Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 22:01 Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Bjarkahlíð, Mannréttastofnun Íslands, Barnaheill, Rauði krossinn, Stígamót og Kvennaathvarfið hafa skilað inn umsögnum um frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Frumvarpið felst í því að sett verði upp brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem vista á einstaklinga sem hafa þegar fengið synjun á dvalarleyfi hérlendis til að tryggja að viðkomandi yfirgefi landið. Að vista umsækjendur um hæli í slíkri miðstöð á þó einungis að vera síðasta úrræði ef tilkynningar- eða dvalarskylda er ekki uppfyllt. Þegar frumvarpið var kynnt benti Þorbjörg á að Ísland væri eina Schengen-ríkið sem væri ekki með brottfararstöð og hafi ítrekað verið bent á að forsvaranlegt væri að vista þessa einstaklinga í fangelsum landsins líkt og tíðkast hefur. Í drögunum að frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að ákveðnir hópar yrðu skilgreindir sem einstaklingar í viðkvæmri stöðu. Þeirra á meðal væru fórnarlömb mansals og þeir sem hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sérstök skimun myndi fara fram við komu til landsins áður en frekari ákvörðun um framhald er tekin. Í skimuninni felst meðal annars auðkenning, bakgrunnsathugun, bráðabirgðamat á heilsu og mat á því hvort viðkomandi sé í viðkvæmri stöðu. Auki kerfisbundið ofbeldi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sendu saman inn umsögn um frumvarpið þar sem þær segja að íslensk stjórnvöld hafi ítrekað brugðist konum í viðkvæmri stöðu og bæti drögin ekki stöðu brotaþola mansals. Þess í stað auki það kerfisbundið ofbeldi sem hefur þrifist í samfélaginu. „Það er mikið áhyggjuefni eftir það sem á undan er gengið; að ekki skuli vera lögð áhersla á greiningu brotaþola ofbeldis og aðstoð við fólk í slíkum aðstæðum heldur skal búin til umgjörð til að auðvelda frelsissviptingu þeirra,“ segir í umsögninni. Í umsögn Bjarkarhlíðar, sem fagnar því að sérstök áhersla sé lögð á mansalsmál og skipulagða brotastarfsemi, segir að markmið skimunar þurfi að vera að aðstoða einstaklinga í viðkvæmri stöðu fremur en að hraða brottvísun. Þá sé lykilatriði að tryggja að þeir einstaklingar sem eru stöðvaðir á flugvelli eða við landamæri og eru hugsanlega þolendur mansals séu ekki vistaðir í lokuðu úrræði heldur fái aðstoð viðeigandi aðila. Reynsla sýnir að ofbeldi innan slíkra stöðva getur átt sér stað. Einnig er bent á að starfsfólk brottfararstöðvarinnar sé að mestu leyti fangaverðir. Að mati ætti skimunin að vera framkvæmd af þjálfuðu og óháðu fagfólki sem hefur færni í að greina viðkvæma stöðu einstaklinga. Í umsögn Mannréttindastofu Íslands er einnig komið inn á að starfsfólk brottfararstöðvarinnar eigi að vera að mestu leyti fangaverðir. „Mannréttindastofnun veltir fyrir sér hvers vegna frumvarpið geri ráð fyrir því að fangaverðir starfi á brottfararstöðinni, þar sem fyrst og fremst er um að ræða úrræði fyrir fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir refsiverðan verknað,“ segir í umsögn þeirra. Þau hafa einnig áhyggjur af því hverjar afleiðingarnar kunna að vera af frelsissviptingu fólks. Það sé veruleg takmörkun á mannréttindum þeirra. Því er fagnað að það eigi að vera óheimilt að vista fylgdarlaus börn í brottfararstöðinni en kalla eftir því að sömu sjónarmið ættu að eiga við um öll börn. Ekki eigi að vista börn í lokaðri vistun Í drögunum að frumvarpinu segir að vista megi fullorðna í brottfararstöðinni í alls fjórar vikur en lengja má það um fjórar vikur í senn í allt að tólf vikur. Við sérstakar aðstæður megi vista fullorðna einstaklinga í alls átján mánuði í brottfararstöðinni. Aðrar reglur gilda um börn. Hámarksvistun barna í brottfararstöðinni eru níu sólarhringar þegar brýn nauðsyn sé fyrir hendi. Sé ekki skýr rökstuðningur fyrir vistuninni megi vista börn í alls þrjá sólarhringa. Í umsóknum Barnaheillar og Rauða krossinum er komið inn á áhrifin sem vistunin kann að hafa. „Með frumvarpinu er lagt til að stjórnvöld starfræki lokaðar varðhaldsbúðir sem m.a. er ætlað að vista fólk í aðdraganda þvingaðrar brottvísunar eftir synjun umsóknar um alþjóðlega vernd og hluta þess hóps sem er ætlað að undirgangast skimun við komuna til landsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara eindregið við þessum fyrirætlunum og leggjast alfarið gegn flestum hlutum þeirra,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að varðhald barna sé óásættanlegt og mótmæla þau að börn séu hneppt í varðhald fyrir það að vera á flótta. Mikilvægi þess að veita börnum aðgengi að skóla er ítrekað óháð því hver staða umsókna þeirra sé. „Samkvæmt frumvarpsdrögunum er lokuðu varðhaldsbúðunum ætlað að líkjast fangelsi að flestu leyti, sem er varhugavert gagnvart öllum þeim viðkvæmu hópum sem þar eiga að dveljast, en sérstaklega slæm ráðstöfun gagnvart börnum og fjölskyldum þeirra.“ Barna- og fjölskyldustofa lýsir einnig yfir áhyggjum yfir frelsissviptingu barna þar sem hún geti haft skaðleg áhrif á þau til langs tíma. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, lögfræðingur Barna- og fjölskyldustofu, Rauði krossinn tekur einnig undir og bendir á að hvergi komi fram í frumvarpinu að koma skuli fram við brottvísaðar manneskjur af mannúð og þeim sýnd tilhlýðileg mannvirðing. Einnig er tekið fram að fjöldi rannsókna sýni fram á að lokað varðhald hafi skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks, jafnvel þótt um skamman tíma væri að ræða. „Aldrei ætti að vista börn í lokuðu varðhaldi og er það skýlaus krafa skv. stefnu og yfirlýsingu Flóttamannastofnunar, hvorki um lengri eða skemmri tíma,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, sem skrifaður er fyrir umsögninni. Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Landamæri Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Bjarkahlíð, Mannréttastofnun Íslands, Barnaheill, Rauði krossinn, Stígamót og Kvennaathvarfið hafa skilað inn umsögnum um frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Frumvarpið felst í því að sett verði upp brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem vista á einstaklinga sem hafa þegar fengið synjun á dvalarleyfi hérlendis til að tryggja að viðkomandi yfirgefi landið. Að vista umsækjendur um hæli í slíkri miðstöð á þó einungis að vera síðasta úrræði ef tilkynningar- eða dvalarskylda er ekki uppfyllt. Þegar frumvarpið var kynnt benti Þorbjörg á að Ísland væri eina Schengen-ríkið sem væri ekki með brottfararstöð og hafi ítrekað verið bent á að forsvaranlegt væri að vista þessa einstaklinga í fangelsum landsins líkt og tíðkast hefur. Í drögunum að frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að ákveðnir hópar yrðu skilgreindir sem einstaklingar í viðkvæmri stöðu. Þeirra á meðal væru fórnarlömb mansals og þeir sem hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Sérstök skimun myndi fara fram við komu til landsins áður en frekari ákvörðun um framhald er tekin. Í skimuninni felst meðal annars auðkenning, bakgrunnsathugun, bráðabirgðamat á heilsu og mat á því hvort viðkomandi sé í viðkvæmri stöðu. Auki kerfisbundið ofbeldi Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sendu saman inn umsögn um frumvarpið þar sem þær segja að íslensk stjórnvöld hafi ítrekað brugðist konum í viðkvæmri stöðu og bæti drögin ekki stöðu brotaþola mansals. Þess í stað auki það kerfisbundið ofbeldi sem hefur þrifist í samfélaginu. „Það er mikið áhyggjuefni eftir það sem á undan er gengið; að ekki skuli vera lögð áhersla á greiningu brotaþola ofbeldis og aðstoð við fólk í slíkum aðstæðum heldur skal búin til umgjörð til að auðvelda frelsissviptingu þeirra,“ segir í umsögninni. Í umsögn Bjarkarhlíðar, sem fagnar því að sérstök áhersla sé lögð á mansalsmál og skipulagða brotastarfsemi, segir að markmið skimunar þurfi að vera að aðstoða einstaklinga í viðkvæmri stöðu fremur en að hraða brottvísun. Þá sé lykilatriði að tryggja að þeir einstaklingar sem eru stöðvaðir á flugvelli eða við landamæri og eru hugsanlega þolendur mansals séu ekki vistaðir í lokuðu úrræði heldur fái aðstoð viðeigandi aðila. Reynsla sýnir að ofbeldi innan slíkra stöðva getur átt sér stað. Einnig er bent á að starfsfólk brottfararstöðvarinnar sé að mestu leyti fangaverðir. Að mati ætti skimunin að vera framkvæmd af þjálfuðu og óháðu fagfólki sem hefur færni í að greina viðkvæma stöðu einstaklinga. Í umsögn Mannréttindastofu Íslands er einnig komið inn á að starfsfólk brottfararstöðvarinnar eigi að vera að mestu leyti fangaverðir. „Mannréttindastofnun veltir fyrir sér hvers vegna frumvarpið geri ráð fyrir því að fangaverðir starfi á brottfararstöðinni, þar sem fyrst og fremst er um að ræða úrræði fyrir fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir refsiverðan verknað,“ segir í umsögn þeirra. Þau hafa einnig áhyggjur af því hverjar afleiðingarnar kunna að vera af frelsissviptingu fólks. Það sé veruleg takmörkun á mannréttindum þeirra. Því er fagnað að það eigi að vera óheimilt að vista fylgdarlaus börn í brottfararstöðinni en kalla eftir því að sömu sjónarmið ættu að eiga við um öll börn. Ekki eigi að vista börn í lokaðri vistun Í drögunum að frumvarpinu segir að vista megi fullorðna í brottfararstöðinni í alls fjórar vikur en lengja má það um fjórar vikur í senn í allt að tólf vikur. Við sérstakar aðstæður megi vista fullorðna einstaklinga í alls átján mánuði í brottfararstöðinni. Aðrar reglur gilda um börn. Hámarksvistun barna í brottfararstöðinni eru níu sólarhringar þegar brýn nauðsyn sé fyrir hendi. Sé ekki skýr rökstuðningur fyrir vistuninni megi vista börn í alls þrjá sólarhringa. Í umsóknum Barnaheillar og Rauða krossinum er komið inn á áhrifin sem vistunin kann að hafa. „Með frumvarpinu er lagt til að stjórnvöld starfræki lokaðar varðhaldsbúðir sem m.a. er ætlað að vista fólk í aðdraganda þvingaðrar brottvísunar eftir synjun umsóknar um alþjóðlega vernd og hluta þess hóps sem er ætlað að undirgangast skimun við komuna til landsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara eindregið við þessum fyrirætlunum og leggjast alfarið gegn flestum hlutum þeirra,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að varðhald barna sé óásættanlegt og mótmæla þau að börn séu hneppt í varðhald fyrir það að vera á flótta. Mikilvægi þess að veita börnum aðgengi að skóla er ítrekað óháð því hver staða umsókna þeirra sé. „Samkvæmt frumvarpsdrögunum er lokuðu varðhaldsbúðunum ætlað að líkjast fangelsi að flestu leyti, sem er varhugavert gagnvart öllum þeim viðkvæmu hópum sem þar eiga að dveljast, en sérstaklega slæm ráðstöfun gagnvart börnum og fjölskyldum þeirra.“ Barna- og fjölskyldustofa lýsir einnig yfir áhyggjum yfir frelsissviptingu barna þar sem hún geti haft skaðleg áhrif á þau til langs tíma. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, lögfræðingur Barna- og fjölskyldustofu, Rauði krossinn tekur einnig undir og bendir á að hvergi komi fram í frumvarpinu að koma skuli fram við brottvísaðar manneskjur af mannúð og þeim sýnd tilhlýðileg mannvirðing. Einnig er tekið fram að fjöldi rannsókna sýni fram á að lokað varðhald hafi skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks, jafnvel þótt um skamman tíma væri að ræða. „Aldrei ætti að vista börn í lokuðu varðhaldi og er það skýlaus krafa skv. stefnu og yfirlýsingu Flóttamannastofnunar, hvorki um lengri eða skemmri tíma,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, sem skrifaður er fyrir umsögninni.
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Landamæri Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira