Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. október 2025 07:02 Myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir er með sýninguna Í fangi þínu má ég vera þung, má ég vera lítil. Vísir/Anton Brink „Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu. Fyrstu kynni eins og í rómantískri gamanmynd Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir er fædd árið 1999 og ólst upp í kringum menningu og listir. Pabbi hennar er tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og flutti fjölskyldan meðal annars til Ítalíu þegar Herdís var barn en það átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á hennar listsköpun. Herdís Hlíf hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni lífsleið og alltaf notast við listina sem einhvers konar tjáningarmáta. Hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands og fór árið 2022 í áframhaldandi nám til Ítalíu þar sem listrænar rætur hennar liggja. Ný sýning Herdísar er stórbrotin!Vísir/Anton Brink Í dag er hún yfir sig ástfangin og smitast það án efa yfir í verk hennar sem eru nú til sýnis í SIND galleríi. „Þetta er algjör ástarsögusýning og það má alveg segja að það endurspegli líf mitt í dag. Fyrstu kynni okkar voru eins og í rómantískri gamanmynd. Við kynntumst í Feneyjum fyrir einu og hálfu ári síðan.“ Hápersónuleg speglun Herdís Hlíf var þar í starfsnámi á tvíæringnum og sat yfir sýningu Hildigunnar Birgisdóttur þar. „Það koma auðvitað þúsundir gesta á dag þangað. William, kærasti minn, kemur inn og við förum eiginlega á mis við hvort annað þrisvar sinnum en náum alltaf augnsambandi og það er eitthvað sem kviknar strax. Svo rekumst við eiginlega bara utan í hvort annað í völundarhúsinu sem Feneyjar eru síðar um kvöldið og verðum bara ástfangin,“ segir Herdís og hlær. Gullfallegt par! Kærasti Herdísar er hennar andagift á sýningunni. Aðsend „Þessi sýning mín er svolítið innblásin af honum, hann er mín andagift (e. muse).“ Herdís hefur alltaf verið óhrædd við að kafa djúpt inn á við í listinni. „Mín líðan endurspeglar alltaf mína list. Verkin eru gluggi inn í mitt innra líf hverju sinni þannig þú getur alltaf séð hvað er að frétta hjá mér. Þetta er auðvitað hápersónulegt en á sama tíma boð um speglun fyrir gesti.“ Líkaminn lætur vita Þrátt fyrir að setja engar hömlur á sköpunina segist Herdís ekki alltaf meðvituð um hvað hún er að skapa eða þá hvernig það tengist henni. „Á einhvern hátt er það þannig að ég stjórna því ekkert hvað ég dreg upp úr mér hverju sinni. Líkaminn segir mér þegar ég þarf að mála. Ef ég er að ganga í gegnum eitthvað er smá eins og ég sé búin að skila því þegar þetta er komið á strigann. Ég fatta ekki almennilega hvað er að gerast fyrr en eftir á. Það hefur nokkrum sinnum gerst að ég er búin að vera í geggjuðu flæði, mála heilan helling og svo stend ég í sýningarrýminu fimm mínútur í opnun og fatta bara að verkin eru hellað berskjaldandi og allir gestir eru bara að fara að sjá þetta,“ segir Herdís kímin. Herdís segist oft ekki fatta hve berskjaldandi verkin hennar eru fyrr en þau eru komin upp á sýningu.Vísir/Anton Brink Gat ekki beðið eftir að flytja frá Akureyri Herdís byrjaði ung að árum að teikna. „Ég fór svo í Myndlistarskólann á Akureyri þegar ég var sautján ára og var þá yngsti nemandinn þar. Við fluttum þangað þegar ég var sextán og ég bjó þar í tvö ár, en það var alveg mjög skrýtið að flytja úr borg í sveit á þeim aldri, á viðkvæmum stað og spennt fyrir einhverju sem er stærra. Um leið og ég varð átján ára var ég farin.“ Herdís naut sín þó í náminu og lærði klassíska málun þar. „Það var þvert á það sem var kennt í LHÍ svo. Ég lærði á olíumálvekrin og hef ekki hætt í þeim síðan ég tók fyrsta áfangann. Svo bætti ég við frekari málaralist á Ítalíu.“ Það var ást við fyrstu sýn þegar Herdís málaði fyrst með olíulitum.Vísir/Anton Brink Hún segir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. „Þetta small bara einhvern veginn. Ég hafði alltaf verið að teikna en margir eru smá hræddir við olíuna. Það eru alls konar tæki og tól sem þú þarft að kunna á en þetta var bara einhver tenging búin til í himnaríki (e. match made in heaven).“ Níu ára með gömlu meistarana á heilanum Þegar Herdís var níu ára flutti hún með fjölskyldu sinni til Ítalíu. „Pabbi var að semja óperu og við vorum í nokkra mánuði í Flórens. Ég heillaðist algjörlega að málverkinu og man eftir því að hafa verið nía ára gömul á Uffizi safninu að horfa á Botticelli og algjörlega heillast af því. Ég er algjör maximalisti í lífinu og það hefur alltaf verið drama út í gegn hjá mér. Ég vil blæðandi hjarta og hef alltaf verið þannig.“ Herdís hefur eytt miklum tíma á Ítalíu og er mikið fyrir blæðandi, tilfinningaríkt drama.Aðsend Árið 2020 byrjar Herdís í Listaháskóla Íslands og á þar mjög sérstök ár, þar sem Covid setti strik í reikninginn. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um þennan tíma, eins og örugglega allir. Þetta var mjög einangrandi og skrýtið fyrir okkur í bekknum að mega ekkert blandast eða tengjast. Lokasýningin okkar á fyrsta árinu fór fram í tíu manna samkomubanni og ég var með gifsverk sem snerist mikið um snertingu en auðvitað mátti enginn snerta það. Við í bekknum kynntumst ekki almennilega fyrr en á seinni önninni á öðru ári. Það er svo mikið um þverfræðilegt samstarf í LHÍ en það gat ekkert átt sér stað fyrr en bara í lok námsins. Auðvitað eru margir gallar en að sama skapi var einbeitingin hjá manni gríðarleg. Ég fór djúpt inn á við, prófaði alls konar hluti og ögraði sjálfri mér.“ Áttræðir ítalskir kennarar sem töluðu enga ensku Vorið 2022 fer Herdís svo aftur til Ítalíu að læra ein síns liðs. „Covid reglurnar voru enn rosalega strangar þar á þeim tíma og það var magnað að fá að upplifa að heimsækja söfn og kirkjur í fámenni. Ég var í námi við Accademia di Brera í Mílanó sem kenndi háklassa endurreisnarstíl og fleira, eins og að búa til steinda glugga. Kennararnir voru allir áttræðir ítalskir menn og enginn talaði ensku. Mig langaði líka að ná tökum á ítölskunni og þetta var mikið ævintýri,“ segir Herdís glöð í bragði. Herdís á góðum degi í Feneyjum.Aðsend Herdís er óhrædd við að ögra sér og naut lífsins á Ítalíu í botn. „Mér finnst gott að vera með sjálfri mér og upplifa. Ég hef alltaf verið með útþrá og Ítalía togað í mig frá æsku. Hvert tækifæri sem ég fæ til að eyða þar gríp ég og mér finnst Ítalía smá vera mitt annað heimili.“ Næsta ævintýri er hins vegar í London. „Ég elti ástina þangað en kærastinn minn er frá Bretlandi. Við erum að koma okkur fyrir þar, vorum að fá samþykkta íbúð og ég hlakka mikið til. Hann er sviðslistamaður en líka menntaður dýrafræðingur, mjög þverfræðilegur,“ segir Herdís kímin og bætir við: „Við hlökkum til að koma okkur fyrir og ég held ótrauð áfram að mála og verð með annan fótinn heima.“ Herdís og William eru yfir sig ástfangin og voru að flytja saman til London.Aðsend Var á viðkvæmasta aldri í sjálfskaðabylgju Herdís á auðvelt með að berskjalda sig bæði í listinni og líka lífinu og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt með sjálfri sér sem hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að ræða. „Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu hjá mér. Á unglingsárunum fór ég djúpt í mikinn sjálfsskaða og gekk í gegnum mikið myrkur.“ Herdís hefur gengið í gegnum dimma dali en á í fallegu og góðu sambandi við sjálfa sig í dag.Aðsend Þegar Herdís var þrettán ára, á mjög viðkvæmum aldri, voru samfélagsmiðlar að ryðja sér til rúms. „Ég datt beint inn í Tumblr tímabilið og Snapchat var á sama tíma að byrja. Internetið er þarna í raun mjög óstýrilátt og kaotískt og á þessum tíma myndast ákveðin sjálfsskaðabylgja. Ég veit það eru margir sem tengja við það sem eru á svipuðum aldri og ég. Ég leyfi mér að fullyrða að í það minnsta fimmta hver stelpa var að fikta við eitthvað svona. Ég var líka akkúrat markhópurinn fyrir þetta.“ Treystir innsæinu og alheiminum og fagnar ævintýrum Hún segir að mörgu leyti undarlegt að rifja þetta upp. „Það er áhugavert því ég er kominn á þann stað núna að þetta er fjarstæðukenndur veruleiki. Auðvitað er þetta alltaf partur af mér og ég ber þetta alltaf með mér því örin fara ekkert. Ég er meðvituð um það að oft á tíðum er þetta það fyrsta sem fólk tekur eftir ef ég er með bera handleggi eða fótleggi.“ Aðspurð hvort hún forðist það að sýna þessa líkamshluta svarar Herdís: „Nei ég geri það ekki og ég ber það með stolti. Mér finnst mikilvægt að við normaliserum það að vera með ör. Þannig í dag er sambandið mitt við sjálfa mig gott, það einkennist af því að treysta innsæinu og alheiminum og lifa í ævintýri. Ég hef oft lifað í miklum sjálfsefa og bulli en ekki núna, ég kann að vera stolt af mér og vil vera góð við sjálfa mig. Ég get alveg tekið hrósi og ég veit alveg hvað ég er að gera.“ Flest öll verk gerð á síðustu tveimur mánuðum Sýningin hennar Herdísar er í SIND galleríi til og með 8. nóvember. „Þessi sýning er algjör gluggi inn í líðandi stund. Nánast öll verkin eru unnin á síðustu tveimur mánuðum þannig þetta er bókstaflega móment í mínu lífi. Hún fjallar um traust, nánd og vera ástfangin en líka um þessa sjálfsfórn sem felst í því að treysta öðrum að halda utan um þig, hvað það er brothætt. Sömuleiðis óvissan sem fylgir því leyfa sér að falla, að vita að faðmurinn er þarna til að grípa þig en þú þarft að treysta því. Verkin mín eru alltaf sjálfsævisögulegir punktar á tímalínu. Þessi ást er líka svolítið barnslegt skot og einkennist af því hvað maður verður lítill þegar maður er ástfanginn. Það er líka fegurð í því hvað þetta er sammannlegt. Þrátt fyrir það að enginn sé að upplifa heiminn eins erum við samt öll búin til úr sömu tilfinningunum.“ Ást, traust og fegurð er ríkjandi í verkum Herdísar í SIND.Aðsend Nekt sem þarf ekki að vera kynferðisleg Nektin hefur líka alltaf verið vinsælt viðfangsefni hjá Herdísi en sjaldnast á afmarkaðan og kynferðislegan hátt. „Listasögulega séð hefur nektin alltaf verið áberandi og sérstaklega ef við förum hundruð ár aftur í tímann. Ég hef alltaf gaman að því að vísa í það. Ég hef alveg notað nektina til þess að ögra og pota en ekki núna. Það er vissulega mikil nekt núna sem væri hægt að túlka á kynferðislegan hátt en það þarf ekki að vera. Það sem ég er að reyna að tjá einkennist af þessari hversdagslegu nánd holdsins, koddahjali og því að treysta annarri manneskju algjörlega fyrir líkama þínum. Hún byrjar að þekkja líkamann þinn jafnvel betur en þú, sér til dæmis fæðingarbletti sem þú vissir kannski ekki af og annað.“ Blóm og gleði eftir sýningaropnun!Aðsend Fegurðin hefur alltaf verið í forgrunni hjá Herdísi. Ég vil alltaf halda í fegurðina og ég veit ekki nákvæmlega hvaðan það kemur. Það er svo margt ljótt í heiminum og mér finnst að við ættum öll að reyna að leita í fegurðina.“ Tilfinningarnar alltaf fyrst Hún segir að það hafi klárlega verið svolítið pönkað af sér að fara í þessa fagurfræði í listaháskólanum. „Ég var mjög ein á báti í þessu, þetta var ekki menningin innan skólans og fólk var að gera allt öðruvísi hluti. Það var þannig séð ekki mikið verið að peppa málverkið og ég var aðeins að synda á móti straumnum. Mér finnst það vanta svolítið að hafa tæknilega nákvæm, blæðandi málverk, það er algjörlega pláss fyrir það. Tilfinningarnar taka alltaf yfir hjá mér. Það þarf alls ekki að vera einhver angist en markmiðið er alltaf að láta fólk finna fyrir einhverju,“ segir Herdís brosandi að lokum. Hér má kynna sér verk Herdísar betur. Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Ítalía Bretland Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira
Fyrstu kynni eins og í rómantískri gamanmynd Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir er fædd árið 1999 og ólst upp í kringum menningu og listir. Pabbi hennar er tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og flutti fjölskyldan meðal annars til Ítalíu þegar Herdís var barn en það átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á hennar listsköpun. Herdís Hlíf hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni lífsleið og alltaf notast við listina sem einhvers konar tjáningarmáta. Hún útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands og fór árið 2022 í áframhaldandi nám til Ítalíu þar sem listrænar rætur hennar liggja. Ný sýning Herdísar er stórbrotin!Vísir/Anton Brink Í dag er hún yfir sig ástfangin og smitast það án efa yfir í verk hennar sem eru nú til sýnis í SIND galleríi. „Þetta er algjör ástarsögusýning og það má alveg segja að það endurspegli líf mitt í dag. Fyrstu kynni okkar voru eins og í rómantískri gamanmynd. Við kynntumst í Feneyjum fyrir einu og hálfu ári síðan.“ Hápersónuleg speglun Herdís Hlíf var þar í starfsnámi á tvíæringnum og sat yfir sýningu Hildigunnar Birgisdóttur þar. „Það koma auðvitað þúsundir gesta á dag þangað. William, kærasti minn, kemur inn og við förum eiginlega á mis við hvort annað þrisvar sinnum en náum alltaf augnsambandi og það er eitthvað sem kviknar strax. Svo rekumst við eiginlega bara utan í hvort annað í völundarhúsinu sem Feneyjar eru síðar um kvöldið og verðum bara ástfangin,“ segir Herdís og hlær. Gullfallegt par! Kærasti Herdísar er hennar andagift á sýningunni. Aðsend „Þessi sýning mín er svolítið innblásin af honum, hann er mín andagift (e. muse).“ Herdís hefur alltaf verið óhrædd við að kafa djúpt inn á við í listinni. „Mín líðan endurspeglar alltaf mína list. Verkin eru gluggi inn í mitt innra líf hverju sinni þannig þú getur alltaf séð hvað er að frétta hjá mér. Þetta er auðvitað hápersónulegt en á sama tíma boð um speglun fyrir gesti.“ Líkaminn lætur vita Þrátt fyrir að setja engar hömlur á sköpunina segist Herdís ekki alltaf meðvituð um hvað hún er að skapa eða þá hvernig það tengist henni. „Á einhvern hátt er það þannig að ég stjórna því ekkert hvað ég dreg upp úr mér hverju sinni. Líkaminn segir mér þegar ég þarf að mála. Ef ég er að ganga í gegnum eitthvað er smá eins og ég sé búin að skila því þegar þetta er komið á strigann. Ég fatta ekki almennilega hvað er að gerast fyrr en eftir á. Það hefur nokkrum sinnum gerst að ég er búin að vera í geggjuðu flæði, mála heilan helling og svo stend ég í sýningarrýminu fimm mínútur í opnun og fatta bara að verkin eru hellað berskjaldandi og allir gestir eru bara að fara að sjá þetta,“ segir Herdís kímin. Herdís segist oft ekki fatta hve berskjaldandi verkin hennar eru fyrr en þau eru komin upp á sýningu.Vísir/Anton Brink Gat ekki beðið eftir að flytja frá Akureyri Herdís byrjaði ung að árum að teikna. „Ég fór svo í Myndlistarskólann á Akureyri þegar ég var sautján ára og var þá yngsti nemandinn þar. Við fluttum þangað þegar ég var sextán og ég bjó þar í tvö ár, en það var alveg mjög skrýtið að flytja úr borg í sveit á þeim aldri, á viðkvæmum stað og spennt fyrir einhverju sem er stærra. Um leið og ég varð átján ára var ég farin.“ Herdís naut sín þó í náminu og lærði klassíska málun þar. „Það var þvert á það sem var kennt í LHÍ svo. Ég lærði á olíumálvekrin og hef ekki hætt í þeim síðan ég tók fyrsta áfangann. Svo bætti ég við frekari málaralist á Ítalíu.“ Það var ást við fyrstu sýn þegar Herdís málaði fyrst með olíulitum.Vísir/Anton Brink Hún segir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. „Þetta small bara einhvern veginn. Ég hafði alltaf verið að teikna en margir eru smá hræddir við olíuna. Það eru alls konar tæki og tól sem þú þarft að kunna á en þetta var bara einhver tenging búin til í himnaríki (e. match made in heaven).“ Níu ára með gömlu meistarana á heilanum Þegar Herdís var níu ára flutti hún með fjölskyldu sinni til Ítalíu. „Pabbi var að semja óperu og við vorum í nokkra mánuði í Flórens. Ég heillaðist algjörlega að málverkinu og man eftir því að hafa verið nía ára gömul á Uffizi safninu að horfa á Botticelli og algjörlega heillast af því. Ég er algjör maximalisti í lífinu og það hefur alltaf verið drama út í gegn hjá mér. Ég vil blæðandi hjarta og hef alltaf verið þannig.“ Herdís hefur eytt miklum tíma á Ítalíu og er mikið fyrir blæðandi, tilfinningaríkt drama.Aðsend Árið 2020 byrjar Herdís í Listaháskóla Íslands og á þar mjög sérstök ár, þar sem Covid setti strik í reikninginn. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um þennan tíma, eins og örugglega allir. Þetta var mjög einangrandi og skrýtið fyrir okkur í bekknum að mega ekkert blandast eða tengjast. Lokasýningin okkar á fyrsta árinu fór fram í tíu manna samkomubanni og ég var með gifsverk sem snerist mikið um snertingu en auðvitað mátti enginn snerta það. Við í bekknum kynntumst ekki almennilega fyrr en á seinni önninni á öðru ári. Það er svo mikið um þverfræðilegt samstarf í LHÍ en það gat ekkert átt sér stað fyrr en bara í lok námsins. Auðvitað eru margir gallar en að sama skapi var einbeitingin hjá manni gríðarleg. Ég fór djúpt inn á við, prófaði alls konar hluti og ögraði sjálfri mér.“ Áttræðir ítalskir kennarar sem töluðu enga ensku Vorið 2022 fer Herdís svo aftur til Ítalíu að læra ein síns liðs. „Covid reglurnar voru enn rosalega strangar þar á þeim tíma og það var magnað að fá að upplifa að heimsækja söfn og kirkjur í fámenni. Ég var í námi við Accademia di Brera í Mílanó sem kenndi háklassa endurreisnarstíl og fleira, eins og að búa til steinda glugga. Kennararnir voru allir áttræðir ítalskir menn og enginn talaði ensku. Mig langaði líka að ná tökum á ítölskunni og þetta var mikið ævintýri,“ segir Herdís glöð í bragði. Herdís á góðum degi í Feneyjum.Aðsend Herdís er óhrædd við að ögra sér og naut lífsins á Ítalíu í botn. „Mér finnst gott að vera með sjálfri mér og upplifa. Ég hef alltaf verið með útþrá og Ítalía togað í mig frá æsku. Hvert tækifæri sem ég fæ til að eyða þar gríp ég og mér finnst Ítalía smá vera mitt annað heimili.“ Næsta ævintýri er hins vegar í London. „Ég elti ástina þangað en kærastinn minn er frá Bretlandi. Við erum að koma okkur fyrir þar, vorum að fá samþykkta íbúð og ég hlakka mikið til. Hann er sviðslistamaður en líka menntaður dýrafræðingur, mjög þverfræðilegur,“ segir Herdís kímin og bætir við: „Við hlökkum til að koma okkur fyrir og ég held ótrauð áfram að mála og verð með annan fótinn heima.“ Herdís og William eru yfir sig ástfangin og voru að flytja saman til London.Aðsend Var á viðkvæmasta aldri í sjálfskaðabylgju Herdís á auðvelt með að berskjalda sig bæði í listinni og líka lífinu og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt með sjálfri sér sem hún hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að ræða. „Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu hjá mér. Á unglingsárunum fór ég djúpt í mikinn sjálfsskaða og gekk í gegnum mikið myrkur.“ Herdís hefur gengið í gegnum dimma dali en á í fallegu og góðu sambandi við sjálfa sig í dag.Aðsend Þegar Herdís var þrettán ára, á mjög viðkvæmum aldri, voru samfélagsmiðlar að ryðja sér til rúms. „Ég datt beint inn í Tumblr tímabilið og Snapchat var á sama tíma að byrja. Internetið er þarna í raun mjög óstýrilátt og kaotískt og á þessum tíma myndast ákveðin sjálfsskaðabylgja. Ég veit það eru margir sem tengja við það sem eru á svipuðum aldri og ég. Ég leyfi mér að fullyrða að í það minnsta fimmta hver stelpa var að fikta við eitthvað svona. Ég var líka akkúrat markhópurinn fyrir þetta.“ Treystir innsæinu og alheiminum og fagnar ævintýrum Hún segir að mörgu leyti undarlegt að rifja þetta upp. „Það er áhugavert því ég er kominn á þann stað núna að þetta er fjarstæðukenndur veruleiki. Auðvitað er þetta alltaf partur af mér og ég ber þetta alltaf með mér því örin fara ekkert. Ég er meðvituð um það að oft á tíðum er þetta það fyrsta sem fólk tekur eftir ef ég er með bera handleggi eða fótleggi.“ Aðspurð hvort hún forðist það að sýna þessa líkamshluta svarar Herdís: „Nei ég geri það ekki og ég ber það með stolti. Mér finnst mikilvægt að við normaliserum það að vera með ör. Þannig í dag er sambandið mitt við sjálfa mig gott, það einkennist af því að treysta innsæinu og alheiminum og lifa í ævintýri. Ég hef oft lifað í miklum sjálfsefa og bulli en ekki núna, ég kann að vera stolt af mér og vil vera góð við sjálfa mig. Ég get alveg tekið hrósi og ég veit alveg hvað ég er að gera.“ Flest öll verk gerð á síðustu tveimur mánuðum Sýningin hennar Herdísar er í SIND galleríi til og með 8. nóvember. „Þessi sýning er algjör gluggi inn í líðandi stund. Nánast öll verkin eru unnin á síðustu tveimur mánuðum þannig þetta er bókstaflega móment í mínu lífi. Hún fjallar um traust, nánd og vera ástfangin en líka um þessa sjálfsfórn sem felst í því að treysta öðrum að halda utan um þig, hvað það er brothætt. Sömuleiðis óvissan sem fylgir því leyfa sér að falla, að vita að faðmurinn er þarna til að grípa þig en þú þarft að treysta því. Verkin mín eru alltaf sjálfsævisögulegir punktar á tímalínu. Þessi ást er líka svolítið barnslegt skot og einkennist af því hvað maður verður lítill þegar maður er ástfanginn. Það er líka fegurð í því hvað þetta er sammannlegt. Þrátt fyrir það að enginn sé að upplifa heiminn eins erum við samt öll búin til úr sömu tilfinningunum.“ Ást, traust og fegurð er ríkjandi í verkum Herdísar í SIND.Aðsend Nekt sem þarf ekki að vera kynferðisleg Nektin hefur líka alltaf verið vinsælt viðfangsefni hjá Herdísi en sjaldnast á afmarkaðan og kynferðislegan hátt. „Listasögulega séð hefur nektin alltaf verið áberandi og sérstaklega ef við förum hundruð ár aftur í tímann. Ég hef alltaf gaman að því að vísa í það. Ég hef alveg notað nektina til þess að ögra og pota en ekki núna. Það er vissulega mikil nekt núna sem væri hægt að túlka á kynferðislegan hátt en það þarf ekki að vera. Það sem ég er að reyna að tjá einkennist af þessari hversdagslegu nánd holdsins, koddahjali og því að treysta annarri manneskju algjörlega fyrir líkama þínum. Hún byrjar að þekkja líkamann þinn jafnvel betur en þú, sér til dæmis fæðingarbletti sem þú vissir kannski ekki af og annað.“ Blóm og gleði eftir sýningaropnun!Aðsend Fegurðin hefur alltaf verið í forgrunni hjá Herdísi. Ég vil alltaf halda í fegurðina og ég veit ekki nákvæmlega hvaðan það kemur. Það er svo margt ljótt í heiminum og mér finnst að við ættum öll að reyna að leita í fegurðina.“ Tilfinningarnar alltaf fyrst Hún segir að það hafi klárlega verið svolítið pönkað af sér að fara í þessa fagurfræði í listaháskólanum. „Ég var mjög ein á báti í þessu, þetta var ekki menningin innan skólans og fólk var að gera allt öðruvísi hluti. Það var þannig séð ekki mikið verið að peppa málverkið og ég var aðeins að synda á móti straumnum. Mér finnst það vanta svolítið að hafa tæknilega nákvæm, blæðandi málverk, það er algjörlega pláss fyrir það. Tilfinningarnar taka alltaf yfir hjá mér. Það þarf alls ekki að vera einhver angist en markmiðið er alltaf að láta fólk finna fyrir einhverju,“ segir Herdís brosandi að lokum. Hér má kynna sér verk Herdísar betur.
Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Geðheilbrigði Ítalía Bretland Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira