Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Þegar kemur að víglínunni hafa orðið tiltölulega litlar hreyfingar á undanförnum vikum og mánuðum. Samhliða því virðist sem bæði Rússar og Úkraínumenn leggi nú meira kapp á að valda hvorum öðrum skaða með langdrægum árásum gegn innviðum og hagkerfi. Úkraínumenn hafa lagt sérstakt kapp á að valda skemmdum á olíu- og gasframleiðsluinnviðum í Rússlandi. Þessar árásir virðast hafa borið nokkurn árangur en fregnir af eldsneytisskorti hafa borist frá flestum héruðum Rússlands á undanförnum vikum, samhliða töluverðum samdrætti í framleiðslu olíuafurða. Sjá einnig: Hægagangur á rússneska hagkerfinu Ofan á það berast þær fregnir frá Rússlandi að sjóðir mismunandi hluta sambandsríkisins séu að tæmast og þá að miklu leyti vegna þeirra háu upphæða sem borgaðar eru til manna sem ganga í herinn. Í frétt Moscow Times segir að mörg héruð Rússlands stefni hraðbyri að fjárhagskrísu. Blaðamaðurinn Steve Rosenberg, sem starfar fyrir BBC í Rússlandi, fór í gær yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, þar sem meðal annars kom fram að samkvæmt fjárlögum Rússlands yrði 38 prósentum af öllum útgjöldum ríkisins varið til varnarmála. With the Budapest summit off, one Russian paper criticizes the “capriciousness & fickleness of our main negotiating partner.” Plus, “investment activity rapidly worsening” & “less than a third of Russians have hope life will improve.” #ReadingRussia pic.twitter.com/ptip0vO1ES— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) October 23, 2025 Þá hafa Rússar gert ítrekaðar og markvissar árásir á orkuinnviði í Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa valdið miklum skemmdum á orkuverum og dreifikerfi víðsvegar um Úkraínu og virðist sem Úkraínumenn eigi kaldan vetur í vændum. Umfangsmestu bardagar síðustu vikna hafa að mestu leiti orðið nærri Pokrovsk í Dónetskhéraði og við Kupíansk í Karkívhéraði. Rússum hefur einnig tekist að sækja lítillega fram í vesturhluta Sapórisjíahéraðs. Hér að neðan verður farið yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu, hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og olíusölu Rússa, hvernig friður gæti litið út í framtíðinni, frystar eigur Rússa sem ráðamenn í Evrópu vilja nota og meðal annars svo Úkraínumenn geti keypt allt að hundrað og fimmtíu herþotur af Svíum, breytingar á sóknaraðgerðum Rússa og breytingar á úkraínska hernum, árásir Rússa á úkraínski orkuver og dreifikerfi landsins og ódæði gegn óbreyttum borgurum. Úkraínskur hermaður í Kostíantívka í Dónetskhéraði.AP/Oleg Petrasiuk Staðan versnar í Pokrovsk Enn leggja Rússar mikla áherslu á að leggja borgina Pokrovsk undir sig en árásir þeirra á hana hafa staðið yfir í marga mánuði. Framsókn Rússa þar er sögð hafa kostað þá gífurlega en þrátt fyrir það hafa rússneskir hermenn þokast áfram, í stærri hópum en áður. Sjá einnig (Frá því í júlí): Pokrovsk riðar til falls Nú virðist sem einhverjir rússneskir hermenn séu komnir inn í borgina en Úkraínumönnum verður sífellt erfiðara að flytja hermenn og birgðir þangað vegna rússneskra dróna, samkvæmt greiningu Kiyv Independent. Það hefur gert varnir borgarinnar enn erfiðari. Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að skjóta óbreytta borgara á götum Pokrovsk. Hér að neðan má sjá samantekt Telegraph á myndefni sem úkraínskir hermenn birtu frá Pokrovsk. 🔴 A small Russian sabotage and reconnaissance group “violated international humanitarian law and killed several civilians” after they reached the centre of Pokrovsk, the 7th Corps of Ukraine’s Air Assault Forces have said.Read the full story here ⬇️https://t.co/yV68CxbNRe pic.twitter.com/onKK8XwdhW— The Telegraph (@Telegraph) October 22, 2025 Það að gera markvissar árásir á birgðaflutninga Úkraínumanna er ekki ný aðferð Rússa í Úkrainu en umfang þessara árása hefur aukist til muna. Þá hafa vegalengdirnar sem rússneskir drónar ná bakvið víglínuna lengst. Í austurhluta Úkraínu eru vegirnir sem liggja að skotgröfunum jafnvel orðnir hættulegri en skotgrafirnar sjálfar, samkvæmt því sem úkraínskir hermenn sögðu við blaðamenn Wall Street Journal í síðasta mánuði. Meðal leiða sem Úkraínumenn hafa beitt til að sporna gegn þessu er að leggja net yfir heilu þjóðvegina í átt að víglínunni. Úkraínskir hermenn ferðast líka meira um á næturnar og í smærri og hraðskreiðari farartækjum. Þá sitja oft hermenn vopnaðir haglabyssum á pöllum bíla sem eru notaðir til flutninga og er þeirra markmið að skjóta rússneska drjóna niður. Ukrainian soldier returning from a combat mission takes out a Russian Jdun (0:08) drone with a shotgun. Velyki Prokhody, Kharkiv region. (0:14) pic.twitter.com/9Ck3cyhD8A— Ukraine - Combat Footage Archive 🇬🇪 🇺🇦 (@Bodbe6) September 24, 2025 Sækja fram í Kúpíansk Rússar hafa einnig náð árangri við borgina Kúpíansk í Karkívhéraði og inn í borginni. Hlutar borgarinnar eru í höndum Rússa en sókn þeirra þar gæti mögulega ógnað viðveru úkraínskra hermanna á stóru svæði í austurhluta Úkraínu, verði hún ekki stöðvuð. Enn sem komið er lítur ekki út fyrir að Rússar hafi brotið sér leið í gegnum línur Úkraínumanna þar en rússneskir hermenn hafa um nokkuð langt skeið átt í basli með að sækja fram af miklum hraða, þó þeir hafi komist í gegnum línur Úkraínumanna. Úkraínumenn eru sagðir hafa reynt að stöðva Rússa í og við Kúpínask með fleiri loftárásum en áður og svo hafi sérsveitir einnig reynt að halda aftur af Rússum. Þá segjast Úkraínumenn hafa sigrað flesta rússneska hermenn sem komust í gegnum varnarlínur þeirra norður af Pokrovsk í sumar. Þeir frelsuðu þorpið Kutsjerív Jar og segja Úkraínumenn að rúmlega fimmtíu Rússar hafi verið handsamaðir. ❗️The Air Assault Forces of the Armed Forces of Ukraine report that more than 50 Russian servicemen were taken prisoner during the liberation of the village of Kucheriv Yar in the Dobropillia direction.The operation was carried out by units of the Air Assault Forces, in… pic.twitter.com/5OxIstWYno— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 22, 2025 Nokkuð umfangsmiklir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað á þessu svæði og hafa Úkraínumenn þurft að senda marga af sínum bestu hermönnum á svæðið. Það gæti vel hafa komið niður á vörnum Úkraínumanna annarsstaðar á víglínunni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði þó fyrr í haust að Úkraínumenn teldu að þessi framsókn Rússa hefði komið niður á öðrum ætlunum þeirra í sumar og hún hefði í raun reynst Úkraínumönnum vel. Einn af yfirmönnum úkraínska hersins tók undir það í ítarlegu viðtali. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. 2/ Russian Offensive Campaign Assessment, October 23, 2025: https://t.co/ijrsAjb1vF pic.twitter.com/yhpr1wtcXo— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) October 24, 2025 Viðræður við Pútín hafa litlum árangri skilað Enn er Donald Trump að reyna að stilla til friðar og hefur honum orðið lítið ágengt frá því hann fundaði með Vladimír Pútín í Alaska í sumar. Trump ræddi á dögunum bæði Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en þau samtöl virðast hafa skilað litlum árangri. Trump sagðist ætla að hitta Pútín í Búdapest í Ungverjalandi og það strax í næstu viku. Í millitíðinni talaði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Sergei Lavrov, kollega sinn í Rússlandi. Eftir það símtal ákváðu Bandaríkjamenn að hætta við fundinn með Pútín. Talsmaður Pútíns hafði einnig gefið til kynna að ólíklegt væri að af fundinum yrði. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Trump sagðist ekki vilja sóa tíma sínum með að funda með Pútín að svo stöddu. Selenskí og ráðamenn í Evrópu hafa sagt að Pútín sé að draga Trump á asnaeyrunum og reyna að vinna sér inn tíma og koma í veg fyrir að Trump beiti Rússland frekari refsiaðgerðum. Það hefur Trump ítrekað neitað að gera þó hann hafi ítrekað hótað því. Sjá einnig: Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Trump hafði þó beitt tollum gegn Indlandi til að reyna að fá þá til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Hvort það hafi skilað ætluðum árangri er óljóst, þó Trump hafi lýst því yfir að Indverjar ætluðu alfarið að hætta að kaupa olíu af Rússum. Í vikunni tók Trump svo það skref að beita Rússum hertum aðgerðum og kvartaði hann yfir því að hafa átt mörg samtöl við Pútín sem hann hefði talið góð en hefðu svo engu skilað. Refsiaðgerðirnar beinast að rússnesku fyrirtækjunum Rosneft og Lukoil. Sjá einnig: Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sala á jarðgasi, olíu og olíuafurðum er lang stærsta tekjulind rússneska ríkisins og hefur gert Pútín kleift að dæla peningum í herinn og halda uppi hagkerfi Rússlands, þrátt fyrir heimsins umfangsmestu refsiaðgerðir síðan innrásin í Úkraínu hófst. Forsvarsmenn stærstu olíuvinnslu Indlands hafa sagst ætla að „endurstilla“ kaup sín á rússneskri olíu vegna refsiaðgerðanna. Svipaðar fregnir eru að berast frá Kína en ríkin tvö hafa verið lang stærstu kaupendur rússneskrar olíu frá 2022. Eftir tilkynningu Trumps greip Evrópusambandið einnig til hertra aðgerða gegn Rússum, sem beindust sérstaklega að svokölluðum skuggaflota Rússa. Það eru flutningaskip sem Rússar hafa verið að nota til að komast hjá refsiaðgerðum. ESB kynnti einnig bann við kaupum á jarðgasi frá Rússlandi en Frakkar hafa keypt mikið magn af því af Rússum á þessu ári, samkvæmt blaðamanni Fox News. Þá voru einnig settar takmarkanir á ferðalög rússneskra erindreka um Schengen-svæðið, og er vísað til fjölþátta ógna frá Rússlandi. Frekari upplýsingar um þennan nítjánda refsiaðgerðapakka ESB má finna hér. Aðgerðirnar eru nokkuð umfangsmiklar. EU Member States have approved our 19th package of sanctions against Russia.We’re keeping the pressure high on the aggressor.For the first time we are hitting Russia’s gas sector - the heart of its war economy.We will not relent until the people of Ukraine have a just and… https://t.co/HQTknzy2uC— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Vonast til að Pútín breyti um stefnu Trump hefur reynt að fá Pútín til að samþykkja skilyrðislaust vopnahlé, svo frekari viðræður geti átt sér stað í framhaldi af því. Það hafa Rússar þvertekið fyrir að gera, þó Úkraínumenn hafi samþykkt það. Hann vonast til þess að refsiaðgerðirnar muni hafa áhrif á Pútín og fá hann til að breyta um stefnu. Trump sagði einnig við blaðamenn í vikunni að hann vildi ekki selja Úkraínumönnum bandaríska stýriflaugar, eins og hafði verið til umræðu og hann hafði gefið til kynna. Það væri vegna þess að eina leiðin til að skjóta þeim að skotmörkum í Rússlandi væri með bandarískum hermönnum. Slíkt yrði ekki gert. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að refsiaðgerðirnar myndu ekki hafa mikil áhrif á efnahag ríkisins. Hvernig gæti friður litið út? Frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 hafa ráðamenn í Rússlandi ekkert látið af kröfum sínum. Það eru í raun kröfur sem Pútín hefur haft í mörg ár og hann og aðrir í Rússlandi hafa iðulega talað um þær sem „grunnástæður“ stríðsins. Þar er Pútín að vísa til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rússneskir erindrekar hafa einnig talað fyrir því að Rússar fái að eiga þau héruð Úkraínu sem þeir hafa gert tilkall til. Það eru Dónetsk, Lúhansk, Krímskagi, Sapórisjía og Kherson. Einnig verði settir verulegir tálmar á hernaðarmátt Úkraínu í framtíðinni og þeim meinað að eiga ýmsar tegundir vopna og hergagna. Þá hafa þeir talað fyrir því að stjórnarskrá Úkraínu verði breytt svo ríkið lýsi yfir ævarandi hlutleysi. Í stuttu máli sagt, yrðu Úkraína, eða það sem eftir yrði af landinu einangrað á alþjóðasviðinu og mjög berskjaldað fyrir frekari afskiptum Rússa eða nýrri innrás. Í rauninni yrði Úkraína leppríki Rússlands, fái Rússar það sem þeir vilja. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa talað fyrir því að takist að koma á friði yrði árangursríkasta leiðin til að tryggja langvarandi frið í Úkraínu að gera ríkið að „stálbroddgelti“ sem Rússar gætu ekki gleypt. Vilja nota peninga Pútíns Það að gera Úkraínu að einhverskonar broddgelti myndi þó kosta fúlgur fjár. Ein af þeim leiðum sem til stendur að nota til að fjármagna þessa hernaðaruppbyggingu er að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu. Þær hljóma upp á um 217 milljarða dala og er vöxtunum af þessum eignum þegar miðlað að miklu leyti til Úkraínumanna. Í fyrra samsvaraði það um átta milljörðum dala, samkvæmt New York Times. Þessa peninga vilja bakhjarlar Úkraínu í Evrópu nota til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum og innan Evrópu á næstu árum. Ráðamenn í Úkraínu segjast einnig vilja geta notað peningana til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Umræddir peningar eru að mestu frystir í Belgíu en ekki er einhugur um að nota höfuðstólinn. Samkvæmt ætlunum ráðamanna í Evrópu yrðu stjórn á þessum frystu eigum færð í hendur Evrópusambandsins. Meðal annars er vonast til að nota peningana í l140 milljarða evra lán til Úkraínumanna, sem yrði mögulega aldrei endurgreitt. Þó leiðtogar Evrópusambandsins tala um að ekki væri verið að leggja hald á peningana, heldur nota þá sem tryggingu fyrir láni til Úkraínu, sé ekki um eignaupptöku að ræða. Ráðamenn í Rússlandi hafa gert ljóst að þeir telja þá skýringu vera þvæli. Þeir tala um væntanlegan þjófnað. Það gæti tekið langan tíma að fá upptökuna samþykkta og ákveða hvernig yrði staðið að henni. Áætlunin var rædd á leiðtogafundi í Brussel í gær en hún var ekki samþykkt. Belgar eru sagðir hafa sérstakar áhyggjur af því að upptakan muni koma meira niður á þeim en öðrum. Verði þessi áætlun samþykkt gæti hún haft miklar afleiðingar. Rússar myndu eflaust bregðast við með einhverjum hætti og þá myndi upptaka eignanna valda skaða á orðspori Evrópu og mögulega draga úr vilja annarra til að geyma fjármuni sína í fjármálastofnunum heimsálfunnar. Kaja Kallas, æðsti erindreki ESB, segir slíkar áhyggjur óþarfar. „Ef þú ferð ekki í stríð við annað land, þá eru eigur þínar öruggar.“ Áætlun þessi er ekki eingöngu til komin vegna vilja til að refsa Rússum. Hana má einnig rekja til þess að Bandaríkjamenn eru hættir að styðja Úkraínumenn fjárhagslega og að ríki Evrópu hafa þegar aðstoðað Úkraínu með umtalsverðum fjármunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Fyrir aftan þá má sjá Gripen herþotu frá Saab.AP/Frederik Sandberg, TT News Agency Vilja kaupa fjölda herþota frá Svíþjóð Selenskí var í Svíþjóð í vikunni, þar sem hann skrifaði undir viljayfirlýsingu um að Úkraína myndi kaupa hundrað til 150 JAS 38 Gripen E, herþotur af Svíum á næstu tíu árum. Selenskí sagði á blaðamannafundi að þoturnar yrðu helstu herþotur Úkraínumanna í framtíðinni og sagðist hann vijla taka fyrstu þoturnar í notkun á næsta ári. Það þykir hæpið þó. Fyrstu þoturnar verða líklega ekki afhentar fyrr en eftir einhver ár. Svíar voru sjálfir að fá sínar fyrstu þotur af þessari kynslóð fyrr í október. Svíar eru að kaupa hverja þotu á um 150 milljónir dala. Að kaupa hundrað til 150 slíkar myndi því því augljóslega kosta fúlgur fjár og þá er væntanlega ekki talinn með kostnaðurinn við kaupa á ýmsum íhlutum í herþoturnar og flugskeyti. Úkraínumenn hafa lengi viljað koma höndum yfir Gripen þotur og hafa ítrekað farið fram á að fá nokkrar frá Svíum. Þær eru hannaðar og framleiddar, að mestu, þar í landi og voru á sínum tíma þróaðar með átök við Rússa í huga. Þær þurfa ekki eins mikið viðhald og F-16 þotur frá Bandaríkjunum og geta tekið á loft frá styttri og grófari flugvöllum. Today, we are opening an entirely new and truly meaningful chapter in our relations—relations between Ukraine and Sweden, and more broadly, overall security relations in Europe.Today, we have the first document signed between our countries, paving the way for Ukraine to acquire… pic.twitter.com/y23ouunOyY— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 22, 2025 SVT hefur eftir forsvarsmönnum Saab að viljayfirlýsingin sem Selenskí skrifaði undir gæti orðið stærsti samningur sem fyrirtækið hafi gert, verði hann að raunveruleika. Forstjóri fyrirtækisins segist vongóður um að hægt yrði að afhenda Úkraínumönnum fyrstu þoturnar innan þriggja ára. Nánast ómögulegt að koma andstæðingnum á óvart Í nýrri skýrslu frá bresku hernaðarhugveitunni Royal Services Institute, eða RUSI, er meðal annars farið yfir af hverju erfitt sé að koma óvininum á óvart í Úkraínu. Drónar spila þar stóra rullu en á hverjum tímapunkti er fjöldi myndavéla á sveimi yfir hverjum hluta víglínunnar. Þá spila einnig inn í aðrar leiðir eins og rafræn upplýsingaöflun gegnum gervihnetti og slík, sem notaðar eru til að fylgjast með flutningum hermanna í Úkraínu og Rússlandi. Hvorug fylking hefur átt auðvelt með að safna saman mannafla á tilteknum stað á víglínunni án þess að andstæðingarnir hafa vitað af því. Þess vegna hefur reynst erfitt fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn að nýta sér veikleika á vörnum hvors annars, því þegar hermenn eru færðir þangað sem veikleikar sjást vita andstæðingarnir að því og fylla upp í þær holur sem finna má. Meira spilar þó auðvitað inní, sem áhugasamir geta lesið um á vef RUSI. Rússneskur hermenn skjóta sprengjum að varnarlínu Úkraínumanna.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Nota smáa hópa Til að sporna gegn þessu hafa Rússar að miklu leyti verið að senda hermenn fram í tveggja til fimm manna hópum. Í mörgum tilfellum eru þær klæddir efnum sem eiga að gera drónum erfiðara að sjá þá með hitamyndavélum. Þeir taka með sér birgðir fyrir nokkra daga og geta fengið frekari birgðir með drónum en markmið þeirra eru nokkur. Þeim er ætlað að finna úkraínska hermenn á víglínunni eða slysast til að komast í gegnum hana, þar sem varnir Úkraínumanna eru víðast hvar ekki þéttar vegna manneklu. Þessum hópum er einnig ætlað að færa rússnesku víglínuna framar og gera Rússum auðveldara að grafa undan birgðalínum Úkraínumanna með drónum, eins og nefnt hefur verið hér ofar. Þá draga þessir hópar til sín sífellt fleiri augu frá Úkraínumönnum, sem þurfa að nota fjölmarga dróna og hermenn til að finna þá og reyna að fella þá eða reka á brott. Það gefur Rússum frekari tækifæri til að komast í gegnum varnir Úkraínumanna eða koma þeim öðruvísi á óvart. Þegar smáir hópar hafa komið sér vel fyrir og búið er að grafa undan vörnum Úkraínumanna eru stærri hópar sendir af stað á mótorhjólum, buggybílum eða bryndrekum. 🇷🇺 losses in 🇺🇦#Pokrovsk regionThe 7th Rapid Response Brigade of the Air Assault Forces repels a mechanized attack on the southern outskirts of Myrnohrad from the Grodivka side pic.twitter.com/d4HXq8ckQM— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) October 23, 2025 Í skýrslu RUSI segir að með þessum aðferðum hafi Rússum tekist að valda auknu mannfalli meðal Úkraínumanna en aðferðirnar séu þó enn mjög óskilvirkar og kosti Rússa mikið. Þá séu Úkraínumenn að aðlagast. Rússar virðist hafa sérstaklega litla getu til eða lítinn áhuga á að styðja framsókn fótgönguliða með stórskotaliði eða öðrum aðferðum. Þá séu rússneskir hermenn lítið þjálfaðir og illa mótiveraðir og það komi verulega niður á getu rússneska hersins til að sækja fram. Last month I wrote a post where I said that Russian army is going to use a lot of IFVs and tanks to advance. Including Zaporizhia direction. And yesterday they used 26 pieces of armor there.Today near Lyman 254 SMR also lost 2 BTR-82A and T-72B obr. 22 during their assault. pic.twitter.com/7zMBEzRm1z— Kriegsforscher (@OSINTua) October 21, 2025 Sérstök áhersla lögð á reynslumiklar sveitir Úkraínumenn hafa brugðist við þessu og aukinni manneklu með sífellt aukinni notkun dróna. Þeir nota sífellt meira af eftirlitsdrónum, sjálfsprengidrónum og drónum sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti gegn Rússum. Úkraínumenn nota einnig dróna í meira magni til að koma birgðum til hermanna sinna á víglínunni, ef það er í boði. 🔥A heavy bomber drone of the 🇺🇦412th UAV Battalion "Nemesis" lands two precise drops in the back of a 🇷🇺Russian Ural truck packed with infantry pic.twitter.com/8p8Lku66De— Cloooud |🇺🇦 (@GloOouD) October 22, 2025 Í skýrslu RUSI segir að Úkraínumenn hafi í raun myndað um þrjátíu kílómetra þykkan drónamúr á víglínunni. Þar er átt við nokkurskonar einskismannsland þar sem Úkraínumenn nota dróna gegn rússneskum hermönnum sem sendir eru til sóknar. Það er þó ekki eina leiðin sem Úkraínumenn hafa notað til að bregðast við breyttum aðferðum Rússa og manneklu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á nokkrar sveitir sem hafa skilað miklum árangri í átökum við Rússa, eins og Asóv og þriðja árásarstórfylkið. Það stórfylki er eitt besta og reynslumesta sveit Úkraínumanna en í mars var sérstök stórdeild (Corps) mynduð kringum stórfylkið (Brigade). Stórdeildin á að vera skipuð um fjörutíu þúsund mönnum. This ukrainian is pretty lucky. pic.twitter.com/eHZpaPgfV2— Andrew Perpetua (@AndrewPerpetua) October 23, 2025 Blaðamenn New Lines Magazine fengu sérstakan aðgang að störfum stórfylkisins í september og sögðu hermenn í stórdeildinni að skipulagsbreytingarnar hefðu fljótt skilað miklum árangri. Styttri og einfaldari boðleiðir hefðu dregið úr óskilvirkni og ruglingi og það hefði sömuleiðis stytt tímann sem líður á milli þess þegar hermenn sjá rússneska hermenn sækja fram og stórskotaliði og/eða drónum er beint gegn þeim. Mun minni óreiða sé á víglínunni hjá stórdeildinni. Þar að auki hefur þjálfun hermanna verið aukin og samstarf stórfylkja innan stórdeildarinnar verið bætt til muna. Allir hermenn í stórdeildinni fá umfangsmikla þjálfun, eða í það minnsta umfangsmeiri þjálfun en flestir aðrir, hjá vönum hermönnum sem hafa tekið þátt í mörgum af helstu orrustum stríðsins. Þetta þykir mörgum vera góð leið til að sporna gegn arfleifð sovéska hersins og slíks hugsunarhátt innan úkraínska hersins sem finna má víða innan heraflans. Annar kaldur vetur í vændum Rússar hafa á undanförnum vikum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir á orkuver og dreifikerfi Úkraínu. Stórir hlutar landsins eru nú reglulega rafmagnslausir og án hitaveitu og er ekkert útlit fyrir að lát verði á þessum árásum. Úkraínska þjóðin býr sig því þessa dagana undir annan kaldan vetur en víða um land má þegar heyra læti í ljósavélum þegar tekur að myrkra. Samkvæmt AP fréttaveitunni á það sérstaklega við héruð nærri víglínunni. Íbúar nota orkubanka, safna vatni í flöskur og fötur og beita öðrum leiðum til að undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi. Samhliða þessum árásum á orkuvinnviði halda Rússar einnig áfram árásum á hernaðarskotmörk sem og óbreytta borgara. Sjá einnig: Gerðu árás á leikskóla í Karkív Árásirnar á orkuverin hafa verið kerfisbundnar og hafa Rússar einbeitt sér að tilteknum héruðum, áður en þeir færa sig yfir í önnur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á héruð nærri víglínunni, þar sem árásir á þau eru auðveldari en á önnur héruð. Rússar hafa þó gert árásir á vesturhluta Úkraínu og þær hafa valdið skaða. Enn ódæði gegn óbreyttum borgurum Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa reglulega borist tíðindi af ódæðum gegn óbreyttum úkraínskum hermönnum. Má þar nefna fjöldamorð, pyntingar, þrælkunarvinnu og kynferðislegt ofbeldi. Sjá einnig: Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Blaðamenn Telegraph tóku saman upplýsingar um ýmis ódæði og ræddu við fólk sem hafði flúið af hernumdum svæðum í Úkraínu fyrir grein sem birt var fyrr í mánuðinum. Meðal annars ræddu blaðamennirnir við Denis og Maríu, hjón sem voru handtekin af rússneskum hermönnum. Denis var þvingaður til að horfa á hermenn nauðga öðrum manni og var hann barinn grimmilega ef hann neitaði að horfa. Síðar var einnig brotið á honum. Þegar honum var sleppt eftir tæpa tvo mánuði í haldi voru mörg bein í honum brotin og hefur hann verið greindur með áfallstreituröskun. Margir aðrir sem rætt var við sögðu frá sambærilegu ofbeldi og að nágrannar þeirra hafi horfið af yfirborði jarðar. Hin 72 ára gamla Anna sagði frá því að þegar rússneskir hermenn tóku þorpið í Kherson sem hún býr í hafi mörgum ekki tekist að flýja. Þar á meðal var kona sem reyndi að flýja með fimm börn sín. Hún steig á jarðsprengju fyrir framan börnin og dó. Anna segir að um sextíu lík hafi legið á götum þorpsins og íbúum hafi ekki verið leyft að grafa þau. „Þeir eyðilögðu allt. Þeir stálu dýrunum og eina kúin okkar, sem við treystum á fyrir mjólk og ost, var skotin og drepin.“ Anna hélt lengi til í kjallara hjá nágranna sínum en hún gat ekki haldið til þar vegna mikils raka og fór hún því aftur heim til sín. Þar var hún með hundi sínum en hún segir að rússneskir hermenn hafi reglulega ógnað henni. Eina nóttina braust rússneskur hermaður inn til hennar, barði hana með byssu svo hún missti tennur og nauðgaði henni. Í ágúst 2022 varð hús hennar fyrir eldflaug, tveimur dögum áður en úkraínskir hermenn frelsuðu þorp hennar. Þá sóttu úkraínskir hermenn fram gegn Rússum í Kherson og frelsuðu þeir allt héraðið vestur af Dnipróá. Hún sagði blaðamönnum að hermaðurinn hefði smitað hana af lifrarbólgu C. Hún sagði einnig frá hjónum sem fluttu á brott eftir að þorpið var frelsað en á meðan rússneskir hermenn voru þar nauðguðu þeir níu ára dóttur þeirra ítrekað. Halda enn fimmtungi Úkraínu Rússar stjórna enn um fimmtungi Úkraínu. Ráðamenn í Moskvu hafa lagt fram kröfu um að Úkraínumenn hörfi frá nokkrum héruðum landsins í skiptum fyrir frið, eins og fram hefur komið hér að ofan. Ein af ástæðum þess að Úkraínumenn þvertaka fyrir það að verða að þessari kröfu er hvernig rússneskir hermenn hafa gengið fram á hernumdum svæðum. Eins og fram kemur í grein Telegraph hafa saksóknarar í Úkraínu staðfest að minnsta kosti 365 tilfelli kynferðilegs ofbeldis gegn 231 konu og 134 mönnum. Yngsta fórnarlambið var fjögurra og það elsta áttrætt. Sérfræðingar telja umfang brotanna mun meira en það. Fólk sem býr enn á hernumdum svæðum hefur ekki tök á að segja frá brotum gegn þeim. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna áætla að fyrir hvert tilkynnt tilfelli séu tíu til tuttugu önnur sem hafi ekki verið tilkynnt. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent
Þegar kemur að víglínunni hafa orðið tiltölulega litlar hreyfingar á undanförnum vikum og mánuðum. Samhliða því virðist sem bæði Rússar og Úkraínumenn leggi nú meira kapp á að valda hvorum öðrum skaða með langdrægum árásum gegn innviðum og hagkerfi. Úkraínumenn hafa lagt sérstakt kapp á að valda skemmdum á olíu- og gasframleiðsluinnviðum í Rússlandi. Þessar árásir virðast hafa borið nokkurn árangur en fregnir af eldsneytisskorti hafa borist frá flestum héruðum Rússlands á undanförnum vikum, samhliða töluverðum samdrætti í framleiðslu olíuafurða. Sjá einnig: Hægagangur á rússneska hagkerfinu Ofan á það berast þær fregnir frá Rússlandi að sjóðir mismunandi hluta sambandsríkisins séu að tæmast og þá að miklu leyti vegna þeirra háu upphæða sem borgaðar eru til manna sem ganga í herinn. Í frétt Moscow Times segir að mörg héruð Rússlands stefni hraðbyri að fjárhagskrísu. Blaðamaðurinn Steve Rosenberg, sem starfar fyrir BBC í Rússlandi, fór í gær yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, þar sem meðal annars kom fram að samkvæmt fjárlögum Rússlands yrði 38 prósentum af öllum útgjöldum ríkisins varið til varnarmála. With the Budapest summit off, one Russian paper criticizes the “capriciousness & fickleness of our main negotiating partner.” Plus, “investment activity rapidly worsening” & “less than a third of Russians have hope life will improve.” #ReadingRussia pic.twitter.com/ptip0vO1ES— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) October 23, 2025 Þá hafa Rússar gert ítrekaðar og markvissar árásir á orkuinnviði í Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa valdið miklum skemmdum á orkuverum og dreifikerfi víðsvegar um Úkraínu og virðist sem Úkraínumenn eigi kaldan vetur í vændum. Umfangsmestu bardagar síðustu vikna hafa að mestu leiti orðið nærri Pokrovsk í Dónetskhéraði og við Kupíansk í Karkívhéraði. Rússum hefur einnig tekist að sækja lítillega fram í vesturhluta Sapórisjíahéraðs. Hér að neðan verður farið yfir stöðuna á víglínunni í Úkraínu, hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og olíusölu Rússa, hvernig friður gæti litið út í framtíðinni, frystar eigur Rússa sem ráðamenn í Evrópu vilja nota og meðal annars svo Úkraínumenn geti keypt allt að hundrað og fimmtíu herþotur af Svíum, breytingar á sóknaraðgerðum Rússa og breytingar á úkraínska hernum, árásir Rússa á úkraínski orkuver og dreifikerfi landsins og ódæði gegn óbreyttum borgurum. Úkraínskur hermaður í Kostíantívka í Dónetskhéraði.AP/Oleg Petrasiuk Staðan versnar í Pokrovsk Enn leggja Rússar mikla áherslu á að leggja borgina Pokrovsk undir sig en árásir þeirra á hana hafa staðið yfir í marga mánuði. Framsókn Rússa þar er sögð hafa kostað þá gífurlega en þrátt fyrir það hafa rússneskir hermenn þokast áfram, í stærri hópum en áður. Sjá einnig (Frá því í júlí): Pokrovsk riðar til falls Nú virðist sem einhverjir rússneskir hermenn séu komnir inn í borgina en Úkraínumönnum verður sífellt erfiðara að flytja hermenn og birgðir þangað vegna rússneskra dróna, samkvæmt greiningu Kiyv Independent. Það hefur gert varnir borgarinnar enn erfiðari. Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að skjóta óbreytta borgara á götum Pokrovsk. Hér að neðan má sjá samantekt Telegraph á myndefni sem úkraínskir hermenn birtu frá Pokrovsk. 🔴 A small Russian sabotage and reconnaissance group “violated international humanitarian law and killed several civilians” after they reached the centre of Pokrovsk, the 7th Corps of Ukraine’s Air Assault Forces have said.Read the full story here ⬇️https://t.co/yV68CxbNRe pic.twitter.com/onKK8XwdhW— The Telegraph (@Telegraph) October 22, 2025 Það að gera markvissar árásir á birgðaflutninga Úkraínumanna er ekki ný aðferð Rússa í Úkrainu en umfang þessara árása hefur aukist til muna. Þá hafa vegalengdirnar sem rússneskir drónar ná bakvið víglínuna lengst. Í austurhluta Úkraínu eru vegirnir sem liggja að skotgröfunum jafnvel orðnir hættulegri en skotgrafirnar sjálfar, samkvæmt því sem úkraínskir hermenn sögðu við blaðamenn Wall Street Journal í síðasta mánuði. Meðal leiða sem Úkraínumenn hafa beitt til að sporna gegn þessu er að leggja net yfir heilu þjóðvegina í átt að víglínunni. Úkraínskir hermenn ferðast líka meira um á næturnar og í smærri og hraðskreiðari farartækjum. Þá sitja oft hermenn vopnaðir haglabyssum á pöllum bíla sem eru notaðir til flutninga og er þeirra markmið að skjóta rússneska drjóna niður. Ukrainian soldier returning from a combat mission takes out a Russian Jdun (0:08) drone with a shotgun. Velyki Prokhody, Kharkiv region. (0:14) pic.twitter.com/9Ck3cyhD8A— Ukraine - Combat Footage Archive 🇬🇪 🇺🇦 (@Bodbe6) September 24, 2025 Sækja fram í Kúpíansk Rússar hafa einnig náð árangri við borgina Kúpíansk í Karkívhéraði og inn í borginni. Hlutar borgarinnar eru í höndum Rússa en sókn þeirra þar gæti mögulega ógnað viðveru úkraínskra hermanna á stóru svæði í austurhluta Úkraínu, verði hún ekki stöðvuð. Enn sem komið er lítur ekki út fyrir að Rússar hafi brotið sér leið í gegnum línur Úkraínumanna þar en rússneskir hermenn hafa um nokkuð langt skeið átt í basli með að sækja fram af miklum hraða, þó þeir hafi komist í gegnum línur Úkraínumanna. Úkraínumenn eru sagðir hafa reynt að stöðva Rússa í og við Kúpínask með fleiri loftárásum en áður og svo hafi sérsveitir einnig reynt að halda aftur af Rússum. Þá segjast Úkraínumenn hafa sigrað flesta rússneska hermenn sem komust í gegnum varnarlínur þeirra norður af Pokrovsk í sumar. Þeir frelsuðu þorpið Kutsjerív Jar og segja Úkraínumenn að rúmlega fimmtíu Rússar hafi verið handsamaðir. ❗️The Air Assault Forces of the Armed Forces of Ukraine report that more than 50 Russian servicemen were taken prisoner during the liberation of the village of Kucheriv Yar in the Dobropillia direction.The operation was carried out by units of the Air Assault Forces, in… pic.twitter.com/5OxIstWYno— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 22, 2025 Nokkuð umfangsmiklir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað á þessu svæði og hafa Úkraínumenn þurft að senda marga af sínum bestu hermönnum á svæðið. Það gæti vel hafa komið niður á vörnum Úkraínumanna annarsstaðar á víglínunni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði þó fyrr í haust að Úkraínumenn teldu að þessi framsókn Rússa hefði komið niður á öðrum ætlunum þeirra í sumar og hún hefði í raun reynst Úkraínumönnum vel. Einn af yfirmönnum úkraínska hersins tók undir það í ítarlegu viðtali. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. 2/ Russian Offensive Campaign Assessment, October 23, 2025: https://t.co/ijrsAjb1vF pic.twitter.com/yhpr1wtcXo— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) October 24, 2025 Viðræður við Pútín hafa litlum árangri skilað Enn er Donald Trump að reyna að stilla til friðar og hefur honum orðið lítið ágengt frá því hann fundaði með Vladimír Pútín í Alaska í sumar. Trump ræddi á dögunum bæði Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en þau samtöl virðast hafa skilað litlum árangri. Trump sagðist ætla að hitta Pútín í Búdapest í Ungverjalandi og það strax í næstu viku. Í millitíðinni talaði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við Sergei Lavrov, kollega sinn í Rússlandi. Eftir það símtal ákváðu Bandaríkjamenn að hætta við fundinn með Pútín. Talsmaður Pútíns hafði einnig gefið til kynna að ólíklegt væri að af fundinum yrði. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Trump sagðist ekki vilja sóa tíma sínum með að funda með Pútín að svo stöddu. Selenskí og ráðamenn í Evrópu hafa sagt að Pútín sé að draga Trump á asnaeyrunum og reyna að vinna sér inn tíma og koma í veg fyrir að Trump beiti Rússland frekari refsiaðgerðum. Það hefur Trump ítrekað neitað að gera þó hann hafi ítrekað hótað því. Sjá einnig: Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Trump hafði þó beitt tollum gegn Indlandi til að reyna að fá þá til að hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Hvort það hafi skilað ætluðum árangri er óljóst, þó Trump hafi lýst því yfir að Indverjar ætluðu alfarið að hætta að kaupa olíu af Rússum. Í vikunni tók Trump svo það skref að beita Rússum hertum aðgerðum og kvartaði hann yfir því að hafa átt mörg samtöl við Pútín sem hann hefði talið góð en hefðu svo engu skilað. Refsiaðgerðirnar beinast að rússnesku fyrirtækjunum Rosneft og Lukoil. Sjá einnig: Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sala á jarðgasi, olíu og olíuafurðum er lang stærsta tekjulind rússneska ríkisins og hefur gert Pútín kleift að dæla peningum í herinn og halda uppi hagkerfi Rússlands, þrátt fyrir heimsins umfangsmestu refsiaðgerðir síðan innrásin í Úkraínu hófst. Forsvarsmenn stærstu olíuvinnslu Indlands hafa sagst ætla að „endurstilla“ kaup sín á rússneskri olíu vegna refsiaðgerðanna. Svipaðar fregnir eru að berast frá Kína en ríkin tvö hafa verið lang stærstu kaupendur rússneskrar olíu frá 2022. Eftir tilkynningu Trumps greip Evrópusambandið einnig til hertra aðgerða gegn Rússum, sem beindust sérstaklega að svokölluðum skuggaflota Rússa. Það eru flutningaskip sem Rússar hafa verið að nota til að komast hjá refsiaðgerðum. ESB kynnti einnig bann við kaupum á jarðgasi frá Rússlandi en Frakkar hafa keypt mikið magn af því af Rússum á þessu ári, samkvæmt blaðamanni Fox News. Þá voru einnig settar takmarkanir á ferðalög rússneskra erindreka um Schengen-svæðið, og er vísað til fjölþátta ógna frá Rússlandi. Frekari upplýsingar um þennan nítjánda refsiaðgerðapakka ESB má finna hér. Aðgerðirnar eru nokkuð umfangsmiklar. EU Member States have approved our 19th package of sanctions against Russia.We’re keeping the pressure high on the aggressor.For the first time we are hitting Russia’s gas sector - the heart of its war economy.We will not relent until the people of Ukraine have a just and… https://t.co/HQTknzy2uC— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Vonast til að Pútín breyti um stefnu Trump hefur reynt að fá Pútín til að samþykkja skilyrðislaust vopnahlé, svo frekari viðræður geti átt sér stað í framhaldi af því. Það hafa Rússar þvertekið fyrir að gera, þó Úkraínumenn hafi samþykkt það. Hann vonast til þess að refsiaðgerðirnar muni hafa áhrif á Pútín og fá hann til að breyta um stefnu. Trump sagði einnig við blaðamenn í vikunni að hann vildi ekki selja Úkraínumönnum bandaríska stýriflaugar, eins og hafði verið til umræðu og hann hafði gefið til kynna. Það væri vegna þess að eina leiðin til að skjóta þeim að skotmörkum í Rússlandi væri með bandarískum hermönnum. Slíkt yrði ekki gert. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að refsiaðgerðirnar myndu ekki hafa mikil áhrif á efnahag ríkisins. Hvernig gæti friður litið út? Frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 hafa ráðamenn í Rússlandi ekkert látið af kröfum sínum. Það eru í raun kröfur sem Pútín hefur haft í mörg ár og hann og aðrir í Rússlandi hafa iðulega talað um þær sem „grunnástæður“ stríðsins. Þar er Pútín að vísa til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Fyrir innrásina í Úkraínu 2022 kröfðust Rússar þess að ríkjum Austur-Evrópu yrði vísað úr NATO. Sú krafa mun hafa verið ítrekuð á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rússneskir erindrekar hafa einnig talað fyrir því að Rússar fái að eiga þau héruð Úkraínu sem þeir hafa gert tilkall til. Það eru Dónetsk, Lúhansk, Krímskagi, Sapórisjía og Kherson. Einnig verði settir verulegir tálmar á hernaðarmátt Úkraínu í framtíðinni og þeim meinað að eiga ýmsar tegundir vopna og hergagna. Þá hafa þeir talað fyrir því að stjórnarskrá Úkraínu verði breytt svo ríkið lýsi yfir ævarandi hlutleysi. Í stuttu máli sagt, yrðu Úkraína, eða það sem eftir yrði af landinu einangrað á alþjóðasviðinu og mjög berskjaldað fyrir frekari afskiptum Rússa eða nýrri innrás. Í rauninni yrði Úkraína leppríki Rússlands, fái Rússar það sem þeir vilja. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa talað fyrir því að takist að koma á friði yrði árangursríkasta leiðin til að tryggja langvarandi frið í Úkraínu að gera ríkið að „stálbroddgelti“ sem Rússar gætu ekki gleypt. Vilja nota peninga Pútíns Það að gera Úkraínu að einhverskonar broddgelti myndi þó kosta fúlgur fjár. Ein af þeim leiðum sem til stendur að nota til að fjármagna þessa hernaðaruppbyggingu er að nota frystar eigur Rússlands í Evrópu. Þær hljóma upp á um 217 milljarða dala og er vöxtunum af þessum eignum þegar miðlað að miklu leyti til Úkraínumanna. Í fyrra samsvaraði það um átta milljörðum dala, samkvæmt New York Times. Þessa peninga vilja bakhjarlar Úkraínu í Evrópu nota til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum og innan Evrópu á næstu árum. Ráðamenn í Úkraínu segjast einnig vilja geta notað peningana til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Umræddir peningar eru að mestu frystir í Belgíu en ekki er einhugur um að nota höfuðstólinn. Samkvæmt ætlunum ráðamanna í Evrópu yrðu stjórn á þessum frystu eigum færð í hendur Evrópusambandsins. Meðal annars er vonast til að nota peningana í l140 milljarða evra lán til Úkraínumanna, sem yrði mögulega aldrei endurgreitt. Þó leiðtogar Evrópusambandsins tala um að ekki væri verið að leggja hald á peningana, heldur nota þá sem tryggingu fyrir láni til Úkraínu, sé ekki um eignaupptöku að ræða. Ráðamenn í Rússlandi hafa gert ljóst að þeir telja þá skýringu vera þvæli. Þeir tala um væntanlegan þjófnað. Það gæti tekið langan tíma að fá upptökuna samþykkta og ákveða hvernig yrði staðið að henni. Áætlunin var rædd á leiðtogafundi í Brussel í gær en hún var ekki samþykkt. Belgar eru sagðir hafa sérstakar áhyggjur af því að upptakan muni koma meira niður á þeim en öðrum. Verði þessi áætlun samþykkt gæti hún haft miklar afleiðingar. Rússar myndu eflaust bregðast við með einhverjum hætti og þá myndi upptaka eignanna valda skaða á orðspori Evrópu og mögulega draga úr vilja annarra til að geyma fjármuni sína í fjármálastofnunum heimsálfunnar. Kaja Kallas, æðsti erindreki ESB, segir slíkar áhyggjur óþarfar. „Ef þú ferð ekki í stríð við annað land, þá eru eigur þínar öruggar.“ Áætlun þessi er ekki eingöngu til komin vegna vilja til að refsa Rússum. Hana má einnig rekja til þess að Bandaríkjamenn eru hættir að styðja Úkraínumenn fjárhagslega og að ríki Evrópu hafa þegar aðstoðað Úkraínu með umtalsverðum fjármunum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Fyrir aftan þá má sjá Gripen herþotu frá Saab.AP/Frederik Sandberg, TT News Agency Vilja kaupa fjölda herþota frá Svíþjóð Selenskí var í Svíþjóð í vikunni, þar sem hann skrifaði undir viljayfirlýsingu um að Úkraína myndi kaupa hundrað til 150 JAS 38 Gripen E, herþotur af Svíum á næstu tíu árum. Selenskí sagði á blaðamannafundi að þoturnar yrðu helstu herþotur Úkraínumanna í framtíðinni og sagðist hann vijla taka fyrstu þoturnar í notkun á næsta ári. Það þykir hæpið þó. Fyrstu þoturnar verða líklega ekki afhentar fyrr en eftir einhver ár. Svíar voru sjálfir að fá sínar fyrstu þotur af þessari kynslóð fyrr í október. Svíar eru að kaupa hverja þotu á um 150 milljónir dala. Að kaupa hundrað til 150 slíkar myndi því því augljóslega kosta fúlgur fjár og þá er væntanlega ekki talinn með kostnaðurinn við kaupa á ýmsum íhlutum í herþoturnar og flugskeyti. Úkraínumenn hafa lengi viljað koma höndum yfir Gripen þotur og hafa ítrekað farið fram á að fá nokkrar frá Svíum. Þær eru hannaðar og framleiddar, að mestu, þar í landi og voru á sínum tíma þróaðar með átök við Rússa í huga. Þær þurfa ekki eins mikið viðhald og F-16 þotur frá Bandaríkjunum og geta tekið á loft frá styttri og grófari flugvöllum. Today, we are opening an entirely new and truly meaningful chapter in our relations—relations between Ukraine and Sweden, and more broadly, overall security relations in Europe.Today, we have the first document signed between our countries, paving the way for Ukraine to acquire… pic.twitter.com/y23ouunOyY— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 22, 2025 SVT hefur eftir forsvarsmönnum Saab að viljayfirlýsingin sem Selenskí skrifaði undir gæti orðið stærsti samningur sem fyrirtækið hafi gert, verði hann að raunveruleika. Forstjóri fyrirtækisins segist vongóður um að hægt yrði að afhenda Úkraínumönnum fyrstu þoturnar innan þriggja ára. Nánast ómögulegt að koma andstæðingnum á óvart Í nýrri skýrslu frá bresku hernaðarhugveitunni Royal Services Institute, eða RUSI, er meðal annars farið yfir af hverju erfitt sé að koma óvininum á óvart í Úkraínu. Drónar spila þar stóra rullu en á hverjum tímapunkti er fjöldi myndavéla á sveimi yfir hverjum hluta víglínunnar. Þá spila einnig inn í aðrar leiðir eins og rafræn upplýsingaöflun gegnum gervihnetti og slík, sem notaðar eru til að fylgjast með flutningum hermanna í Úkraínu og Rússlandi. Hvorug fylking hefur átt auðvelt með að safna saman mannafla á tilteknum stað á víglínunni án þess að andstæðingarnir hafa vitað af því. Þess vegna hefur reynst erfitt fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn að nýta sér veikleika á vörnum hvors annars, því þegar hermenn eru færðir þangað sem veikleikar sjást vita andstæðingarnir að því og fylla upp í þær holur sem finna má. Meira spilar þó auðvitað inní, sem áhugasamir geta lesið um á vef RUSI. Rússneskur hermenn skjóta sprengjum að varnarlínu Úkraínumanna.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Nota smáa hópa Til að sporna gegn þessu hafa Rússar að miklu leyti verið að senda hermenn fram í tveggja til fimm manna hópum. Í mörgum tilfellum eru þær klæddir efnum sem eiga að gera drónum erfiðara að sjá þá með hitamyndavélum. Þeir taka með sér birgðir fyrir nokkra daga og geta fengið frekari birgðir með drónum en markmið þeirra eru nokkur. Þeim er ætlað að finna úkraínska hermenn á víglínunni eða slysast til að komast í gegnum hana, þar sem varnir Úkraínumanna eru víðast hvar ekki þéttar vegna manneklu. Þessum hópum er einnig ætlað að færa rússnesku víglínuna framar og gera Rússum auðveldara að grafa undan birgðalínum Úkraínumanna með drónum, eins og nefnt hefur verið hér ofar. Þá draga þessir hópar til sín sífellt fleiri augu frá Úkraínumönnum, sem þurfa að nota fjölmarga dróna og hermenn til að finna þá og reyna að fella þá eða reka á brott. Það gefur Rússum frekari tækifæri til að komast í gegnum varnir Úkraínumanna eða koma þeim öðruvísi á óvart. Þegar smáir hópar hafa komið sér vel fyrir og búið er að grafa undan vörnum Úkraínumanna eru stærri hópar sendir af stað á mótorhjólum, buggybílum eða bryndrekum. 🇷🇺 losses in 🇺🇦#Pokrovsk regionThe 7th Rapid Response Brigade of the Air Assault Forces repels a mechanized attack on the southern outskirts of Myrnohrad from the Grodivka side pic.twitter.com/d4HXq8ckQM— C4H10FO2P ☠️ (@markito0171) October 23, 2025 Í skýrslu RUSI segir að með þessum aðferðum hafi Rússum tekist að valda auknu mannfalli meðal Úkraínumanna en aðferðirnar séu þó enn mjög óskilvirkar og kosti Rússa mikið. Þá séu Úkraínumenn að aðlagast. Rússar virðist hafa sérstaklega litla getu til eða lítinn áhuga á að styðja framsókn fótgönguliða með stórskotaliði eða öðrum aðferðum. Þá séu rússneskir hermenn lítið þjálfaðir og illa mótiveraðir og það komi verulega niður á getu rússneska hersins til að sækja fram. Last month I wrote a post where I said that Russian army is going to use a lot of IFVs and tanks to advance. Including Zaporizhia direction. And yesterday they used 26 pieces of armor there.Today near Lyman 254 SMR also lost 2 BTR-82A and T-72B obr. 22 during their assault. pic.twitter.com/7zMBEzRm1z— Kriegsforscher (@OSINTua) October 21, 2025 Sérstök áhersla lögð á reynslumiklar sveitir Úkraínumenn hafa brugðist við þessu og aukinni manneklu með sífellt aukinni notkun dróna. Þeir nota sífellt meira af eftirlitsdrónum, sjálfsprengidrónum og drónum sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti gegn Rússum. Úkraínumenn nota einnig dróna í meira magni til að koma birgðum til hermanna sinna á víglínunni, ef það er í boði. 🔥A heavy bomber drone of the 🇺🇦412th UAV Battalion "Nemesis" lands two precise drops in the back of a 🇷🇺Russian Ural truck packed with infantry pic.twitter.com/8p8Lku66De— Cloooud |🇺🇦 (@GloOouD) October 22, 2025 Í skýrslu RUSI segir að Úkraínumenn hafi í raun myndað um þrjátíu kílómetra þykkan drónamúr á víglínunni. Þar er átt við nokkurskonar einskismannsland þar sem Úkraínumenn nota dróna gegn rússneskum hermönnum sem sendir eru til sóknar. Það er þó ekki eina leiðin sem Úkraínumenn hafa notað til að bregðast við breyttum aðferðum Rússa og manneklu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á nokkrar sveitir sem hafa skilað miklum árangri í átökum við Rússa, eins og Asóv og þriðja árásarstórfylkið. Það stórfylki er eitt besta og reynslumesta sveit Úkraínumanna en í mars var sérstök stórdeild (Corps) mynduð kringum stórfylkið (Brigade). Stórdeildin á að vera skipuð um fjörutíu þúsund mönnum. This ukrainian is pretty lucky. pic.twitter.com/eHZpaPgfV2— Andrew Perpetua (@AndrewPerpetua) October 23, 2025 Blaðamenn New Lines Magazine fengu sérstakan aðgang að störfum stórfylkisins í september og sögðu hermenn í stórdeildinni að skipulagsbreytingarnar hefðu fljótt skilað miklum árangri. Styttri og einfaldari boðleiðir hefðu dregið úr óskilvirkni og ruglingi og það hefði sömuleiðis stytt tímann sem líður á milli þess þegar hermenn sjá rússneska hermenn sækja fram og stórskotaliði og/eða drónum er beint gegn þeim. Mun minni óreiða sé á víglínunni hjá stórdeildinni. Þar að auki hefur þjálfun hermanna verið aukin og samstarf stórfylkja innan stórdeildarinnar verið bætt til muna. Allir hermenn í stórdeildinni fá umfangsmikla þjálfun, eða í það minnsta umfangsmeiri þjálfun en flestir aðrir, hjá vönum hermönnum sem hafa tekið þátt í mörgum af helstu orrustum stríðsins. Þetta þykir mörgum vera góð leið til að sporna gegn arfleifð sovéska hersins og slíks hugsunarhátt innan úkraínska hersins sem finna má víða innan heraflans. Annar kaldur vetur í vændum Rússar hafa á undanförnum vikum gert ítrekaðar og umfangsmiklar árásir á orkuver og dreifikerfi Úkraínu. Stórir hlutar landsins eru nú reglulega rafmagnslausir og án hitaveitu og er ekkert útlit fyrir að lát verði á þessum árásum. Úkraínska þjóðin býr sig því þessa dagana undir annan kaldan vetur en víða um land má þegar heyra læti í ljósavélum þegar tekur að myrkra. Samkvæmt AP fréttaveitunni á það sérstaklega við héruð nærri víglínunni. Íbúar nota orkubanka, safna vatni í flöskur og fötur og beita öðrum leiðum til að undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi. Samhliða þessum árásum á orkuvinnviði halda Rússar einnig áfram árásum á hernaðarskotmörk sem og óbreytta borgara. Sjá einnig: Gerðu árás á leikskóla í Karkív Árásirnar á orkuverin hafa verið kerfisbundnar og hafa Rússar einbeitt sér að tilteknum héruðum, áður en þeir færa sig yfir í önnur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á héruð nærri víglínunni, þar sem árásir á þau eru auðveldari en á önnur héruð. Rússar hafa þó gert árásir á vesturhluta Úkraínu og þær hafa valdið skaða. Enn ódæði gegn óbreyttum borgurum Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa reglulega borist tíðindi af ódæðum gegn óbreyttum úkraínskum hermönnum. Má þar nefna fjöldamorð, pyntingar, þrælkunarvinnu og kynferðislegt ofbeldi. Sjá einnig: Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Blaðamenn Telegraph tóku saman upplýsingar um ýmis ódæði og ræddu við fólk sem hafði flúið af hernumdum svæðum í Úkraínu fyrir grein sem birt var fyrr í mánuðinum. Meðal annars ræddu blaðamennirnir við Denis og Maríu, hjón sem voru handtekin af rússneskum hermönnum. Denis var þvingaður til að horfa á hermenn nauðga öðrum manni og var hann barinn grimmilega ef hann neitaði að horfa. Síðar var einnig brotið á honum. Þegar honum var sleppt eftir tæpa tvo mánuði í haldi voru mörg bein í honum brotin og hefur hann verið greindur með áfallstreituröskun. Margir aðrir sem rætt var við sögðu frá sambærilegu ofbeldi og að nágrannar þeirra hafi horfið af yfirborði jarðar. Hin 72 ára gamla Anna sagði frá því að þegar rússneskir hermenn tóku þorpið í Kherson sem hún býr í hafi mörgum ekki tekist að flýja. Þar á meðal var kona sem reyndi að flýja með fimm börn sín. Hún steig á jarðsprengju fyrir framan börnin og dó. Anna segir að um sextíu lík hafi legið á götum þorpsins og íbúum hafi ekki verið leyft að grafa þau. „Þeir eyðilögðu allt. Þeir stálu dýrunum og eina kúin okkar, sem við treystum á fyrir mjólk og ost, var skotin og drepin.“ Anna hélt lengi til í kjallara hjá nágranna sínum en hún gat ekki haldið til þar vegna mikils raka og fór hún því aftur heim til sín. Þar var hún með hundi sínum en hún segir að rússneskir hermenn hafi reglulega ógnað henni. Eina nóttina braust rússneskur hermaður inn til hennar, barði hana með byssu svo hún missti tennur og nauðgaði henni. Í ágúst 2022 varð hús hennar fyrir eldflaug, tveimur dögum áður en úkraínskir hermenn frelsuðu þorp hennar. Þá sóttu úkraínskir hermenn fram gegn Rússum í Kherson og frelsuðu þeir allt héraðið vestur af Dnipróá. Hún sagði blaðamönnum að hermaðurinn hefði smitað hana af lifrarbólgu C. Hún sagði einnig frá hjónum sem fluttu á brott eftir að þorpið var frelsað en á meðan rússneskir hermenn voru þar nauðguðu þeir níu ára dóttur þeirra ítrekað. Halda enn fimmtungi Úkraínu Rússar stjórna enn um fimmtungi Úkraínu. Ráðamenn í Moskvu hafa lagt fram kröfu um að Úkraínumenn hörfi frá nokkrum héruðum landsins í skiptum fyrir frið, eins og fram hefur komið hér að ofan. Ein af ástæðum þess að Úkraínumenn þvertaka fyrir það að verða að þessari kröfu er hvernig rússneskir hermenn hafa gengið fram á hernumdum svæðum. Eins og fram kemur í grein Telegraph hafa saksóknarar í Úkraínu staðfest að minnsta kosti 365 tilfelli kynferðilegs ofbeldis gegn 231 konu og 134 mönnum. Yngsta fórnarlambið var fjögurra og það elsta áttrætt. Sérfræðingar telja umfang brotanna mun meira en það. Fólk sem býr enn á hernumdum svæðum hefur ekki tök á að segja frá brotum gegn þeim. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna áætla að fyrir hvert tilkynnt tilfelli séu tíu til tuttugu önnur sem hafi ekki verið tilkynnt.