Hafna aftur tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 11:07 Vladimír Pútin og Dmitrí Peskóv. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24
Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45