, þá þarf ég að byrja á mér sjálfri. Foreldrar og fullorðnir geta svo alltaf stutt og leiðrétt þegar á þarf að halda. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Við lifum í nútímanum – ekki fortíðinni. Fegurðarsamkeppnir í dag eru allt öðruvísi en áður. Margir átta sig ekki á því að þetta er ótrúlega skemmtilegt ferli sem snýst ekki um útlit eða fegurð, heldur um sjálfsöryggi, vináttu og reynslu. Ég er ekki í þessari keppni til að keppa í fegurð – heldur til að hafa gaman og skapa fallegar minningar.
Ungfrú Ísland Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira