Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar 17. október 2025 13:31 Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun