Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2025 06:45 Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að bílastæði við Laugardalsvöll verði eingöngu ætlað fólksbílum. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í síðustu viku en með tillögunni er ætlað að bregðast við því að fjölmargir verktakar, fyrirtæki eða aðrir hafi lagt stærri ökutækjum í stæðunum til lengri tíma og þar með teppt þau bílastæði sem starfsemi Laugardalsvallar þurfi í tengslum við viðburði. Samkvæmt tillögunni er vöruafhending og hópbifreiðar í akstri vegna Laugardalsvallar undanþegin banninu. Nokkrar deilur hafa staðið milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands vegna skólaþorps sem rís nú syðst á bílastæði Laugardalsvallar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Til mikilla óþæginda Í greinargerð með tillögunni segir að þessi notkun verktaka og annarra fyrirtækja á stæðunum sé til mikilla óþæginda og dragi úr aðgengi fyrir þau sem þurfi á þeim að halda og því sé brýnt að gripið verði til aðgerða til að tryggja ábyrga nýtingu þeirra. Til stendur að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við til að auglýsa bann við að leggja öðru en fólksbílum, allt í samræmi við reglugerð. Nágrannar sem geyma þar húsbíla og tjaldvagna Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins þar sem sagði meðal annars að umrædd stæði séu „ekki lokuð á leikdögum eða á öðrum viðburðum hjá [Laugardalsvelli] og því rosalega mikilvægt að þau sé laus þegar viðburðir eru“. Segir að starfsmenn Laugardalsvallar noti stæðin ekki fyrir rútur eða stærri bíla á þeirra vegum. „Hinsvegar hafa verktakar og fyrirtæki misnotað sér aðstöðu sína og lagt fullt fullt af tækjum og stærri bílum í þessi stæði. Verktakar sem vinna í hverfinu, nágrannar sem geyma húsbíla og tjaldvagna, heimilislausir búa í bílum sínum, númeralausir bílar sem standa hérna út á plani svo vikum skiptir, rútufyrirtæki, strætó kemur hér af og til og leggja nokkrum vögnum þvers og kruss og fleiri fleiri fyrirtæki. Engin af þessum tækjum og tólum er með undanþágu á að vera þarna. Því erum við að leita til ykkar um að merkja þessi stæði og benda á að þessi stæði eru ekki fyrir þessi tæki,“ segir í erindi vallarstjórans. Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í síðustu viku en með tillögunni er ætlað að bregðast við því að fjölmargir verktakar, fyrirtæki eða aðrir hafi lagt stærri ökutækjum í stæðunum til lengri tíma og þar með teppt þau bílastæði sem starfsemi Laugardalsvallar þurfi í tengslum við viðburði. Samkvæmt tillögunni er vöruafhending og hópbifreiðar í akstri vegna Laugardalsvallar undanþegin banninu. Nokkrar deilur hafa staðið milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands vegna skólaþorps sem rís nú syðst á bílastæði Laugardalsvallar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Til mikilla óþæginda Í greinargerð með tillögunni segir að þessi notkun verktaka og annarra fyrirtækja á stæðunum sé til mikilla óþæginda og dragi úr aðgengi fyrir þau sem þurfi á þeim að halda og því sé brýnt að gripið verði til aðgerða til að tryggja ábyrga nýtingu þeirra. Til stendur að koma upp viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við til að auglýsa bann við að leggja öðru en fólksbílum, allt í samræmi við reglugerð. Nágrannar sem geyma þar húsbíla og tjaldvagna Það var vallarstjóri Laugardalsvallar sem sendi upphaflega erindi til borgarinnar vegna málsins þar sem sagði meðal annars að umrædd stæði séu „ekki lokuð á leikdögum eða á öðrum viðburðum hjá [Laugardalsvelli] og því rosalega mikilvægt að þau sé laus þegar viðburðir eru“. Segir að starfsmenn Laugardalsvallar noti stæðin ekki fyrir rútur eða stærri bíla á þeirra vegum. „Hinsvegar hafa verktakar og fyrirtæki misnotað sér aðstöðu sína og lagt fullt fullt af tækjum og stærri bílum í þessi stæði. Verktakar sem vinna í hverfinu, nágrannar sem geyma húsbíla og tjaldvagna, heimilislausir búa í bílum sínum, númeralausir bílar sem standa hérna út á plani svo vikum skiptir, rútufyrirtæki, strætó kemur hér af og til og leggja nokkrum vögnum þvers og kruss og fleiri fleiri fyrirtæki. Engin af þessum tækjum og tólum er með undanþágu á að vera þarna. Því erum við að leita til ykkar um að merkja þessi stæði og benda á að þessi stæði eru ekki fyrir þessi tæki,“ segir í erindi vallarstjórans.
Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira