Lífið

Fékk Lauf­eyju í af­mælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn.
Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir bróður sinn, Magnús Sigurbjörnsson, betri en aðra að gefa gjafir. Óhætt er að segja að hann hafi toppað sig í ár í tilefni af 35 ára afmæli Áslaugar þegar hann bauð henni á tónleika með Laufeyju Lín í Madison Square Garden í kvöld. 

Áslaug Arna, sem hefur verið í leyfi frá þingmennsku síðan í maí vegna námsins, er með hópspjall (e. community chat) á Instagram þar sem hún deilir með fylgjendum sínum fréttum af náminu þar ytra.

Í færslu á Instagram rifjar hún upp hvernig Magnús kom henni á óvart í þrítugsafmæli hennar árið 2020:

„Laufey söng á þrítugsafmælinu mínu, áður en flestir þekktu hana. Þetta var árið 2020 í miðju heimsfaraldri og plön mín um stóra afmælisveislu fóru út um þúfur. Níu vinir komu heim til mín og hundrað manns fylgdust með á netinu þegar bróðir minn kom mér á óvart með því að fá Laufey til að hringja í mig og syngja.“

„Fimm árum síðar selur hún upp Madison Square Garden tvisvar. Ég bý nú í New York, og bróðir minn flaug hingað svo við gætum séð íslensku stjörnuna á stóra sviðinu í kvöld, nokkrum vikum fyrir 35 ára afmælið mitt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.