Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:39 Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland leiða ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda. Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira