Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar 15. október 2025 11:00 Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Árin 2012 og 2015 fengu skólar ,,sínar“ PISA niðurstöður frá Menntamálastofnun (núverandi MMS). Niðurstöður skóla þar sem yfir 70% þátttaka er og yfir 40 nemendur í árgangi gefa ágætis vísbendingar um stöðu skólans í PISA enda notast Ísland ekki við úrtak heldur er allt þýðið undir, allir 15 ára nemendur taka prófið vegna fámennis. Því meiri þátttaka og því fleiri nemendur því sterkari vísbendingar um stöðu skólanna. Þess má geta að bæði Finnar og Eistar afhenta hverjum skóla niðurstöður sínar enda metnaður hjá menntayfirvöldum þar að nýta þær til þess að taka rétt og markviss skref áfram í þágu nemenda. Samtöl undirritaðs við Francesco Avvisati yfirmann PISA hjá OECD og Sheilu Krawchuk og Keith Rust hjá Westat sem halda utan um töl- og aðferðafræði PISA fyrir OECD staðfesta það að lítil lönd eins og Ísland séu í kjörstöðu að nýta niðurstöður PISA fyrir skólana sína. Enda fékk OECD hugmyndina að ,,PISA for schools“ þannig að stærri ríki gætu gert það sama og við Íslendingar fengum ,,frítt“ upp í hendurnar með hefðbundna PISA prófinu, það er stundum gott að vera fámenn. Margir skólar nýttu sér niðurstöðurnar 2012 og 2015 nemendum til hagsbóta en PISA prófið er vandað og áreiðanlegt og í raun ómetanleg viðbót inn í skólastarfið þannig að hægt sé að taka markviss skref áfram og bæta árangur nemenda. Frá árinu 2018 hefur verið sett í lás og engir skólar fá ,,sínar“ niðurstöðu og liggja niðurstöður skóla og sveitarfélaga og rykfalla engum til gagns, niðurstöður sem stærri ríki borga hundruðir milljóna til að fá. Hvers vegna fengu skólar niðurstöður sínar 2012 og 2015? Hvað hefur breyst síðan? Skortur á áreiðanlegum og réttmætum mælingu er mikill og leyndarhyggjan óþolandi fyrir skólamenn sem vilja bæta námsárangur nemenda sinna með því að nýta allar þær upplýsingar sem við eigum um skólana okkar. Munum það að það er val þeirra sem stjórna að staðan er eins og hún er í menntakerfinu. Það er ekki óviðráðanlegt verkefni að snúa vörn í sigur, dæmin sanna það. Á meðan nemendum, foreldrum og skólum er haldið í myrkrinu geta valdhafar hjakkað í sama farinu enda vandanum haldið leyndum, fólk veit ekki hvar mesta blæðingin er. Ekrt að sjá allt í góðu hér, hér er mantran. Ef við vissum hvar skórinn kreppir mest þyrftu stjórnvöld að grípa í taumana en það er einmitt það sem þau hræðast því þau hvorki geta né kunna það. Munum að Ísland ,,tapaði“ 2 heilum skólaárum skv. PISA á milli 2018 og 2022 þrátt fyrir að Íslenskir skólar væru mest opnir allra skóla í Covid 19 faraldrinum. Fáviska er sæla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun