Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar 21. október 2025 08:01 Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Er skrift málið á tímum nútímatækni? Á að eyða dýrmætum kennslutíma í að kenna börnum að skrifa með skriffæri? Að láta þau skrifa sama bókstafinn aftur og aftur eða þar til þau geta skrifað hann alveg rétt og án umhugsunar? Er ekki skynsamlegra að kenna þeim strax á lyklaborð um leið og við kennum þeim að lesa og sleppa þessu veseni? Tenging skriftar, lesturs og ritunarfærni Svarið kann að koma á óvart en nýjar rannsóknir sýna að góð skriftarkunnátta hefur ótvírætt gildi fyrir nám á mörgum sviðum enn í dag. Þær hafa til dæmis sýnt fram á að börnum gengur betur að læra bókstafina ef lögð er áhersla á að þau nái góðum tökum á að skrifa þá um leið og þeir eru lagðir inn. Skriftarkennsla er því mikilvægur liður í farsælu lestrarnámi. Það að skrifa orð með skriffæri hjálpar börnum einnig að muna hvernig á að stafsetja rétt þar sem hugur og hönd eru virkjuð með nokkuð flóknum hætti á sama tíma. Börn sem búa yfir góðri skriftarkunnáttu eru líka betri og fljótari að semja texta og textinn þeirra verður oft lengri, ítarlegri og áhugaverðari því sjálf aðgerðin, að skrifa, íþyngir ekki minni barnsins. Framtíðarfærni: Frá blýanti til lyklaborðs Rúsínan í pylsuendanum er svo sú að börn sem hafa náð góðum tökum á lestri og skrift eru fljótari á ná tökum á lyklaborðinu sem er mjög mikilvæg færni fyrir nemendur á efri stigum grunnskólans og í framhaldsnámi. Það þarf því að kenna og þjálfa skrift fyrst eða þar til hún er orðinn áreynslulaus og svo notkun á lyklaborði þar til innslátturinn er orðinn alveg sjálfvirkur. Hvort tveggja þjónar sama tilgangi: Að gera börnum kleift að miðla eigin hugmyndum og þekkingu á árangursríkan hátt. Tíma í kennslu og þjálfun skriftar og notkunar lyklaborðs er því mjög vel varið. Við þetta má bæta að rannsóknir sýna að glósutaka með skriffæri er árangursríkari þar sem hún krefst virkar hlustunar og umhugsunar um aðal- og aukaatriði, því ekki er hægt að skrifa allt niður sem kennarinn segir. Loks hefur tilkoma gervigreindarinnar gert það að verkum að nemendur á efri skólastigum eru oftar en ekki látnir taka próf skriflega svo hægt sé að sannreyna raunverulega þekkingu á viðfangsefnum í námi, jafnvel kunnáttu í kóðun. Heildstætt námsefni fyrir skriftarkennslu Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur nú hafið útgáfu á heildastæðu skriftarnámsefni þar sem lögð hefur verið rík áhersla á að sjá kennurum fyrir nægu efni og björgum svo þeir geti einbeitt sér að gæðum skriftarkennslunnar. Til viðbótar við hefðbundið námsefni og kennsluleiðbeiningar geta kennarar sótt ýmis verkfæri á Skriftarvefinn en þar er til dæmis ítarleg umfjöllun um námsmat í skrift og hin frábæra Skriftarsmiðja. Hún gerir kennurum kleift að útbúa einstaklingsmiðað þjálfunarefni í skrift ef nemendur þurfa að æfa betur stafdrátt einstakra bók- og tölustafa eða tengingar. Eru kennarar hvattir til að kíkja á efnið því skrift er málið! Höfundur er sérfræðingur á sviði málþróska og læsis hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar