Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar 24. október 2025 09:01 Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun