Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2025 19:17 Bryndís Björnsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira