„Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. október 2025 19:28 Tæplega 700 manns starfa hjá Norðuráli á Grundartanga. Vísir/Sigurjón Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir félagsfólk kvíðið vegna stöðu Norðuráls á Grundartanga. Óljóst er hve langan tíma mun taka að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang á ný og forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. Bilunin hjá Norðuráli á Grudnartanga kom upp á þriðjudag og óttast er að framleiðslustöðvun geti varað í nokkra mánuði. Óljóst er um afdrif starfsfólks en tæplega 700 manns starfa hjá fyrirtækinu. Í viðtali við forstjóra Norðuráls á Vísi í gær kom fram að mikið tjón blasi við en framleiðsla var stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álversins og liggja tveir þriðju hlutar framleiðslunnar niðri. Samskiptastjóri Norðuráls tjáði fréttastofu í dag að vonast væri eftir að tímalína vegna viðgerða yrði skýrari á næstu tveimur vikum. Hefur áhrif á mikinn fjölda í afleiddum störfum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fólk á svæðinu kvíðið og óttaslegið. Hann segir óvissuna vera mikla en hann viti að forsvarsmenn fyrirtækisins séu að gera allt sem þeir geti til að flýta því að sá búnaður sem þarf komi til landsins. „Það hefur fjöldi félagsmanna haft samband við okkur og er að leita að upplýsingum og svörum um framhaldið. Ég geri mér grein fyrir því að sú bið getur tekið tíma því ég held að fyrirtækið sjálft sé líka að átta sig á stöðunni,“ sagði Vilhjálmur Birgisson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Sigurjón Hann segir mikilvægt að upplýsingagjöf til starfsmanna sé gegnsæ og byggi á traustum heimildum. „Þetta eru 675 manns sem starfa og það gleymist í umræðunni að það eru þúsund afleidd störf sem tengjast þessari starfsemi þannig að þetta skiptir okkur Akurnesinga gríðarlega miklu máli.“ Forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega Að hans sögn skapar Norðurál á annað hundrað milljarða í útflutningsverðmæti og þá greiði fyrirtækið tíu milljarða í opinber gjöld í formi tekjuskatts og útsvars. Stjórnvöld og almenningur verði að átta sig á mikilvægi starfseminnar. „Mér reiknast til að þetta sé í kringum sex milljarða sem tapast í útflutningstekjum á mánuði. Ef þetta yrði stopp í tíu mánuði þá erum við að tala um sextíu milljarða í töpuðum útflutningstekjum fyrir íslenska þjóð.“ Frá Grundartanga.Vísir/Sigurjón Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að stofnaður hafi verið vinnuhópur í ráðuneytinu til að vera í samskiptum við fyrirtæki á svæðinu en á dögunum var tilkynnt að dregið yrði úr framleiðslu Elkem á Grundartanga. „Staðan sem upp er komin núna hjá Norðuráli er auðvitað grafalvarleg, það dylst engum. Það er ennþá verið að komast til botns í því máli og það er eðlilegt að við veitum þeim smá vinnufrið til að meta aðstæður,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Bilun hjá Norðuráli Akranes Áliðnaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Viðgerð muni taka einhverja mánuði Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 22. október 2025 17:50 Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. 22. október 2025 16:11 „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. 22. október 2025 09:53 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Bilunin hjá Norðuráli á Grudnartanga kom upp á þriðjudag og óttast er að framleiðslustöðvun geti varað í nokkra mánuði. Óljóst er um afdrif starfsfólks en tæplega 700 manns starfa hjá fyrirtækinu. Í viðtali við forstjóra Norðuráls á Vísi í gær kom fram að mikið tjón blasi við en framleiðsla var stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álversins og liggja tveir þriðju hlutar framleiðslunnar niðri. Samskiptastjóri Norðuráls tjáði fréttastofu í dag að vonast væri eftir að tímalína vegna viðgerða yrði skýrari á næstu tveimur vikum. Hefur áhrif á mikinn fjölda í afleiddum störfum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fólk á svæðinu kvíðið og óttaslegið. Hann segir óvissuna vera mikla en hann viti að forsvarsmenn fyrirtækisins séu að gera allt sem þeir geti til að flýta því að sá búnaður sem þarf komi til landsins. „Það hefur fjöldi félagsmanna haft samband við okkur og er að leita að upplýsingum og svörum um framhaldið. Ég geri mér grein fyrir því að sú bið getur tekið tíma því ég held að fyrirtækið sjálft sé líka að átta sig á stöðunni,“ sagði Vilhjálmur Birgisson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Sigurjón Hann segir mikilvægt að upplýsingagjöf til starfsmanna sé gegnsæ og byggi á traustum heimildum. „Þetta eru 675 manns sem starfa og það gleymist í umræðunni að það eru þúsund afleidd störf sem tengjast þessari starfsemi þannig að þetta skiptir okkur Akurnesinga gríðarlega miklu máli.“ Forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega Að hans sögn skapar Norðurál á annað hundrað milljarða í útflutningsverðmæti og þá greiði fyrirtækið tíu milljarða í opinber gjöld í formi tekjuskatts og útsvars. Stjórnvöld og almenningur verði að átta sig á mikilvægi starfseminnar. „Mér reiknast til að þetta sé í kringum sex milljarða sem tapast í útflutningstekjum á mánuði. Ef þetta yrði stopp í tíu mánuði þá erum við að tala um sextíu milljarða í töpuðum útflutningstekjum fyrir íslenska þjóð.“ Frá Grundartanga.Vísir/Sigurjón Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að stofnaður hafi verið vinnuhópur í ráðuneytinu til að vera í samskiptum við fyrirtæki á svæðinu en á dögunum var tilkynnt að dregið yrði úr framleiðslu Elkem á Grundartanga. „Staðan sem upp er komin núna hjá Norðuráli er auðvitað grafalvarleg, það dylst engum. Það er ennþá verið að komast til botns í því máli og það er eðlilegt að við veitum þeim smá vinnufrið til að meta aðstæður,“ sagði Kristrún í ræðu sinni.
Bilun hjá Norðuráli Akranes Áliðnaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Viðgerð muni taka einhverja mánuði Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 22. október 2025 17:50 Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. 22. október 2025 16:11 „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. 22. október 2025 09:53 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Viðgerð muni taka einhverja mánuði Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 22. október 2025 17:50
Norðurál stendur undir um fjórtán prósent af öllum tekjum Orkuveitunnar Norðurál á Grundartanga, sem þarf núna að óbreyttu að stöðva framleiðsluna um tvo þriðju um margra mánaða skeið vegna bilunar, keypti meðal annars raforku af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samtals um níu milljarða í fyrra, en fyrirtækið er sömuleiðis stór viðskiptavinur hjá HS Orku og Landsvirkjun. 22. október 2025 16:11
„Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. 22. október 2025 09:53