Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar 25. október 2025 10:30 Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun