Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir, Guðrún Nanna Egilsdóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 22. október 2025 19:02 Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Bróðir Palomu kennir móður sinni um andlát tvíburasystur sinnar og vill að hún verði dregin til ábyrgðar. Saga Palomu er því miður ekki einsdæmi og er því mikilvæg að fjalla um og draga lærdóm af. Eins og er þá er ekki ólöglegt að sannfæra sjúklinga um að hafna meðferð sem getur bjargað lífi þeirra. Þess vegna er mikilvægt að hafa varann á því slíkt finnst líka hérlendis. Algórithminn herjar einnig mikið á fólk sem greinist með krabbamein, og sýnir því gjarnan fólk að selja það að hægt sé að lækna krabbamein með mataræði. Sem er því miður ekki raunin, annars væri það gert og við næringarfræðingar yrðum fyrstir til að hoppa á þann vagn. Það þarf oft ótal áreiti og jafnvel óheppni til að krabbamein þróist. Krabbamein er því ekki eitthvað sem fólk gerði sjálfu sér og er engum að kenna. Þótt að við getum gert ákveðna hluti til að minnka líkur, þá er svo margt sem getur haft áhrif. Krabbamein er í raun samheiti yfir rúmlega 200 sjúkdóma, sem geta eðli málsins samkvæmt verið ólíkir. Sum krabbamein hafa verið tengd lífstíl á meðan önnur eru tengd genum eða umhverfi, og sum eru tengd öllum þessum þáttum. Áreiti sem leiðir til frumubreytinga getur verið mjög margþætt. Við getum því aldrei tryggt okkur alveg frá því að greinast, en þrjú af hverjum fjórum sem fá krabbamein á Íslandi í dag lifa. Sem eru tvöfalt fleiri en fyrir 50 árum, þökk sé betri aðferðum við greiningu og meðferð, en einnig er margt hægt að gera til að minnka líkurnar. Í því samhengi getur verið mikilvægt að lifa fyrirbyggjandi lífsstíll, mæta í skimun, vera vakandi fyrir breytingum og leita til læknis ef eitthvað slíkt kemur fram, t.d. fyrirferð í brjósti, ósjálfrátt þyngdartap eða skyndilegur orkumunur. Þau sem greinst hafa með krabbamein og hafnað læknisfræðilegri meðferð og þess í stað valið óhefðbundna meðferð tala gjarnan um að heilbrigðisstarfsfólk velji að loka augunum fyrir slíkum meðferðum án þess að skoða þær. Allar þessar óhefðbundnu meðferðir hafa þó vissulega verið skoðaðar og ástæðan fyrir því að það er ekki mælt með þeim er vegna þess að rannsóknir benda ekki til þess að þær virki. Raunin er því sú að ástæða þess að ekki er stuðst við óhefðbundnar lækningar er ekki vegna einhverskonar fáfræði eða skorts á vilja, heldur vegna þess að slíkt hefur einfaldlega ekki bætt horfur eða lifun. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir á valdi einstaklinga geta dregið úr líkum á krabbameini. Þar má nefna næringarríkt og fjölbreytt mataræði með ríkulegu magni grænmetis, ávaxta og heilkorna, að forðast unnar kjötvörur og takmarka neyslu rauðs kjöts, stunda reglulega hreyfingu og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, auk þess að forðast reykingar og áfengisneyslu. Þegar kemur að meðferð við krabbameini sem getur þá ýmist læknað eða meðhöndlað sjúkdóminn sem um ræðir eru vísindalega sannaðar aðferðir skurðaðgerðir, lyfjameðferð og geislameðferð. Þegar kemur að forvörnum er þó einnig nauðsynlegt að minnast á skimanir. Skimanir fyrir krabbameini eru ein mesta snilld sem hefur komið fram á sjónarsviðið fyrir lýðheilsu þjóða. En sá þáttur sem hefur hvað mest forspárgildi um lifun er tímasetning greiningar, því fyrr því betra. Þá hafa orðið byltingarkenndar framfarir undanfarinn rúman áratug í meðferð ákveðinna tegunda krabbameina og hafa líftæknilyf umturnað horfum veikra einstaklinga. Vísindafólk er því stöðugt að leita leiða til þess að bæta horfur og lifun þeirra sem greinast, en slík þróun tekur tíma og gífurlega vinnu. Eitt sem einkennir okkar nútímasamfélag er að rangar upplýsingar dreifast gjarnan hraðar en réttar upplýsingar og getur það því miður kostað líf. Við lifum á tímum þar sem hver sem er getur miðlað hvaða upplýsingum sem er, án þess að mæta nokkurs konar afleiðingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að iðka gagnrýna hugsun, með vísindin að leiðarljósi. En þannig getum við mögulega bjargað lífum. Hlustum á það sem gögnin segja okkur, en það er svo sannarlega ekki að safadrykkja eða kaffistólpípur bæti bata- né lífslíkur. Heldur í stuttu máli að lifa fyrirbyggjandi lífsstíl, mæta í boðaðar skimanir, leita aðstoðar við fyrstu einkenni og ef greining hefur verið gerð að þiggja þau læknisfræðilegu úrræði sem gefa hvað bestar líkur. Þegar kemur að hlutverki næringar í þessu öllu þá er mataræði mikilvægur þáttur og það að fylgja ráðleggingum Embættis Landlæknis um mataræði getur verið fyrirbyggjandi. Sú áhersla breytist þó þegar um veika einstaklinga sem eru að ganga í gegnum meðferð er að ræða og fyrir þá er allra mikilvægast að ná að nærast nóg, en það getur hjálpað til við að þola meðferðir betur sem og bætt lífsgæði. Höfundar eru næringarfræðingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Bretland Heilsa Matur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést. Bróðir Palomu kennir móður sinni um andlát tvíburasystur sinnar og vill að hún verði dregin til ábyrgðar. Saga Palomu er því miður ekki einsdæmi og er því mikilvæg að fjalla um og draga lærdóm af. Eins og er þá er ekki ólöglegt að sannfæra sjúklinga um að hafna meðferð sem getur bjargað lífi þeirra. Þess vegna er mikilvægt að hafa varann á því slíkt finnst líka hérlendis. Algórithminn herjar einnig mikið á fólk sem greinist með krabbamein, og sýnir því gjarnan fólk að selja það að hægt sé að lækna krabbamein með mataræði. Sem er því miður ekki raunin, annars væri það gert og við næringarfræðingar yrðum fyrstir til að hoppa á þann vagn. Það þarf oft ótal áreiti og jafnvel óheppni til að krabbamein þróist. Krabbamein er því ekki eitthvað sem fólk gerði sjálfu sér og er engum að kenna. Þótt að við getum gert ákveðna hluti til að minnka líkur, þá er svo margt sem getur haft áhrif. Krabbamein er í raun samheiti yfir rúmlega 200 sjúkdóma, sem geta eðli málsins samkvæmt verið ólíkir. Sum krabbamein hafa verið tengd lífstíl á meðan önnur eru tengd genum eða umhverfi, og sum eru tengd öllum þessum þáttum. Áreiti sem leiðir til frumubreytinga getur verið mjög margþætt. Við getum því aldrei tryggt okkur alveg frá því að greinast, en þrjú af hverjum fjórum sem fá krabbamein á Íslandi í dag lifa. Sem eru tvöfalt fleiri en fyrir 50 árum, þökk sé betri aðferðum við greiningu og meðferð, en einnig er margt hægt að gera til að minnka líkurnar. Í því samhengi getur verið mikilvægt að lifa fyrirbyggjandi lífsstíll, mæta í skimun, vera vakandi fyrir breytingum og leita til læknis ef eitthvað slíkt kemur fram, t.d. fyrirferð í brjósti, ósjálfrátt þyngdartap eða skyndilegur orkumunur. Þau sem greinst hafa með krabbamein og hafnað læknisfræðilegri meðferð og þess í stað valið óhefðbundna meðferð tala gjarnan um að heilbrigðisstarfsfólk velji að loka augunum fyrir slíkum meðferðum án þess að skoða þær. Allar þessar óhefðbundnu meðferðir hafa þó vissulega verið skoðaðar og ástæðan fyrir því að það er ekki mælt með þeim er vegna þess að rannsóknir benda ekki til þess að þær virki. Raunin er því sú að ástæða þess að ekki er stuðst við óhefðbundnar lækningar er ekki vegna einhverskonar fáfræði eða skorts á vilja, heldur vegna þess að slíkt hefur einfaldlega ekki bætt horfur eða lifun. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir á valdi einstaklinga geta dregið úr líkum á krabbameini. Þar má nefna næringarríkt og fjölbreytt mataræði með ríkulegu magni grænmetis, ávaxta og heilkorna, að forðast unnar kjötvörur og takmarka neyslu rauðs kjöts, stunda reglulega hreyfingu og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, auk þess að forðast reykingar og áfengisneyslu. Þegar kemur að meðferð við krabbameini sem getur þá ýmist læknað eða meðhöndlað sjúkdóminn sem um ræðir eru vísindalega sannaðar aðferðir skurðaðgerðir, lyfjameðferð og geislameðferð. Þegar kemur að forvörnum er þó einnig nauðsynlegt að minnast á skimanir. Skimanir fyrir krabbameini eru ein mesta snilld sem hefur komið fram á sjónarsviðið fyrir lýðheilsu þjóða. En sá þáttur sem hefur hvað mest forspárgildi um lifun er tímasetning greiningar, því fyrr því betra. Þá hafa orðið byltingarkenndar framfarir undanfarinn rúman áratug í meðferð ákveðinna tegunda krabbameina og hafa líftæknilyf umturnað horfum veikra einstaklinga. Vísindafólk er því stöðugt að leita leiða til þess að bæta horfur og lifun þeirra sem greinast, en slík þróun tekur tíma og gífurlega vinnu. Eitt sem einkennir okkar nútímasamfélag er að rangar upplýsingar dreifast gjarnan hraðar en réttar upplýsingar og getur það því miður kostað líf. Við lifum á tímum þar sem hver sem er getur miðlað hvaða upplýsingum sem er, án þess að mæta nokkurs konar afleiðingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að iðka gagnrýna hugsun, með vísindin að leiðarljósi. En þannig getum við mögulega bjargað lífum. Hlustum á það sem gögnin segja okkur, en það er svo sannarlega ekki að safadrykkja eða kaffistólpípur bæti bata- né lífslíkur. Heldur í stuttu máli að lifa fyrirbyggjandi lífsstíl, mæta í boðaðar skimanir, leita aðstoðar við fyrstu einkenni og ef greining hefur verið gerð að þiggja þau læknisfræðilegu úrræði sem gefa hvað bestar líkur. Þegar kemur að hlutverki næringar í þessu öllu þá er mataræði mikilvægur þáttur og það að fylgja ráðleggingum Embættis Landlæknis um mataræði getur verið fyrirbyggjandi. Sú áhersla breytist þó þegar um veika einstaklinga sem eru að ganga í gegnum meðferð er að ræða og fyrir þá er allra mikilvægast að ná að nærast nóg, en það getur hjálpað til við að þola meðferðir betur sem og bætt lífsgæði. Höfundar eru næringarfræðingar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun