Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2025 13:25 Logi Einarsson segist hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir afkomuviðvörun Sýnar. Vísir/Ívar Fannar Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. Minnihluti nefndarinnar hefur lagst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla og segir frumvarpið, sem lagt var fram af Loga, senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Ráðherra leggur til með frumvarpinu að hámark styrkja verði lækkað úr 25 prósentum í 22 sem hefur áhrif á miðla tveggja fyrirtækja: Sýnar og Árvakurs. „Það er bara ómálefnalegt og ósmekklegt að stilla þessu upp með þessum hætti. Ég útskýrði hvað lá til grundvallar þegar ég lagði þetta fram í febrúar, það var í rauninni verið að dreifa styrknum meira. Þetta er vissulega upphæð upp á kannski fimmtán milljónir fyrir tvo af fjölmiðlunum en þetta er ekki afgerandi hlutur í stóra samhenginu,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlend samkeppni mjög flókin Hann segir vandamálið sem blasi við vera það að fjölmiðlar hafi undanfarin ár verið í erfiðri stöðu og það batni ekki. „Þeir eru í mikilli samkeppni við erlendar streymisveitur, sem hafa 50 prósent hlutdeild hér á markaði á meðan aðeins 15 prósent Íslendinga borgar fyrir fréttaþjónustu. Við þurfum að ráðast í stórar aðgerðir gagnvart erlendri samkeppni, bæta rekstrarskilyrði innlendrar fjölmiðlunar og fara í aðgerðir til að rétta stöðu þessara frjálsu miðla gagnvart RÚV.“ Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins hvatti til þess í vor að styrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir, eftir að miðillinn fjallaði mikið um flokkinn í byrjun árs. Logi fordæmir þetta. „Ég hef fordæmt slík ummæli. Stjórnmálafólk á almennt að sjá hag af því að hér séu aðhaldssamir fjölmiðlar sem gegni lýðræðishlutverkinu og sýni stjórnvöldum aðhald. Ég fagna slíku. Ég hef ekki tekið undir þessi ummæli, þvert á móti hef ég sagt að þau eru ósmekkleg,“ segir Logi. Hefur áhyggjur Hann segir nýjustu fregnir, af afkomuviðvörun Sýnar, hvetja ríkisstjórnina til að ganga rösklega til verks. Ertu að fylgjast með málinu? Hefurðu áhyggjur? „Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta er grafalvarlegt og þetta sýnir í hvaða stöðu mikilvægir fjölmiðlar á Íslandi eru. Þetta mun hvetja okkur til að ganga kannski hraðar til verks en við ætluðum. Við ætluðum að taka okkur tíma í þetta. Við munum birtast með tillögur strax í nóvember varðandi RÚV og fleiri,“ segir Logi. „Við ætlum að kalla fjölmiðlana til samráðs og leyfa þeim að sjá á spilin og kalla eftir hugmyndum frá þeim og viðbrögðum við því sem við erum að velta fyrir okkur. Ég held að það skipti máli að taka á þessari stóru mynd en týnum okkur ekki í smáatriðunum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Minnihluti nefndarinnar hefur lagst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla og segir frumvarpið, sem lagt var fram af Loga, senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Ráðherra leggur til með frumvarpinu að hámark styrkja verði lækkað úr 25 prósentum í 22 sem hefur áhrif á miðla tveggja fyrirtækja: Sýnar og Árvakurs. „Það er bara ómálefnalegt og ósmekklegt að stilla þessu upp með þessum hætti. Ég útskýrði hvað lá til grundvallar þegar ég lagði þetta fram í febrúar, það var í rauninni verið að dreifa styrknum meira. Þetta er vissulega upphæð upp á kannski fimmtán milljónir fyrir tvo af fjölmiðlunum en þetta er ekki afgerandi hlutur í stóra samhenginu,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Erlend samkeppni mjög flókin Hann segir vandamálið sem blasi við vera það að fjölmiðlar hafi undanfarin ár verið í erfiðri stöðu og það batni ekki. „Þeir eru í mikilli samkeppni við erlendar streymisveitur, sem hafa 50 prósent hlutdeild hér á markaði á meðan aðeins 15 prósent Íslendinga borgar fyrir fréttaþjónustu. Við þurfum að ráðast í stórar aðgerðir gagnvart erlendri samkeppni, bæta rekstrarskilyrði innlendrar fjölmiðlunar og fara í aðgerðir til að rétta stöðu þessara frjálsu miðla gagnvart RÚV.“ Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins hvatti til þess í vor að styrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir, eftir að miðillinn fjallaði mikið um flokkinn í byrjun árs. Logi fordæmir þetta. „Ég hef fordæmt slík ummæli. Stjórnmálafólk á almennt að sjá hag af því að hér séu aðhaldssamir fjölmiðlar sem gegni lýðræðishlutverkinu og sýni stjórnvöldum aðhald. Ég fagna slíku. Ég hef ekki tekið undir þessi ummæli, þvert á móti hef ég sagt að þau eru ósmekkleg,“ segir Logi. Hefur áhyggjur Hann segir nýjustu fregnir, af afkomuviðvörun Sýnar, hvetja ríkisstjórnina til að ganga rösklega til verks. Ertu að fylgjast með málinu? Hefurðu áhyggjur? „Já, auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta er grafalvarlegt og þetta sýnir í hvaða stöðu mikilvægir fjölmiðlar á Íslandi eru. Þetta mun hvetja okkur til að ganga kannski hraðar til verks en við ætluðum. Við ætluðum að taka okkur tíma í þetta. Við munum birtast með tillögur strax í nóvember varðandi RÚV og fleiri,“ segir Logi. „Við ætlum að kalla fjölmiðlana til samráðs og leyfa þeim að sjá á spilin og kalla eftir hugmyndum frá þeim og viðbrögðum við því sem við erum að velta fyrir okkur. Ég held að það skipti máli að taka á þessari stóru mynd en týnum okkur ekki í smáatriðunum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59
Gengi Sýnar í frjálsu falli Gengi hlutabréfa Sýnar hefur lækkað um tæplega tuttugu prósent síðan markaðir opnuðu klukkan 09:30. 17. október 2025 09:55