„Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2025 12:56 Inga Straumland, verkefnastýra kvennaárs segist finna mikla spennu meðal fólks fyrir morgundeginum. Vísir Augu heimsbyggðarinnar beinast að Kvennaverkfallinu sem boðað hefur verið á Íslandi á morgun. Þetta segir verkefnastýra Kvennaárs en boðað hefur verið til baráttufunda um allt land. Nokkrum götum verður lokað milli klukkan tíu til fimm í miðborginni á morgun vegna sögugöngu um áfanga í kvennabaráttunni, sem hefst klukkan hálf tvö. Áætlaðar lokanir í miðborginni á föstudaginn. „Það verður einhvers konar kvenréttindakarnival þar sem konum og kvárum, sem mæta niður í bæ gefst kostur á að fara aftur til fortíðar og upplifa þá baráttu sem var í gangi þá. Leikkonur munu stíga á stokk sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og konurnar í bæjarstjórn frá 1908 og svo færum við okkur aftar í sögunni og nær nútímanum,“ segir segir Inga Auðbjörg Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Allt er þetta gert í leikrænni útfærslu eða á upplifunarmáta. Improv Ísland sér um þriðju vaktina, uppistandari sér um leikskóla og fæðingarorlof og svo verður Perla Fáfnisdóttir fegurðardrottningarkusa á sínum stað og Venusarstyttan.“ Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975.mynd/úr safni Lækjargötu við Arnarhól, á milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til níu annað kvöld en útifundur hefst á Arnarhóli klukkan þrjú. Þar verða fluttar ræður, ungmenni flytja hópatriði og nokkrir tónlistarmenn stíga á svið. Baráttufundir um allt land Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land og byrjar sá fyrsti í Fjallabyggð klukkan ellefu. „Það hafa ekki öll kost á því að koma til Reykjavíkur og taka þátt í stóra fundinum á Arnarhóli. Þess vegna er ótrúlega gaman að sjá hvað eru skemmtilegar sjálfsprottnar hugmyndir um allt land. Það er með ýmsu sniði: Ræður, baráttufundir, sögugöngur jafnvel,“ segir Inga. Síðustu sjö kvöld hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu til að vekja athygli á kröfum kvennaárs, sem lagðar voru fram á kvennafrídeginum í fyrra. „Þær snúa að því að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og svo að leiðrétta vanmat á framlagi kvenna á vinnumarkaðnum og heima fyrir. Það er að segja þriðja vaktin og verkaskipting á heimilunum.“ Baráttuhugur í fólki Misjafnt er eftir vinnustöðum hvernig gert er ráð fyrir að morgundagurinn verði. Mörg sveitarfélög gera ráð fyrir heilsdags verkfalli, ríkið frá klukkan hálf tvö og þetta er misjafnt milli einkafyrirtækja. „Okkar lína er að þetta sé heilsdagsverkfall alveg eins og 1975. Við finnum það að það er ákall eftir stórum aðgerðum og það er auðvitað stóraðgerð þegar helmingur vinnuaflsins fer í verkfall,“ segir Inga. „Við finnum að það er baráttuhugur í fólki og við vonum að vinnuveitendur geri konum og kvárum kleift að taka þennan dag í baráttuna. Og við vonum auðvitað að strákarnir stígi fram og segi: Ég skal vinna vaktina, ég skal sjá um börnin, ég skal sjá um heimilisverkin. Þannig getum við komið öll saman í þessari baráttu.“ Augun beinist að Íslandi Kvennaverkfallið árið 2023 vakti mikla athygli erlendis og voru fréttir fluttar af verkfallinu víða. Inga segir augu heimsbyggðarinnar beinast að Íslandi á ný. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum erlendis frá upphafi vors. Það eru margir hópar af heimildamyndagerðarfólki á landinu, sem hefur fylgst með því sem er að gerast í undirbúningnum. Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31 Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Nokkrum götum verður lokað milli klukkan tíu til fimm í miðborginni á morgun vegna sögugöngu um áfanga í kvennabaráttunni, sem hefst klukkan hálf tvö. Áætlaðar lokanir í miðborginni á föstudaginn. „Það verður einhvers konar kvenréttindakarnival þar sem konum og kvárum, sem mæta niður í bæ gefst kostur á að fara aftur til fortíðar og upplifa þá baráttu sem var í gangi þá. Leikkonur munu stíga á stokk sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir og konurnar í bæjarstjórn frá 1908 og svo færum við okkur aftar í sögunni og nær nútímanum,“ segir segir Inga Auðbjörg Straumland, verkefnastýra Kvennaárs. „Allt er þetta gert í leikrænni útfærslu eða á upplifunarmáta. Improv Ísland sér um þriðju vaktina, uppistandari sér um leikskóla og fæðingarorlof og svo verður Perla Fáfnisdóttir fegurðardrottningarkusa á sínum stað og Venusarstyttan.“ Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975.mynd/úr safni Lækjargötu við Arnarhól, á milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað frá klukkan sex í fyrramálið til níu annað kvöld en útifundur hefst á Arnarhóli klukkan þrjú. Þar verða fluttar ræður, ungmenni flytja hópatriði og nokkrir tónlistarmenn stíga á svið. Baráttufundir um allt land Boðað hefur verið til baráttufunda víða um land og byrjar sá fyrsti í Fjallabyggð klukkan ellefu. „Það hafa ekki öll kost á því að koma til Reykjavíkur og taka þátt í stóra fundinum á Arnarhóli. Þess vegna er ótrúlega gaman að sjá hvað eru skemmtilegar sjálfsprottnar hugmyndir um allt land. Það er með ýmsu sniði: Ræður, baráttufundir, sögugöngur jafnvel,“ segir Inga. Síðustu sjö kvöld hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu til að vekja athygli á kröfum kvennaárs, sem lagðar voru fram á kvennafrídeginum í fyrra. „Þær snúa að því að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og svo að leiðrétta vanmat á framlagi kvenna á vinnumarkaðnum og heima fyrir. Það er að segja þriðja vaktin og verkaskipting á heimilunum.“ Baráttuhugur í fólki Misjafnt er eftir vinnustöðum hvernig gert er ráð fyrir að morgundagurinn verði. Mörg sveitarfélög gera ráð fyrir heilsdags verkfalli, ríkið frá klukkan hálf tvö og þetta er misjafnt milli einkafyrirtækja. „Okkar lína er að þetta sé heilsdagsverkfall alveg eins og 1975. Við finnum það að það er ákall eftir stórum aðgerðum og það er auðvitað stóraðgerð þegar helmingur vinnuaflsins fer í verkfall,“ segir Inga. „Við finnum að það er baráttuhugur í fólki og við vonum að vinnuveitendur geri konum og kvárum kleift að taka þennan dag í baráttuna. Og við vonum auðvitað að strákarnir stígi fram og segi: Ég skal vinna vaktina, ég skal sjá um börnin, ég skal sjá um heimilisverkin. Þannig getum við komið öll saman í þessari baráttu.“ Augun beinist að Íslandi Kvennaverkfallið árið 2023 vakti mikla athygli erlendis og voru fréttir fluttar af verkfallinu víða. Inga segir augu heimsbyggðarinnar beinast að Íslandi á ný. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum erlendis frá upphafi vors. Það eru margir hópar af heimildamyndagerðarfólki á landinu, sem hefur fylgst með því sem er að gerast í undirbúningnum. Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31 Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra. 22. október 2025 23:31
Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. 22. október 2025 10:48
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. 22. október 2025 10:38